Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 1

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 1
28. árgangur. Vestmahnaeyjum, 28. ágúst 1976 10. tölublað. Sorgorsaga hraunhitaveitunnar i Eyjom Fyrrverandi bæjarstjóri Magnús Magnússon og núver- andi bæjarstjóri hafa valdið bæjarbúum tugmilljóna ef ekki hundraðatjóni með athafnaleysi og þvermóðsku í sambandi við málið. í fréttum sjónvarpsins föstu daginn 20 þ.m. var lesið viðtal við Pál Zophoniasson um hraun hitaveitu þar sem hann tilkynti að fyrsti áfangi hennar myndi verða fullbúin í næstu viku. Segja má að í þessu sambandi geti átt við hið gamla máltæki, Guð láti gott ávita, ef þessum ágæta manni hefur allt í einu snúist hugur og fengið áhuga fyrir málinu, því alveg liggur ljóst fyrir að fram að þessu hefur hann af næsta óskiljan- legum ástæðum neitt allra bragða til að flækja málið og tefja framgang þess. Hér er um það merkilegt mál að ræða og mikið hagsmuna- mál bæjarbúa að telja verður eðlilegt að það sé rætt. á opin. berum vettvangi, enda hafa all- Sveinbjörn Jónsson í Olna- smiðjunni horfir á „nægjanlega ókeypis hitaorku rjúka úbeisl- aða upp úr hrauninu” ar sveitastjórnir í landinu, að bæjarstjórninni hér undanskil. inni, stefnt ákveðið að því á undanförnum árum að nýta all- an hugsanlegan jarðvarma til upphitunar húsa og til iðnaðar, jafnvel þó hann væri í tuga kíló metra fjarlægð frá byggðarlagi þeirra. Hér aftur á móti hefur allur hugur núverandi bæjar- Stjóra og helstu ráðamanna bæj arfélagsins snúist um áætlana- gerð um það sem þeir nefna bví faglega nafni „fjarhitun”, byggðri á olíukyndistöðvum eða rafhitun. Segja má að upphaf hraunhitaveitumálsins sé til- raun, sem Sveinbjörn Jónsson 1 Ofnasmiðjuni hafði forystu um í ársbyrjun 1974, þegar hann lét fyrirtæki sitt smíða hitaskiptara sem settur var nið ur í hraunið og leiðsla lögð frá honum að nýja sjúkrahúsinu og skilaði þessi litli ófullkomni hitaskiptari 42 tonnum af 60 gráðu heitu vatni á sólarhring að vegg sjúkrahússins, en í stað þess að grípa þessa hug. mynd þá þegar á loft neitaði þáverandi bæjarstjóri Magnús Magnússon og núverandi bæj- arstjóri, sem þá var forstöðu. maður tæknistofnunar bæjar- ins, að láta tengja leiðsluna við hitakerfi sjúkrahússins og dæmdu hana til dauða á alveg haldlausum forsendum og héldu áfram að kaupa olíu fyr- ir 200 til 300 þús. kr. á mán- uði til að kynda upp sjúkrahús. ið, en áfram var haldið að láta teikna og hanna fjarhitunar. kerfi fyrir allan bæinn, byggðu á olíukyndistöðvum. Það næst sem skeður í mál- inu er, að eftir að ég hafði feng. ið greinargerð um málið frá Sveinbirni Jónssyni, samþykkti Alþingi fjárveitingu að upphæð 2 millj kr. til tilrauna með nýt- ingu hitaorkunnar í nýja hraun inu. Þegar þetta lá fyrir og á- kveða þurfti hverjum skildi af- hent féð og umsjá með fram. kvæmdum, stóð ég frammi fyr. lr þeirri sorglegu staðreynd, að útilokað var að afhenda ráða- mönnum byggðarlagsins málið í hendur, þar sem þeir höfðu áður dauðadæmt allar slíkar til raunir og varð því samkomulag um við iðnaðarráðuneytið, að Raunvísindastofnun Háskólans tæki málið að sér og kom það í ljós, að ég hafði á réttu að standa, því eftir að Raunvísinda stofnunin hafði sumarið 1975 hafið hér framkvæmdir með á- gætri aðstoð þeirra Sigmundar Jóhannssonar og Hlöðvers John sen, sá. núverandi bæjarstjóri Páll Zophoníasson ástæðu til þess að láta dagblaðið Vísir hafa samtal við sig hinn 10. júlí, þar sem hann lýsti því yf- ir að tilraunin til að hita upp siúkrahúsið í ársbyrjun 1974 hefði mistekist og yrði aldrei reynt aftur og mun þessi yfir- lýsing hafa verið gefin vegna þess að honum var þá orðið kunnugt um að sjúkrahúsið var á því svæði, sem Raunvísinda- stofnunin hafði ákveðið sem til- raunasvæði. Næst skeður það, að eftir að Raunvísindastofn. unin hafði mælt með tilteknu svæði, sem tilraunasvæði fyrir- hugaðrar hraunhitaveitu féllst Viðlagasjóður á að lána bæjar. sjóði kr. 20 milljónir til 5 ára til að koma tilraunahitaveit- unni í heila höfn og var upp- hæðin í samræmi við kostnaðar áætlun verksins þannig að bæj- arsjóður þurfti þar litlu við að bæta. Þegar meirihlutaskiptin urðu hér í bæjarstjórninni s.l. haust tók hinn nýi meirihluti ásamt hinum nýráðna bæjarstjóra Sig finni Sigurðssyni jákvæða og ákveðna afstöðu til málsins og hófust framkvæmdir fyrri hluta þessa árs og miðaði þeim vel Framhald ú 2 síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.