Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 25
skal? Bændablaðið, 13. tbl. 2. árg., þriðjudagur 13. ágúst 1996, bls. 8. 33. Olafur R. Dýrmundsson (1995). Is organic agriculture com- patible with economc efficiency? The Nordic Association of Agricultural Scientists (NJF) 20th Congress, Reykjavík, Iceland, 26-29 June 1995. (Fjölrit 6 bls.). Yfirlit í Nordisk jordbruksforskning 77 (2), 201 og endurskoðuð útgáfa, án heim- ildarskrár í Ecology and Farming. The Intemational Magazine of IFOAM, the Intemational Federation of Organic Agricultural Moverments. No. 15. May - August 1997, 26-27. Dr. Ólafur R. Dýnnundsson Bœndasamlökum Islands Bœndahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík Símar: 563-0300/0317, bréfsími: 562-3058, netfang: ord@bondi.is, vefsíða: www.bondi.is Molar Mesta umhverfis- RANNSÓKN SÖGUNNAR. Hvernig hefur Jörðin það? Vísindamenn víðsvegar um heim hafa fengið það verkefni að gera umfangsmestu könnun á ástandi Jarðarinnar sem gerð hefur verið fyrr og síðar. Þeir sem standa að þessu verkefni eru UNEP, umhverfis- verkefni Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Alþjóða auð- lindastofnunin, World Resources Institute. Markmiðið er að finna eins konar „núllpunkt" sem vís- indamenn geti síðan miðað við í framtíðinni til að meta stöðu hinna ýmsu vistkerfa jarðarinnar. Áætlað er að verkefnið taki fjögur ár en það hófst formlega með fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kuala Lumpur í Mala- síu fyrr á þessu ári. Um 1.500 rannsóknamenn eiga að kanna ástand hinna ýmsu vistkerfa jarð- ar, svo sem ræktunarlands, gresja, skóga, vatnakerfa, bæði stöðuvatna og fljóta, og sjávar. Vitað er að um þessar mundir eyðist skógur á um 14 milljón hekturum lands á ári. Þá á að mæla stærð allra jökla jarðar sem og íshellunnar á Suður- skautslandinu. Að baki þessa alls liggur svo það að fylgjast með lífsskilyrðum á Jörðinni, þar með talið mann- kyns. (Landsbygdens Folk nr. 4/2002). Alþjóða VIÐSKIPTASTOFNUNIN, WTO Alþjóða viðskiptastofnunin, (World Trade Organization) annast gerð alþjóðlegra viðskip- tasamninga og framfylgir þeim. Markmið stofnunarinnar er að tryggja að viðskipti milli landa gangi eins greiðlega og unnt er. WTO var stofnað árið 1995 til að taka við af GATT, (General Agreement on Tariffs and Trade). Aðildarlönd WTO eru 144 og á vegum þeirra fara fram 90% heimsviðskipta. Nýjustu aðildar- löndin eru Kína og Thailand sem gengu í samtökin haustið 2001. Rússland stendur aftur á móti enn utan við samtökin. Allar samþykktir innan WTO fara þannig fram að öll aðildar- lönd verða að vera sammála, eða m.ö.o. þá hafa öll löndin neitunarvald. Aðildarlöndin eru skuldbundin til að fella reglur WTO inn í lög- gjöf sína. Æðsta vald innan WTO er í höndum ráðherrafunda sam- takanna, þar sem viðskipta- eða utanríkisráherrar aðildarlandanna eiga sæti. Þessir fundir eru hald- nir annað hvert ár og var fun- durinn síðast haldinn í Doha í Quatar árið 2001 og verður næst haldinn í Mexíkó árið 2003. (Bondebladet nr. 9/2002). Bandarísk SLÁTURSAMLÖG EIGA BÆNDABÝLIN „Amerískt ástand" er orðið samnefnari fyrir þá þróun þar sem stór sláturfyrirtæki eiga í sífellt meiri mæli sjálfan búrekst- urinn. Þetta fyrirkomulag er þar mjög útbreitt í alifugla- og svínarækt og stór fyrirtæki í sláturiðnaði í Bandaríkjunum leggja nú í æ rík- ari mæli undir sig bújarðir þar sem stunduð er nautakjötsfram- leiðsla. Fjórar stærstu sláturhúsakeðj- urnar á nautakjötsmarkaðnum í Bandaríkjunum eiga eða ráða yfir allt að því þriðjungi af naut- gripahjörðum til kjötframleiðslu þar í landi, samkvæmt nýlegri skýrslu frá bandaríska landbún- aðarráðuneytinu. Þess er vænst að skýrslan muni auka enn á þá umræðu sem fer nú fram um það hvort slátursamlög skuli fá að eiga rekstur í frumframleiðslunni, þ.e. bænd- abýlin. Öldungadeildarþingmaðurinn Tim Johnson, sem er demokrati, hefur lagt til að banna skuli beina aðild slátur- fyrirtækja að búrekstri en að fyrirtækjunum verði heimilt að gera bindandi samninga við bændur um viðskipti með slát- urgripi. (Landsbladet nr. 7/2002). Freyr 2/2002 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.