Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 6

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 6
6 FYLKIK AVARP. Framh. af 5. síðu. þegar er af hendi leyst. Eins vil ég þakka öllum þeim, sem lagt hafa hönd að því verki að gjöra þessa hátíð sem veglegasta. Eg ætla ekki að þreyta ykkur með langri ræðu hér í byrjun þessarar hátíðarhalda. Dagskrá er óþarft að kynna, það mun okkar ágæti kynnir Stefán Árnason, sem hefir verið kynnir í 55 ár sjá um. Pó vil ég taka það fram, að sá þáttur, sem oft hefir verið stæsti þátturinn í hátíðarhöldunum á Pjóðhátíð, íþróttir, hafa þurft undan að láta eins og fleira, síðan byrjað var að halda þessa hátíð hér suður frá. En það stendur allt til bóta þegar við komumst í Dalinn aftur. Það er innileg von okkar að hátíð þessi fari í alla staði vel fram og verði ykkur til ánægju og félagi okkar til sóma. Eg óska ykkur góðrar skemtunar á þessari sextugustu Þjóð- hátíð Þórs og segi hana setta. Ýmsum þótti ungum tröllum innisetan Iöng og vissulega var nú Iíka vistin orðin þröng En af því þau höfðu enga nefnd og ekkert bæjarráð þau samþykktu að sækja strax á sjálfa kóngsins náð. Kóngur beit í kampinn fast og kvað eftir mikla þögn. Það er ei Iamba að leika sér við lands og Ægis-mögn, ég æsi storm af miklum móð og magna sæ við skor, þá furðar mig ef fólkið hérna flytur ekki vor. Blésu vindar báran hófst og brimið fyllti skeið. Margir komu ekki aftur úr þeirri ramma seið. Eyjasærinn, Eyjasagan á mörg sviðasár, það er brot úr þjóðarsögu, þúsund ára tár. En mannabörnin sátu kyrr og flýðu ekki fet, Þau færðust bara í aukana og þoldu storma og hret. Tröllakynið mæddist enn og möglaði um það, hvað krílin væru frek og þrengdu mikið að. Kerlingin við karlinn mælti, kanski var hún þreytt. Þú ert gramur getulaus og gerir ekki neitt. En þessi kríli stækka bæ nú blasir hann orðið við. Eg hefi ekki einu sinni orðið næturfríö. Krakkarnir og vinnutröllin söngluðu þennan són, að síðustu fór kónginum að leiðast þetta tón. í reiði sinni brá eldi í byggðina um nótt burtu hrukku mannbörnin þeim varð ekki rótt. Þá var glatt í hamrabyggð og tröllin komu á kreik, kátlega þau dönsuðu við eldsins hrikaleik. En kóngurinn sat gneipur í grun hans læddist senn að gifta og þekking mannfólksins sigraði enn. Sigurg. Kristj. HAMRATRÖLL. VORNÖTT í EYJUM. Hamratröll við Ægisdyr þau eru forn og grett, andlitsmynd er hér svo víða greipt í drang og klett. Og hver veit nema bergrisarnir hafi anda og sál, Helgafell og Álfakirkja geymi leyndarmál. Karlinn minn í Hánni var kóngur hér í sveit, Kerlingin í Blátindi var drottning tígulleit. Krakkarnir og vinnutröllin voru hér og þar, þau vóðu fram í öldurnar og sóttu föng í mar. í ásatrúnni Heimaklettur hofið þeirra var, og heilmikið á þorrablótum var um dýrðir þar. Kyngimagnaða forneskjuna þau kirjuðu af og til Kári blés í langeldinn við hafsins undirspil. Kóngurinn og drottningin þau unnust tröllatryggð tignarleg var náttúran í fornu Eyjabyggð. Kóparnir í fjörunni þeir lifðu Fróðafrið og fuglarnir með hreiðrin sín við efstu klettarið. Dagar runnu í tímans sæ og öld leið eftir öld, einhverntíma gerðist það um heiðríkt sumarkvöld, að kjölur risti báruflóð og bátur lá við sand, og bráðum sáust mannakrílin stíga fyrst á land. Tröllin horfðu á mannakrílin mikið voru þau smá, þau munduðu vopn á Eiðinu og röltu til og frá. Um dagsetrið við fjörustein þau drápu lítinn kóp úr Dufþekju í fyrsta sinni heyrðist neyðaróp. Kynlegt var að líta þessi krýli niður við Læk, við kofagerð og bátasmíðar voru þau furðu spræk . En sorglegt var að skynja hvernig þau gáfu engu grið, að grafa og róta í jörðinni og ræna fiskimið. Þar kom Ioks að Þór og Freyja þoldu ekki við þetta smáfólk hafði tekið undarlegan sið Svo tröllin gengu í f jöllin öll og sátu. á sínum stað, en sá og vissu allt sem gerðist raunar fyrir það. Skapraun var er mannabörnin brendu hof og hörg og hópur þeirra stækkaði þau urðu furðu mörg. Svo réðust þau með graftólum í Helgafell og Há og hefluðu úr Blátindi sem ferlegt var að sjá. Texti: Séra Þorsteinn L. Jónsson. Lag: Sigurður Óskarsson. f Eyjum lífsgleðin ljómar er ljósbjört þar vornóttin skín, og lífvakans aflmiklu ómar þeir ástfangnir berast til mín. Eg horfi á himininn loga hafið og spegilslétt sund við heiðríkan himinsins boga á hrífandi góðviðrisstund. Fuglarnir kliða um kletta og kafa í sædjúpin köld en hafaldan lognværa létta sér leikur við þá í kvöld. Já Eyjan mín brosið þitt bjarta og blíðan þín heillaði mig Eg gaf þér strax hug minn og hjarta ag hét því að elska þig. Brúðhjónin Harpa Rútsdóttir og Georg Þór Kristjánsson Hamine.iuóskir. Tökum aö okkur allskonar þjónustuflug Leiguflug milli lands og eyja Leiguflug um land allt Leiguflug til annarra landa EYJAFLUG Bjarna Jónassonar Brekkugötu 4 Vestmannaeyjum. Sími 98-1534

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.