Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 26
Internetlð Hvað er tölvan án Internets- ins? í dag er eðlilegt að spyrja slíkrar spurningar þó að fyrir örfáum árum hefði slík spurning verið fáránleg. Fólk sem kaupir sér tölvur í fyrsta skipti í dag er flest að sækjast eftir að tengjast Internetinu. Þannig er Internetið orðið veigamesta verkefnið sem unn- ið er á tölvuna. I upphati tölvubyltingarinnar fyrir um tveimur áratugum var notkun tölvunnar bundin við örfá for- rit sem unnu takmarkað. Þá gátu tölvur geymt mjög lítið af upplýsingum. Tenging við aðr- ar tölvur var óhugsandi á þeim tíma. Fyrst komu hin svoköll- uðu staðarnet þar sem hægt var að tengja nokkrar tölvur saman, þannig að hægt var að senda stutt skilaboð eða sækja gögn úr einni tölvu í aðra. Fljótlega fór vaxandi krafan um tengingar við aðrar tölvur á fjarlægum stöðum og í tengsl- um við vígbúnað var hið svo- nefnda Internet fundið upp. I upphafi var Intemetið tenging stórtölva sem nýttar vom í víg- búnaði til þess að tryggja aðgang að hemaðarlegum mikilvægum gögnum og kerfum frá fleiri en einum stað. En á örfáum ámm hefur Internetið fest sig svo í sessi að það er orðið jafn nauð- synlegt fyrir almenning og sími eða sjónvarp. Intemetið er í raun ekkert ann- að en margar tölvur tengdar sam- an. Þannig getur hver einstakling- ur orðið aðili að Intemetinu með því að tengja sína eigin tölvu við það. Með lítilli fyrirhöfn er hægt að koma upp miðlara með gögn- um og forritum og opna tölvuna fyrir aðgangi allra annarra á Int- emetinu. Almenningur er í auknum mæli að koma sér upp heimasíðum. Með einföldum forritum, svo sem Frontpage eða Dreamweever, og á um klukkustund er hægt að byggja upp góða heimasíðu sem er öðrum til afnota. Þannig hefur Internetið aukið upplýsingaflæði, aukið aðgang almennings að gögnum og aukið samskipti manna á milli. Með tölvunni í dag fylgja yfirleitt öflug mótöld til þess að tengjast Internetinu. Einnig fylgir flestum eða öllum einmenningstölvum vefrápari svo sem Internet explorer eða Net- scape. Þannig getur kaupandi tölvu í dag tengst Intemetinu strax og heim er komið ef að- gangur er að símalínu. Bankar hafa öðmm fremur hvatt til þess á undanförnum ár- um að fá fólk til þess að nýta sér Internetið. Þeir hafa opnað heim- ilisbanka þar sem almenningur getur haft aðgang að bankareikn- ingum sínum og gert bankavið- skipti sín í gegnum netið með þægilegum og auðveldum hætti. Ennfremur hafa bankarnir boðið viðskiptavinum sínum ókeypis aðgang að Intemetinu. Bændur og Internetið Hvaða hag hafa bændur að því að tengjast Intemetinu? í dag er margvíslegt efni sem bændur geta nýtt sér þar. Nefna má fréttir og fréttatengt efni og þar ber hæst Morgunblaðið, á netinu www.mbl.is,www.visir.is sem vefstaður þar sem fréttatengt efni er að finna og einnig em ýmsar fréttasíður um sértæk efni svo sem www.eidfaxi.is fyrir hrossa- ræktendur. eftir Jón Baldur Lorange forstöðumann tölvudeildar Bændasamtaka íslands Bændasamtök íslands í sam- vinnu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, RALA o.fl. aðila lögðu úr vör í byrjun ársins með nýja heimasíðu á netinu www.landbunadur.is, en þar er að finna helstu fréttir í landbúnaði sem og upplýsingar um efni fyrir bændur. Eldri vefurinn, www.bondi.is, heldur áfram sem hluti að þessum sameiginlega vef landbúnaðarins. Búnaðarsam- böndin hafa einnig flest verið dugleg að koma sér á netið og má þar nefna myndarlega heima- síðu Bsb. Suðurlands, www.bssl.is, en mikil vinna hefur verið lögð í hana. Þá má nefna að söluaðilar tækja og efna, sem bændur þurfa á að halda em fle- stir á netinu þar sem hægt er að sækja upplýsingar um vömr og verð á þeim. Þar er einnig unnt að panta vörur beint. Verslun á netinu hefur farið mikið í vöxt á undanförnu árum og kannanir sýna að fólk er orðið óhræddara en áður við að kaupa vömr með þessum hætti sem em þá sendar beint heim með Islandspósti. Einnig má benda á vefi fyrir ým- is áhugamál svo sem www.hugi.is. Uppboðsmarkaðir | 26 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.