Fylkir


Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 8

Fylkir - 28.08.1976, Blaðsíða 8
8 FYLKIR NEÖAN Sumri er tekið að halla, og er þá þessi sumarvertíð bátanna senn á enda, eða 15. sept. n.k. Segja má að í heild hafi sumarið verið hagstætt bátaflotanum. Trollbátarnir eru yfirleitt með mjög góðan afla, og sumir alveg með ágætum. Er langt síðan afli hefur verið svo góður í trollið að sumarlagi. Um humarbátana er það að segja, að vertíðin sem endaði núna í byrjun ágúst var í lakara lagi. Veðráttan til þessara veiða var með eindæmum, einkum framan af veiðitímabilinu. Ekki hægt að bleyta troll svo dögum jafnvel vikum skipai. Áhyggjuefni er hve humarinn er smár sérstaklega þó hér á heimamiðum. Virðist humarinn fara smækkandi ár frá ári. Kemur áreiðanlega mjög til álita hvort ekki ætti að loka ákveðnum svæðum fyrir humarveiði að ári, svo sem Háfadýpinu, þar sem ekkert fæst nema örsmá kvikindi. NETAVEIÐI: í sumar hafa 3 bátar verið á netum. Sæbjörg, Berg. ur og Árni í Görðum. Tveir þessara báta eru hættir a.m. í bili, en einn er ennþá að. Veiðar þessar hafa gengið mjög erfiðlega, svo ekki sé meira sagt. Afli hefur verið alveg sáratregur og er sýni- legt að þessi tilraun, netaveiði að sumrinu, hefur misheppnast. Er illt til þess að vita, þar sem full þörf hefði verið á því að dreifa flotanum meira á önnur veiðarfæri en blessað trollið. REKNET: Sjómenn hafa látið mikið af því að mikið væri um síld hér við Eyjar og eitt er víst að nú fyrir fáum dögum lagði ein trilla smá stubba austan við Urðavitann og fékk alveg mok- veiði. Ekki er ég alveg „klár á” hve margir hugsa sér til hreyf- ings á þessu hausti í sambandi við síldveiðar, en eitt veit ég, að einn bátur Danski Pétur ætlar á reknet. KLAKKUR: Svo sem kunnugt er eiga Hraðfrystistöðvarnar hér, skuttogara í smíðum í Póllandi. Er smíði togarans vel á veg komin og er fyrirhugað að skipið verði sjósett 25. eða 26. þ.m. í upphafi var reiknað með að togarinn kæmi hingað fyrir n.k. áramót, en ekki er víst að svo geti orðið, þar sem óvæntir erfið- leikar komu upp í sambandi við aðalvél. Stöðvarnar hér eru í samfloti með aðiljum á Stokkseyri og Sandgerði um smíði 3ja togara í Póllandi. Er um þrjú skip að ræða, öll nákvæmlega eins að öllum búnaði. Skyldu Stokkseyringar fá fyrsta skipið, en Eyja- menn annað. Vélaerfiðleikarnir komu upp í aðalvél í skipi þeirra á Stokseyri. Pessir erfiðleikar hafa nú verið yfirunnir, en eigi að síður kann þetta að valda því að afhendingartími skipanna kann að breytast og lengjast eitthvað frá því sem ráð var fyrir gert í upphafi. NÝR BÁTUR bættist í Eyjaflotann í byrjun ágúst, Kap IT. VE 4 Eigandi bátsins er Bessi s.f., en að því standa Einar Ólafsson skipstjóri og Ágúst Guðmundsson, vélstjóri, báðir búsettir hér í Eyjum. Kap var byggð í Garðabæ 1967, en lengd og yfirbyggð 1972 og 1974. Aðalvél bátsins er 660 hestafla af tegundinni Stork, ganghraði um 11 mílur. Ljósavélar eru tvær samtals 120 hestöfl, riðstraumum 380/220 volt. Kap er búin öllum nýjustu siglinga. og fiskileitartækjum og hefur bátur, vél og öll tæki reynst ágæt- lega, en Kap er farin til Síldveiða í Norðursjó og er búin að landa tvisvar. Skipstjóri á Kap er Guðni Ólafsson. Fylkir óskar eig- endum og skipshöfn til hamingju með gott skip. Guð og gæfa fylgi Kap II. hvert sem leið liggur á ókomnum árum. B. G. 88 » 88 * 88 86 Börn fædd 1970 Vegna komu Harðar Porleifssonar, augn- læknis í byrjun sept., eru foreldrar beðnir að koma með börn sín er hefja nú skólagöngu í sjónpróf í Heilsugæzlustöðina sem hér segir: Mánudaginn 30. ágúst: Börn fædd jan. — maí kl. 9 — 11.30 Börn fædd júní — sept. kl 13 — 15 Föstudaginn 3. september: Börn fædd okt. — des. kl 9 11.30 ATH.: Að börn, sem þegar eru undir eftir- liti hjá augnlækni þurfa EKKI að koma. Skólah júkrunarkona. 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 i 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 38 88 88 38 38 88 EiMSKIP TILKYNNIR: Móttaka á flutningi til Vestmannaeyja verður framvegis á þriðjudögum og til hádegis á míð- vikudögum í A skála við Miðbakka í R.vík. Afgreiðsla Eimskip, Vestmannaeyjum Símar: 1053 og 1054 86 86 86 86 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 38 88 38 88 38 38 38 88 FRÁ 0G MEÐ 1. SEPTEMBER N. K. Verður skrifstofa vor að Strandvegi 47. Gunnar Ólafsson & Co HF. Afgreiðsla Eimskips, Vestmannaeyjum 86 » 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 38 88 88 88 88 88 38 88 38 38 38 38 88 88 38 38 38 38 24o/o ÚTSVARSGREIÐENDUR ATHUGIÐ Dráttarvextir þeir, sem nú eru lagðir á gjaldfallnar útsvarsskuldir yðar, geta numið allt að 24% á ári eða sem svarar 24.000 kr. á 100 þús. kr. útsvarsskuld. Áfallnir dráttavextir falla EKKI niður, þótt gert sé upp fyrir áramót. Það borgar sig því ekki að skulda útsvarið. Bæjarsjóður Vestmannaeyja Útsvarsinnheimta 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 38 38 38 38 38 LAUS STAÐA. 88 86 86 86 88 86 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 86 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 Hér með er staða starfsmanns á Skatt- stofunni auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist Skattstofunni eigi síðar en 31. ágúst n.k. Vestmannaeyjum 28. júli ly/o. SKATTSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM 88 86 86 88 88 86 88 86 88 88 88 88 88 88 88 * 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 §8 38 88 88 38 38 38 38 FRÁ SJÚKRAHÚSINU Starfsstúlkur óskast í eldhús frá og með 1. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir bryti, sími 1955.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.