Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 5

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 t>ióðhdtíð Vestmannaeyja IWÍ Haldin á Breiðabakka, með miklum myndarskap, nú í 4. skiptið, sem hátíðin er haldin þar. Það var Þór, sem þetta ár- ið sá um Þjóðhátíðina. Formað- ur Þórs er Sigurgeir Ólafsson skipstjóri, en aðalnefndina skip uðu að þessu sinni þeir Gísli Valtýsson, Ólafur Backman, Jónas Bergsteinsson. Það hefði ábyggilega verið mörgum kærkomið, ef sá siður hefði komist á, að árlega hefði í blöðum verið skýrt frá því helsta, sem til skemtunar var og fróðleiks ásamt myndum af hátíðinni hverju sinni. Það mundi mörgum þykja fengur í ef hægt væri að fletta upp í gömlum blöðum og rifja upp minningar frá yngri árum. Upp haflega stóð hátíðin aðeins 1 dag, en á þriðja tug þessarar aldar, eftir að íþróttimar fóru að vera vinsælar sem hollur unglingavettvangur og íþrótta. keppnin fóru að vera aðal uppi- staðan í hátiðarhaldinu, þá entist ekki einn dagur til þess, að hægt væri að Ijúka keppni í öllum íþróttagreinunum. Það varð því að hafa daga tvo og dugði varla til. Nú era hátíðar- dagarnir orðnir þrír, en því miður eru það ekki lengur í. þróttirnar, sem setja aðal svip- inn á hátíðina. Vonandi á þetta eftir að breyt ast aftur með tilkomu hinnar nýju íþróttahallar og spáir að- sóknin, að Sundhöllinni góðu um, að svo muni verða. Kanski eigum við eftir að sjá á Þjóðhátíðinni sýningar eða keppni, sem við aðeins sjáum nú svipmyndir af á sjónvarps- skerminum. Við birtum hér nú dagskrá Þjóðhátíðarinnar ásamt nakkru af því skemmtiefni, sem flutt var og nokkrar myndir frá há. tíðinni. Það hefur komið til tals, að gera þessu Þjóðhátíðarefni betri skil síðar, t.d. ef hægt reyndist að safna saman efni frá liðnum hátíðum til birting. ar í Jólablaði Fylkis. Væri sér- staklega vel þegið, ef þeir, sem ættu í fórum sínum gamlar myndir, dagskrár eða bara gamlar minningar frá liðinni tíð, eða handrit af gömlum ræð um, sem fluttar hafa verið á Þjóðhátíðum, að láta Fylki það í té til birtingar í Jólablaðinu með framhaldi á þessu efni í huga. Með allt aðsent efni yrði vel með farið og örugglega end. ursent Hátíðin hófst með ræðu formanns Þórs Sigurgeirs Olafssonar. gOðir þjóðhátIðargestir * Eg vil byrja þessi orð mín á því að bjóða ykkur öll hjartan- lega velkomin til þessa fagnaðar, sem er árviss þáttur í lífi okkar V es tmannaeyinga. Þjóðhátíð var fyrst haldin 1874 og þá í flestum sýslum lands- ins, þótt stæst og mest hafi hún verið á Þingvöllum. íslendingar fögnuðu þá auknu frelsi í stjórn landsins, sem fólst í stjórnar. Frú Erla og Sigurgeir Ólafsson og Stefán Árnason kynnir. skrá Kristjáns konungs IX. Jafnframt var minnst eitt þúsund ára byggðar á íslandi. Vestmannaeyingar gátu ekki tekið þátt í þessari stóra hátíð á Þingvöllum það kom fyrir þá, eins og svo oft síðar, að ekki var hægt að komast héðan til fastalandsins. Þá var engin Herj- ólfur, Flugfélag, eða dugnaðarforkur í flugmálum og samgöngu- bótum, sem Bjarni Jónasson er nú. Mörgum hér hefur sjálfsagt þótt súrt í brotið að geta ekki orðið þátttakandi í þessari miklu hátíð. En það var ekki gefist upp þótt móti blési. Heldur var slegið upp Þjóðhátíð í okkar fagra, en nú særða Herjólfsdal og hefur sá háttur haldist hér svo til árlega síðan. Það er ekki vitað um nema eitt ár frá aldamótum, sem Vestm.eyingar hafa ekki flutt búferlum inn í Herjólfsdal og haldið þar veglega Þjóðhátíð, að vndanskildum áranum frá gosi, sem olli því að Þjóðhátíð er burtræk úr Herjóiísdal um stundarsakir. Þjóðhátíðir frá 1973 hafa allar verið haldnar hér á Breiðabakka. Þótt hér sé fagurt, þykjir mörgum Eyjamanninum skiptin slæm og segjast ekki finna sig á Þjóðhátíð nema í Herjólfsdal. En um slíkt þýðir ekki að sakast. Þjóðhátíð í Vestm.eyjum fylgir alltaf sérstakur andi, sam. heldni og gleði, sem ekki mun skilja við þessa Þjóðhátíð fremur en aðrar, sem haldnar hafa verið. Þótt svo að kanski verði þessi Þjóðhátíðarandi aldrei sterkari og meiri, en þegar að hún verð- ur aftur flutt til sinna fornu heimkynna í Herjólfsdal. Ókunnugum kann að koma einkennilega fyrir sjónir, þessi bú- ferlaflutningur, sem ég minntist á áðan. Þjóðhátíð er og verður sennilega alltaf snar þáttur í athafnasömu lífi Vestm.eyinga. Á þessum hátíðisdögum fer sjómaðurinn úr sjóstakknum og bregður sér í betri fötin, landverkafólk, iðnaðarmenn leggja nið. ur vinnu, verslunarmenn geyma sinn frídag þar til á Þjóðhátíð, allir sem vettúngi geta valdið taka þátt í Þjóðhátíð. Það er dyggi- lega breytt yfir allt daglegt amstur og flutt í þess orðs fyllstu merkingu búferlum á Þjóðhátíðarsvæðið, hvort sem það er á Breiðabakka eða Herjólfsdal, og þar búið í sátt og samlyndi í eins og þið sjáið þarna í fagurri og vel skipulagðri tjaldborg á meðan þessi hátíð stendur yfir. Þegar að húma tekur og búið er að stinga hendinni ofan í homið á kofortinu í leit að brjóst. híru, hljóma hér í bland við dansmússíkina gömlu góðu lögin hans Oddgeirs, textarnir hans Ása í Bæ og Árna á Háeyri. Þegar að þessi hljómkviða blandast rómantískum logum brennunar skapast þessi innilega og sérstæða Þjóðhátíðarstemming, sem svo oft er talað um. Fyrstu árin, sem þjóðhátíð var haldin sáu ýmis félagasamtök um framkvæmdina og undirbúning allan. Um tíma sáú íþrótta. félögin hér, Þór og Týr um hátíðarhöldin saman og átti þá Þór annað árið þrjá menn í aðalnefnd og hitt árið tvo. Sama var með Tý. Síðan fóru félögin að sjá um Þjóðhátíð sjálfstætt sitthvort árið. íþróttafélagið Þór sér íyrst. eftir skiptin um Þjóðhátíð 1916 svo að við höldum með þessari Þjóðhátíð upp á 60 ára Þjóðhá- tíðarafmæli Þórs. Fimmtíu og átta sinnum hefur Þór haldið Þjóðhátíð í Herjólfsdal og nú í annað skiptið hér á Breiðabakka. Allar þessar Þjóðhátíðir hafa verið félaginu til mikils sóma og ég er þess fullviss að svo verður nú. Undirbúningur undir Þjóðhátíð er geysilega mikil vinna, sem unnin er í sjálfboðavinnu af félugunum í hvoru félagi fyrir sig, og hafa margir lagt þar til ótrúlega vinnu og fyrirhöfn. Eg ætla ekki að fara að nefna hér nöfn þessa fólks, enda yrði það langt mál og lítt tæmandi. Eins og gat um áðan er allur undirbúningur Þjóðhátíðar geysi- leg og tímafrek vinna og í mörg horn að líta svo vel fari, enda er hátíð þessi peningalegur burðarás þess félags, sem hana held- ur næstu tvö árin, svo það ríður á miklu að vel takist. Því er það mikil ábyrgð sem lögð er á herðar þeim mönnum, sem hér eru í forsvari. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim fyrir hönd fþróttafélagsins Þórs fyrir það mikla og vel unna starf, sem Framhald á 6. síðu,

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.