Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 3

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 VIGFÚS ÚLAFSSON: Ferðomannaliier Nokkrar eyjar í heiminum eru öðrum frægari vegna sér- stæðra náttúru, sem þar finnst en hvergi annars staðar í íieiminum alveg eins. Er þá ýmist, að eyjarnar öðlast frægð sína af stórbrot- inni náttúrufegurð eða einhverj um smágerðum undrum, eða þá dýralífi, sem hvergi finnst eins í víðri veröld. Má þar nefna Galapagoseyjar, sem hafa verið alfriðaðar fyrir manna- byggð, með krabbadýrum sín. um og eðlum, Alentaeyjar með selastofn sinri og Eldlandseyjar fyrir selategundir og fugla. Eru svæði þessi öll minnisstæð vegna ágætra mynda, sem sýnd ar hafa verið af þeim í sjón- varpinu. Öll þessi svæði eru svo langt frá Evrópu, að þau verða ekki ferðamannastaðir þaðan, nema fyrir Filippus hertoga og vís- indamenn, sem efni hafa á að líta þessi undur. Aðrar eyjar á Kyrrahafi þarf ekki að minn- ast á vegna fjarlægðar. En hvað um Evrópu? Þar er í raun, vegna þéttbýlis varla nokkur staður, sem verður sóttur vegna sérstæðs dýralífs. Á leið í úieyjar. Fróðlegt væri að bæði fyrr- verandi bæjarstjóri og núver- andi gerðu almenningi grein fyrir hvers vegna ekki var þeg- ar fyrrihluta árs 1974 hafist handa um undirbúning að nýt- ingu hraunhitans, eftir að fyrsta tilraunin, sem gerð var sýndi greinilega að tæknilega séð var nýting hans mjög auðveld. Bæj arbúar eiga fullan rétt á svari við þessu, þar sem þeir hafa alla tíð síðan og verða enn í dag að greiða um 200 milljónir kr. á ári í kyndingarkostnað húsa sinna og verða eins og ráðamenn bæjarins að horfa daglega á nægjanlega ókeypis hitaorku rjúka óbeislaða upp úr hrauninu. Guðl. Gíslason. Að vísu sækja fuglafræðing- ar svo til Mývatns árlega, að það er fullbókað á hótelin snemma árs yfir allt sumarið, enda er þar stærsta andabyggð í heiminum og fleiri tegundir en á nokkrum öðrum stað. Eyjar, sem eru sóttar af ferða mönnum í Evrópu vegna nátt- tírufegurðar eru helst á Mið- jarðarhafi, Kaprí Ibiza, Rhod- os, Korsíka, svo nokkrar séu nefndar. Hvergi hef ég séð spænsku eyjarnar nefndar í sambandi við náttúruundur, heldur eru þær sérstaklega búnar tækjum og tækifærum af bisnessmönnum fyrir sól- dýrkendur eða þá, er hafa ánægji’. af að sjá kvenfólk striplast í sólskini eða finna hve gullnar veigar renna ljúf- lega niður. Að öðru leyti lætur þetta fólk sér yfirleitt iægja að sjá einn ferkm. af hinum stóra heimi. Vitanlega neitar enginn að þetta er holt fyrir fólk úr sólarlausu landi. Atlandshafseyjar Spánar sem liggja sunnar, eru á sama hátt notaðar af norðurlanda. búum nóv. — mars, en þá er þar sem hiti og bestur verður hér við norðurheimskautsbaug í júlí. Nú halda heilu fjölskyld. urnar jól á Kanaríeyjum. Auð- vitað er hver sjálfráður hvort hann er kristinn þessa daga í Landakirkju eða í veislusölum, úr því hann hefur svo mikið af þeim þétta leirnum. Á sama hátt og menn kaldtempraðra belta sækja suður, fara sunn- anmenn norður á sumrin. Margt af þessu fólki kemur með skemmtiferðaskipum. Er þá fyrirfram búið að skipuleggja viðkomustaði og dvalartíma á hverjum stað. í janúarmánuði 1973 urðu Vestmannaeyjar fræg er og breiddist frægð þeirra um allan heim á næstu þrem mánuðum. Allir vita, að slík varð frægð Heimaeyjar, að síð- an hafa menn af öllum þjóð- löndum sótt þær heim og vart mun sá kynflokkur til, sem hér hefur ekki átt fulltrúa. Þetta fólk hefur farið um hraunið með leiðsögumönnun. um Pét.ri flæmska eða Páli og dvalið þar einn til tvo tíma. Ef dagur hefur enst vel hefur síðan verið farið hringferð um eyna. Forvitni fólks að sjá þessi undur er skiljanleg þegar haft er í huga að þetta er annað sinn í veraldarsögunni, sem eld gós hefur komið upp í manna. byggð, en hið fyrsta var er Vesuvíus sökti Pompei árið 79 e.Kr.. En er ekki hægt að gera Eyj- arnar að meiri ferðamannastað en einsdags? Það er viðurkennt, að ísland verður lengi viðkomustaður milli Evrópu og Ameríku og ótrúlegur grúi fólks fer hér um. Vegna þeirra auglýsingar, sem Eyjarnar hafa hlotið, þyrfti að hefja stórfellda her- ferð til að bæta þar um og aug- lýsa þær sem sérstakar sjó- fuglaeyjar þar sem náttúru. unnendur gætu dvalið líkt og við Mývatn. Þá mætti líka bjóða uppá sportfiskveiðar, frekar en gert hefur verið. Það er leitt, að útlendingar skuli aðeins kynnast þessu svarta sári Heimaeyjar, en ekki fá tækifæri til, að kynnast því iðandi lífi sem er aðaleinkenni þessara fögru eyja, þessa svæð- is sem er öðrum grænna á öllu íslandi. Á sínum tíma höfðu náttúruverndarmenn nokkurn hug á að alfriða Hell- isey og láta fuglalíf hennar þró- ast að vild. Þá var byrjuð súlu- byggð upp á eynni. Frá þessum árum er hluti af heimsfrægri fuglamynd, tekin af kvikmyndatökumanni frá Walt Disney í Hellisey (aðal- lega af súlunni). Nú á bærinn allar eyjarnar og það er hans verkefni að auka arð af eign sinni. Á sumr. in eru vaskir menn í öllum út. eyjum og væri hægurinn nærri að nota fræknleik þeirra til að koma útlendinum á bragðið, á að njóta þessarar sérstæðu nátt úru, sem sannarlega ræður yf- ir þeim ægimætti til heilbrigðs lífs, að hún getur fengið unn. endur sína til að rísa úr kör- inni og mæta heilir til leiks við þann rauðnefjaða prófast. Það er einhver seiðmáttur í úteyja- Jífinu að geta dregið menn til sín hvert sumar í hálfa öld. Það þarf að kenna útlending- um að líta og finna brot af þeirri dýrð. Fyrir utan hinar heimsfrægu kvikmyndir, sem fslendingar tóku af gosinu, hafa Kvikmenn verið leiðsögumenn um frásögn og heppilega staði fyrir erlenda myndasmiði. Þannig var Páll Steingrímsson með þeim, sem frægasta náttúrufræðitímarit heimsins National Geographic sendi og í júlí hefti þess 1973 birtist ágæt grein og myndir. Þá stendur til að þetta frábæra rit birti nú frásögn og myndir af Eyjunum eftir gosið og þeirri uppbyggingu, sem hér hefur farið fram. Þannig hafa fleiri einstklingar unnið að frægð þessara fögru eyja. En það þarf meira til. Það þarf að vera til staður, svolítið af því hugmyndaflugi, sem hér áður einkendi Eyjamenn, er þeir urðu fyrstir til að reisa vél knúið frystihús á landi hér, lögðu á eigin spýtur sæsíma. streng til Eyja, keyptu fyrsta björgunar og varðskipið til landsins, byggðu fyrsta hrað- frystihúsið, sem var upphafið að Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna og alls þess þíðingarmikla fiskiðnaðar. Og þótt undarlegt kunni að þykja núna voru upphafsmenn alls þessa, nær allir innfæddir Vestmannaeying_ar, Það væri veröugt verkeim fyr ir einbvern af hugsjónamönn- um bæjaryfirvalda að hleypa af stokkunum____áróðursherferð. Framhald á 4. siðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.