Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 2

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 2
2 FYLKIR ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ .Voyrgðarmaður: ?áll Schevíng. Útgefandi: S.jálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjúm. PRENTSMIÐJAN EYRÚN H F ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Rós í barminn EYJAM GRÆNKAR, ÖSKUSÁRIN GRÖA. Störf Viðlagasjóðs, eða Villa frænda, eins og Vest- mannaeyingar gjarnan nefna hann, hafa eins og önnur mannanna verk, að sjálfsögðu verið gagnrýnd bæði með rökum og án. En telja verður, að það verk, sem hann er nú að láta vinna hér í sambandi við hreinsun og upp- græðslu hljóti að verða hin laglegasta rós í barmi þess- arar stofnunar og hlýjar það Vestmannaeyingum um hjartaræturnar að horfa á fagurgrænt grasið víðsvegar um Eyjuna, bæði sunnan Helgafells og norðan, þar sem áður voru svartar öskubreiður. Sannarlega lofar verkið meistarann í þessu tilfelli og eru Eyjarnar mun hlýlegri og fegurri á að sjá, en þær voru áður en byrjað var á uppgræðslunni í sumar bæði fyrir okkur, sem hér búum og þá mörgu gesti, sem sækja okkur heim. Vigfús Ólafs- son skólastjóri skrifar í blaðið í dag ágæta grein um Vestmannaeyjar sem ferðamannastað og er það alveg án efa rétt, að Vestmannaeyjar munu í framtíðinni verða mikill ferðamannabær. Er nú þegar farið að bera á því. að ferðafólk, sem er í Hringvegs skoðunarferðum um landið, leggur lykkju á leið sína og fer til Eyja með Herjólfi. Má búast við að þetta verði fastur liður í ferðaáætlun fólks á þessari leið. Þess vegna er nauðsynlegt, að bæjar- yfirvöld komi í kjölfar aðgerða Viðlagasjóðs og láti snyrta bæinn og fegra að því leiti sem undir þau heyrir, en á því er nú mikill misbrestur. Fólkið í bænum hefur óneitanlega lagt sitt að mörkum með áberandi góðu við- haldi og málningu húsa sinna og snyrtingu lóða sinna, þannig að eftir er tekið af ferðafólki, sem hingað hefur komið. Sýnir þetta bæði hug manna til heimabyggðar sinnar og um leið góða afkomu almennings og er ekki ástæða til að ætla, að á því verði breyting í framtíðinni. Eyjarnar liggja miðsvæðis í einhverjum bestu og fjöl- breyttustu fiskimiðum sem nokkursstaðar er að finna hér við land og þó víðar sé leitað. Og þó að náttúruham- farirnar, fyrir þremur árum, hafi leikið byggðarlagið grátt, munu Vestmannaeyjar innan tíðar rísa aftur í full- um skrúða. Hafnaraðstaðan frá náttúrunnar hendi er orðin með því albesta hér á landi og framtíðarmöguleikar í því sam- bandi óteljandi og það, sem engan óraði fyrir áður, þá hefur eldgosið skapað aðstöðu til hitaveitu fyrir alla íbúa byggðarlagsins. Gerir allt þetta í sameiningu Eyjarnar enn byggilegri én þær áður voru og eftirsóknarverðan stað fyrir ferðafólk, vegna fegurðar þeirra og sérstöðu um margt umfram það sem annarsstaðar er að finna. Sorgarsðða Framhald af 1. síðu. áfram og voru þær að komast á lokastig, og þegar búið að tengja sjúkrahúsið við kerfið og ganga frá lögnum inn í nokkurn hluta húsanna, þegar núverandi bæjarstjóri gaf fyr. irmæli um að ekki mætti tengja fleiri hús fyrr en húseigendur hefðu undirskrifað skuldbind- ingu um að hlýta í einu og öllu reglugerð fjarhitunar, þar með um greiðslu heimtugargjalda og var þetta alveg nýtt sjónar. mið í málinu, þar sem ávalt hafði áður verið gengið út frá því að húsin yrðu tengd við til- raunahitaveituna húseigendum að kostnaðarlausu og án skuld- bindinga, en þeir síðan, þegar tilraunahitaveitan hefði sannað gildi sitt um nýtingu hraunhit- ans, gefinn kostur á eða látnir greiða heimtaugargjald og það verð fyrir heita vatnið, sem bæjaryfirvöld ákvæðu miðað við að búið væri að gera heild. aráætlun um hitaveitu fyrir allan bæinn og verð heita vatns ins ákveðið í samræmi við það, þannig að þeir sem á svæði tilraunahitaveitunnar búa, nytu hvorki betri né verri kjara, en aðrir húseigendur sem síðar fengju hús sín tengd við heild- ar hitaveitukerfi, sem byggt yrði upp á svo að segja ókeyp. is hitaorku frá hrauninu. Bæjarráð beit svo höfuðið af skömminni með því að leggja tú við bæjarátjórn á fundi 12. júlí s.L, að fyrsta árið yrði veittur 35% afsláttur af gjald- skrá fjarhitunar fyrir húseignir tengdar tilraunahitaveitu, „Þar sem fyrirsjáanlegt er, að ýmsir örðuleikar verða á rekstri til- raunahitaveitunnar fyrst um sinn”, eins og orðrétt segir í fundargerð bæjarráðs. Auðvit. að geta bæjarráðsmenn ekkert fyrirfram sagt um að nokkrir erfiðleikar verði við tengingu húsa á tilraunasvæðinu a.mJc. kom ekkert slíkt í ljós í sam. bandi við tengingu sjúkrahúss- ins inn á kerfið. Er því þessi bókun bæjarráðs til þess eins fallin að gera málið tortryggi. Iegt og er það því miður í fullu samræmi við afstöðu fyrrver- andi ráðamanna bæjarins. Nú hefur það heyrst að láta eigi skeika að sköpuðu hvort lokið verði við tilraunahita- veituna eða ekki, en snúa sér í þess stað að lögn aðalæðar til tengingar við fjarhitunar- kerfið vestur í hrauni. Allir sem um þetta mál hafa fjallað hafa ávaltt talið það aug Ijóst að slík framkvæmd yrði næsta skrefið, eftir að tilrauna veitan hefði sannað svo ekki yrði véfengt, að nýting hraun- hitans væri tæknilega möguleg, einföld og ódýr, og hefur þetta verið aðaltilgangur tilrauna- hitaveitunnar og þá um leið grundvöllur umræðna ráða- manna byggðarlagsins í umræð um við lánastofnanir í sam- bandi við útvegun á fjármagni til hitaveituframkvæmda fyrir allan bæinn. Og þó að tenging sjúkrabússins við kerfi tilrauna hitaveitunnar, og sú jákvæða reynsla, sem af því hefur feng- ist sé nægileg sönnun fyrir okk ur hér heimafyrir um möguleik ann á nýtingu hraunhitans, væri teflt alveg á tæpasta vaðið, að lánastofnanir, sem síðar þarf að leita til láti sér það nægja og má í þessu sambandi benda á niðurstöður forstöðumanna Raunvísindastofnunar í bréfi til iðnaðarráðuneytis og bæjar- stjórnar dags. 11. þ.m., þar sem endurtekin er fyrri ályktun þeirra, að tilraunahitaveitan sé nánast forsenda þess, að unnt verði að hita allan bæinn með hraunhita, og er þetta álit þeirra í fullu samræmi við álit forstöðumanna þeirrar verk. fræðistofu, sem hannað hafa verkið, og þarf enginn að láta sér detta annað í hug en að lánastofnanir taki niðurstöður þessara aðila til greina, þó bæj aryfirvöld geri það ekki. , Vel má vera að sagan fá 1974 eigi eftir að endurtaka sig, að aðalráðamenn bæjarins telji sig þess umkomna að hundsa álit sérfróðra manna, sem áhuga hafa á framgangi málsins, og væri það allt í lagi útaf fyrir sig, ef þetta snerti þá eina, en svo er ekki. Nýting hraunhit- ans er eitt allra stærsta hags- munamál alls almennings hér í bæ, sem þeim fyrrv. bæjar. stjóra Magnúsi Magnússyni og núverandi bæjarstjóra hefur því miður í nær fjögur ár tek- ist með athafnaleysi og þver- móðsku að tefja fyrir fram- gangi á og hafa þeir með því valdið bæjarbúum tugmilljóna ef ekki hundruð milljóna króna fiárhagstapi með þessar alveg óafsakanlegu framkomu sinni. Og það er ekki fyrr en nú þeg- ar óttinn við almenningsálitið hróflar við samvisku þeirra, að þeir að minnsta kosti á yfir. borðinu fara að sýna málinu á- huga. Og satt að segja er það undr unarefni að ráðamenn bæjar. ins skuli hafa getað horft upp á það dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, að hitaorka marg- fallt meiri en þarf til að hita upp allan bæinn rjúki upp í loftið rétt við nefið á þeim án þess að hafast nokkuð raun- hæft að, á sama tíma og sveita. stjórnarmenn annarsstaðar leggja allt kapp á nýtingu hugs- anlegs jarðvarma hver hjá sér, jafnvel þó að þeir þurfi að sækja hann í tugikílómetra fjar lægð, og eyða tugum milljóna króna f jarðboranir og hafa þó aldrei fyrirfram vissu um hvort boranimar beri árangur eða ekki.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.