Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 19
íslensk sauðllárrakt í IJósl sjálfbærrar þrðunar Inngangur I ár eru liðin 10 ár frá tíma- mótafundi þjóðarleiðtoga í Ríó de Janeiró þar sem fjallað var á mjög breiðum grundvelli um um- hverfisvemd og sjálfbæra þróun. Hér á landi hafa rfkisstjóm, sveit- arfélög, félagasamtök og ein- staklingar lagt hönd á plóginn við margvísleg verkefni í þágu sjálf- bærrar þróunar. Hún tekur til um- hverfislegra, félagslegra og hag- rænna sjónarmiða með ýmsum hætti. Þótt skilgreiningar á hugtakinu „sjálfbær þróun“ séu nokkuð á reiki, og skoðanir skipt- ar um hversu hratt þurfi að vinna að ýmsum úrbótum, er stefnan farin að skýrast. Lagasetning af ýmsu tagi undanfarin 5-10 ár ber þess glögg merki. Bændasamtök Islands og ýmsar aðrar stofnanir landbúnaðarins hafa látið þessi mál til sín taka, m.a. með aðild að Landvemd, landgræðslu- og náttúmvemdarsamtökum íslands, sem hefur í vaxandi mæli beint kröftum sínum að fræðslu, stefnumörkun og þróun hug- mynda í anda sjálfbærrar þróunar. Hér kemur landbúnaðurinn vissu- lega við sögu og er ekki aðeins æskilegt heldur nauðsynlegt að við veltum fyrir okkur stöðu og horfum íslenskrar sauðfjárræktar nú í upphafi 21. aldar, í ljósi sjálfbærrar þróunar. Ein sjálfbærasta búgreinin Oft er á það bent að íslenskur landbúnaður sé í flestu tilliti stundaður í betri sátt við náttúr- una en almennt gerist erlendis. Þó er ljóst að tækni-, og í sumum búgreinum hrein iðnvæðing, hafa breytt þessari ímynd á þann veg að framleiðsluhættir stríða gegn sjálfbærri þróun í veigamiklum atriðum (1, 2, 3, og skýringar- mynd um búskaparhætti á næstu blaðsíðu). Stórfelld fækkun bænda, hnignun sveitabyggða, breyting frá dreifbæmm búskap til þéttbærs, stækkun búa, aukin orkunotkun, vaxandi þörf fyrir lyf og eiturefni, eyðing erfðaefnis og skerðing á velferð búfjár em meðal þeirra þátta sem hafa vak- ið marga til umhugsunar um þró- un landbúnaðar, ekki síst búfjár- ræktar (4, 5). Þótt þessi þróun sé komin skemmra á veg hér á landi en erlendis tel ég nauðsynlegt að við sem störfum við landbúnað- inn reynum að átta okkur sem best á því sem er að gerast, bæði hér á landi og í nágrannalöndun- um. í opnu upplýsingasamfélagi verður í vaxandi mæli að taka til- lit til sjónarmiða neytenda, sem og að mynda traust á milli bænda, vísindamanna og almenn- ings (6), og einblína ekki aðeins á verð matvæla heldur einnig gæði þeirra og öryggi. Utbreiðsla kúariðu o.fl., sem tengist skugga- hliðum landbúnaðar, hefur orðið til þess að umræðan um sjálfbæra þróun er farin að vísa veginn til Úr Undirfellsrétt í Vatnsdal haustið 1977. (Ljósm. Jónas Jónsson). Freyr 2/2002-19 j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.