Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2000, Side 26

Freyr - 01.04.2000, Side 26
leggja mat á hvemig til hafi tekist við val nauta til áframhaldandi nota úr hópnum hverju sinni. Þetta er gert með því að meta svonefnda úr- valsnýtingu fyrir hvem eiginleika um sig. Þessi stærð sýnir hve mikið af mögulegu úrvali er nýtt fyrir hvern eiginleika. Þá eru þeir möguleika sem em fyrir hendi settir sem 100% ef aðeins em valin bestu nautin í hópnum með tilliti til við- komandi þáttar. Niðurstöður úr þessum útreikningum má sjá á mynd. I heild er myndin fremur já- kvæð en um sumt talsvert frábmðin því sem verið hefur síðustu ár. Við val fyrir mjólkurmagni em aðeins nýttir 39% möguleikanna. Það er talsvert á annan veg en áður hefur verið. Meginástæða þess er að naut eins og Ýmir 93022 og Gári 93023, sem eru að gefa feikilega mjólkurlagnar kýr, eru ekki valin til frekari nota. Fyrir próteinhlutfall em 48% möguleika nýttir og þetta er mögulegt þó að naut eins og Foss 93006 komi til frekari nota, sem hefur umtals- verða veikleika í þessum þætti. Neikvæða myndin er um frjósemi þar sem úrvalsnýting er -72%, sem segir að til nota velst lakari hluta nauta um þennan eiginleika. Hér skal samt minnt á það sem áður er sagt um ónákvæmni í mati á þess- um eiginleika. Fyrir fmmutölu er úrvalsnýting 64%, sem segir að fyrir þennan eiginleika hafa bestu nautin náðst til frekari nota. Fyrir júgur og spena er einnig verulegt val fyrir hendi því að úrvalsnýting er 49% og 59% fyrir þessa þætti. Fyrir mjaltir er úrvalsnýting aðeins 31 % og fyrir skap er úrvalsnýting - 30%, þannig að nautin sem notuð eru áfram eru undir meðaltali um þennan þátt. Þama munar langmest um val á Blakk 93026 sem nauts- föður, sem hefur slakan dóm um þennan eiginleika. Þar sem nautin eru fyrst og fremst valin á grunni heildareinkunnar þá er úrvalsnýt- ing þar metin 94%. Ástæðan fyrir því að hún mælist ekki 100% er sú að Suðrasynimir, Ýmir 93022 og Gári, eru ekki valdir til frekari nota, en ljóst er að val þeirra hefði gert myndina fyrir eiginleika eins og próteinhlutfall, júgur og spena, mjög óhagstæða. Flestir munu sammála um að nauðsynlegt sé að leggja talsverðar áherslur á þessa eiginleika. Nautgriparæktartöflur / Iritinu „Nautgriparæktin“, sem kom út um árabil, voru margháttaðar töflur varðandi ræktun nautgripa sem ekki er að finna í þessu blaði. Hliðstæðar töflur standa mönnum til boða í sérstakri útgáfu, gegn vægu gjaldi. Sú útgáfa verður væntanlega tilbúin í maí nk. Þeir sem óska eftir að kaupa „Nautgriparæktartöflur“ geta pantað ritlinginn með því að hringja til Bændasamtakanna, fylla út meðfylgjandi pöntunarseðil og senda hann í pósti eða í bréfsíma, eða senda tölvupóst. Ég óska eftir að kaupa „Nautgriparæktartöflur“ sem áður birtust í ritinu "Nautgriparæktin" Nafn__________________Kennitala_____ Heimili_____________________________ Póstnúmer Póstumdæmi Sími: 563 0300 Bréfsími: 562 3058 Netfang: sth@bondi.is Viðtakandi: Bændasamtök íslands Bændahöllinni v/Hagatorg Pósthólf 7080 127 Reykjavík 26 - FREYR 3/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.