Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 28
Nýr vefur íslensks landbúnaðar, www.landbunadur.is. Að honum slanda Bændasamtök íslands, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, RALA og fleiri. um nýjum tölvum. Hraðinn 28-48 Kb/s er vanalegur með slíku mót- aldi, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Yfirleitt er sá hraði nægj- anlegur til þess að flakka á Inter- netinu. Ef vefsíður eru hins veg- ar „þungar“, þ.e. krefjast mikils gagnaflutnings, er sá hraði orðinn ófullnægjandi. Önnur leið til að tengjast Inter- netinu er með ISDN-tengingu. Sú tenging á að vera möguleg öllum landsmönnum í árslok 2002, samkvæmt yfirlýsingu Landssímans til Póst- og fjar- skiptastofnunar. Kostir ISDN eru að með slíkri tengingu fást í raun tvær síma- línur inn. Það þýðir að á sama tíma og flakkað er á Intemetinu er símalínan laus til notkunar, t.d. fyrir símtöl. Annar kostur við ISDN er hraði en hann er 64 Kb/s til 128 Kb/s. Þá er ISDN mun öruggari tenging við Inter- netið heldur en tenging með mótaldi (Analog-tenging). í þriðja lagi er svokölluð breið- bandstenging í gegnum breið- band Landssímans, sem reyndar er takmörkuð við Múlasvæðið í Reykjavík, en ætlunin er að bjóða á þessu ári víðar á þéttbýlis- stöðum. Að síðustu má nefna ADSL tengingu eða samhæfða áskriftar- línu eins og hún er kölluð. Með henni geta þéttbýlisbúar og fólk í kringum þéttbýli tengst Internet- inu beint án upphringingar og greitt fast gjald á mánuðvóháð notkun. Með óháðri notkun er átt við notkun innanlands en tak- mörk eru á notkun eða uppflettin- gu á heimasíðum erlendis við 100 MB á mánuði. Bændasamtök Islands hafa átt í viðræðum við Landssímann um að bændum verði boðið að kaupa fasta áskrift að ISDN miðað við takmarkaða notkun. Þeim er þá ljóst fyrir fram hve háa upphæð þeir greiða á mánuði. Vonandi fæst niðurstaða í því máli á árinu. Jafnframt hafa Bændasamtökin þrýst á umbætur í símamálum bænda. Auk þess að hafa rétta búnað- inn til þess að tengjast Intemet- inu þarf að sjálfsögðu að kaupa Internet áskrift. Nokkrir aðilar selja aðgang að Internetinu, s.s. Landssíminn, Halló, Nýherji, Skýrr o.fl.. Einnig hafa Lands- bankinn og Búnaðarbankinn boð- ið ókeypis Internet áskrift fyrir þá sem nýta sér heimabankaþjón- ustu þeirra. Verð á Internet áskrift á mánuði er frá 1000 kr. Hvenær er best að nota Internetið? Með aukinni notkun á Intemet- inu eykst álag á þeim símalínum og símstöðvum sem em í notkun. Þeir sem notað hafa Internetið kannast við það að mjög erfitt er að nota það á ákveðnum tímum dags, en að sama skapi er auð- veldara að nota það á öðrum tím- um sólarhringsins. Til að mynda er álag á Internetinu mjög lítið fyrir kl. 8 á morgnana og eftir kl. 11 á kvöldin. Jafnframt er ódýr- ara að nota Intemetið eftir kl. 7 á kvöldin til um kl. 8 á morgnana og einnig er ódýrara að nota það um helgar. Á Intemetinu er að finna „fjársjóð" af upplýsingum en einnig “ruslakistu” af gagnslitlu og óhollu efni. Forráðamönnum bama og unglinga er ráðlagt að fylgjast með Internetnotkun þeirra og takmarka tíma þeirra á netinu. Orðtakið „allt er gott í hófi“ á vel við um notkun Inter- netsins. | 28 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.