Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 18

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 18
og sér baðherbergis en hefur aðgang að baðherbergi og salemi. Gisting í flokki 2 felur í sér gistingu í herbergi með handlaug og fataskáp, einnig skulu gestir hafa aðgang að setustofu og síma. I flokki 3 hafa herbergin sér baðherbergi innangengt í her- bergjunum. Svefnpokagisting er sér flokkur, aðstaðan getur verið í herbergjum fyrir einn til fjóra gesti eða í sal. Gistingin er yfir- leitt í rúmum þó svo að oft séu eru settar dýnur í sal. Sumarbústöðum er skipt í þrjá flokka eða B, C. og D. Munur á milli þessara flokka liggur helst í stærð, aðstöðu og þægindum. Allir bústaðir þurfa að uppfylla kröfur Ferðaþjónusta bænda um snyrtimennsku og að aðstaða sé fyrir skráðan fjölda gesta. Bústaður í flokki B er með a.m.k. eitt svefnherbergi, setu- stofa með þægilegum stólum og eldhús. Ekki er gerð krafa um rafmagn eða sturtu þó svo að oft sé um a.m.k. annað að ræða. Bústaður sem uppfyllir kröfur í flokki C þarf að hafa sturtu og ís- skáp, seturstofan þarf að vera betur útbúin en í bústað í fyrri flokki. Bústaður í flokki D þarf að hafa lágmarks stærð, 40m: fyrir 6 manns og 30m: fyrir 4. Eitt svefnherbergi þarf að vera vel út- búið með fataskáp. I eldhúsi þarf að vera, ásamt öðrum eldhús- áhöldum, útvarp, kaffivél og brauðrist. Húsgögnin þurfa að vera þægileg og smekkleg. Ný tegund gistingar hefur verið að ryðja sér til rúms en það eru smáhýsi. Þau flokkast í þrjá flokka, E, F og G Þessi smáhýsi hafa rafmagn, heitt og kalt vatn, eldunaraðstöðu, sem og borð og stóla fyrir 3 til 4. Smáhýsin eru sjálfstæðar einingar og leigjast þau annað hvort með uppbúin y\A uppí " . s sveit BÆNDAGISTING STANGVEIÐI HESTAFERÐIR GÖNGUFERÐIR Bæktingur Ferðaþjónustu bænda 2001. rúm eða svefnpokapláss. í flokki E deila tvö smáhýsi baðherbergi, í flokki F er sér baðherbergi í hverju smáhýsi og í flokki G bætist við sér svefnherbergi. Fjármögnun Þeir bændur sem hafa farið út í ferðaþjónusturekstur hafa margir breytt búháttum sínum. Sumir hafa selt kvóta, þ.e. mjólkur- kvóta, eða sauðfjárkvóta. Nokkuð er um að bændur hafi sótt um styrki til að fjármagna breytingar á bæjunum. Þessir styrkir hafa verið sóttir í ýmsa opinbera sjóði, t.d. hjá Ferðamálaráði, Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins eða til Byggðastofnunar. Bæklingar Ferðaþjónusta bænda gefur út tvo bæklinga og einblöðung á hverju ári. Annar bæklingurinn er á ensku og kemur út að hausti en hinn er á íslensku og kemur út að vori. Einblöðungurinn kemur út í upphafi nýs árs árlega. Félag ferðaþjónustubænda íjármagnar þessa bæklinga og er það hluti af sölu- og kynningarstarfsemi fé- lagsins. Önnur kynningarstarf- semi sem fer fram eru kaupstefn- ur og ferðasýningar, bæði hér- lendis og erlendis. I bæklingnum eru upplýsingar um bæi, s.s. lýs- ing á staðsetningu, hvenær opið er, hvort og hvernig búskapur er, aðstöðu sem boðið er upp á, hvernig gistingin er, afþreying og fleira. Gegn gjaldi er möguleiki á að hafa rnynd af bænum en það eru ekki allir sem nýta sér það. Upplag og dreifing bækling- anna er mismunandi. Islenski bæklingurinn er prentaður í 40 þúsund eintökum. Honum er dreift um landið á upplýsinga- miðstöðvar en einnig hefur bækl- ingurinn legið frammi á öllum stöðvum Esso um allt land, þó nokkuð er einnig um það að ein- staklingar og samtök hafi sam- band beint við skrifstofuna og fái send eintök af bæklingnum. Enski bæklingurinn er prent- aður í 15 þúsund eintökum. Þessi bæklingur er ætlaður erlendum ferðamönnum og eru almennar upplýsingar í honum á þremur tungumálum. Bæklingnum er að- allega dreift erlendis á ferða- skrifstofum sem koma honum til viðskiptavina sinna. Einnig liggur hann frammi á upplýsingamið- stöðvum um allt land og þá er eitthvað um það að einstaklingar hafi beint samband við skrifsto- funa og fá sent eintak. Einblöðungurinn er prentaður í 35 þúsund eintökum. í honum er að finna upplýsingar um símanúm- er bæja, veganúmer, hvenær opið er, heildar gistirými, hvort bærinn taki við opnum greiðslumiðum og aðrar upplýsingar um þjónustuna sem í boði er. Honum er dreift eins og enska bæklingnum en einnig liggur hann frami á upplýsinga- miðstöðvum og á helstu sam- komustöðum um allt land, t.d. rútubílastöðvum, bæklingarekkum hjá hótelum, gistiheimilum og á bæjum Ferðaþjónusta bænda. | 18-Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.