Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 32

Freyr - 01.03.2002, Blaðsíða 32
Gróðrarstöðln í Reyklavík og upphaf ræktunar- tllrauna ð íslandl Erindi flutt á hátíðarsam- komu í garði Gróðrar- stöðvarinnar í Reykjavík við Laufásveg hinn 21. júní 2001 þegar minnst var aldaraf'mælis jarðræktartilrauna á Islandi og afhjúpaður bautasteinn til minningar um þann atburð. Gjörvöll landsins fen ogflóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gjöra að túni alla jörð, jafnvel holt og blásin börð. Drengii; sem að hjörðum hóa hlotið geta síðar óðalsrjett um yrktar dalahlíðar. Úr ljóðinu „Til Ræktunarfé- lagsins", lesið upp á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands árið 1905. Forsaga í ár teljast 100 ár liðin frá upp- hafi formlegra jarðræktartilrauna á Islandi - er þá miðað við fyrstu jarðræktartilraunirnar sem hér fóru fram í Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Því tölum við um formlegar til- raunir að áður hafði ýmislegt ver- ið reynt til að bæta og auðga ræktun landsmanna þó að lítið hafi miðað. Gísla Magnússonar, sýslumanns, Vísa-Gísla, sem oftast er kenndur við Hlíðarenda í Fljótshlíð, sem fyrstu ræktunartilraunimar í nýj- um tíma er hann árið 1647 sáði norður á Munkaþverá í Eyjafirði 30 tegundum erlendra nytjajurta. Þama reyndi hann flestar þær teg- undir sem þá voru ræktaðar í Dan- mörku, þar á meðal að sjálfsögðu kom og ýmsar matjurtir. Þessu fylgdi hann svo eftir á Hlíðarenda og þar og síðar í Skálholti fékkst hann einnig við tijárækt. Framfaramenn 18. aldarreyndu margir að hvetja til akuryrkju og bættrar túnræktar, meðal annars var reynt að kenna plægingar. En þannig var ástatt um 1750 að hér á landi vom hvergi til plógar og raunar engin tæki til bústarfa önnur en gömlu amboðin, páll og reka, orf og hrífa. Og athyglisvert er að við setningu þúfnatilskipunarinnar (fyrstu jarðræktarlaganna) árið 1776 var ekki reiknað með öðmm ræktunaraðferðum en þaksléttun með handverkfærum einum saman. Atkvæðamesta tilraun til að Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Margir hafa bent á tilraunir Hirm 21. júní 2000 var haldin samkoma á Gróðrastöðinni í Reykjavík, við Laufásveg, og minnst aldarafmælis jarðræktartilrauna á íslandi sem hófust þar. I ræðustól er Jónas Jónsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri. (Ljósm. Sigríður Dalmannsdóttir). | 32 - Freyr 2/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.