Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 19. maí 1955 Hundruð milljóna um allan heim undirrita Vinarávarpið Allt mannkyn sameinisf um krofuna um bann wð kjarnorkuvopnaframleiSslu Um allan heim er nú verið' að safna undirskriftum undir Vínarávarp Heimsfriðarhreyfingarinnar um bann við kjarnorkuvopnum. Undirskriftasöfnunin gengur framar öllum vonum og er þegar fyrirsjáanlegt, að mun fleiri muni undirrita ávarpið en skrifuðu nafn sitt undir Stokk- hólmsávai’p hreyfingarinnar, enda verður stöðugt fleiri mönnum ljóst, að tortíming bíður mannkynsins, ef kjarn- orkuvopn verða notuð í styrjöld. Áróðurinn um að Heimsfrið- skriftasöfnunin er nýlega hafin arhreyfingin sé aðeins tæki í höndum kommúnista og að bar- átta hennar gegn stríði og ger- eyðingarvopnum sé í þágu þeirra einna verður stöðugt á- hrifaminni, enda má það öllum vera ljóst, að kjarnorkudauð- inn mun ekki gera neinn grein- armun á fólki eftir stjórnmála- skoðunum. A breiðum grundvelli I>ess vegna styðja nú undir- skriftasöfnunina þekktir menn úr öllum stjórnmálaflokkum og stéttum. 1 Svíþjóð hafa þannig t.d. margir kunnir sósíaldemó- kratar hvatt fólk til að undir- rita ávarpið, þ.á.m. varafor- maður sænska Alþýðusambands- ins og margir verkalýðsleiðtog- ar. í Gautaborg hafa nú þegar um 30.000 manns undirritað á- varpið. I Noregi standa fyrir undir- skriftasöfnuninni einn kunnasti fræðimaður sósíaldemókrata, fyrrv. stórþingsmaður Jacob Friis, og dómprófasturinn í Osló, Ragnar Forbech. Er páfinn kommúnisti? I Vestur-Þýzkalandi hófst undirskriftasöfnunin með ráð- stefnu í Duisburg, þar sem margir kunnir kennimenn, bæði kaþólskir og mótmælendur, tóku þátt. Einn kaþólskur ræðumað- ur, sagði ráðstefnunni, að hann hefði skrifað páfanum og spurt hann, hvort hann ætlaði að fylgja eftir fordæmingu sinni á kjarnorkuvopnum og fyrirskipa öllum kaþólskum mönnum að vinna gegn kjarnorkustyrjöld. Hann bætti við: „Sé ég sakaður um að vera kommúnisti, af því að ég vinn á móti kjarnorku- vopnum, þá segi ég, að þá hljóti páfinn einnig að vera kommún- isti“. Mikill fjöldi undirskrifta í Frakklandi og ítalíu í engum löndum Vestur-Ev- rópu var árangurinn af söfn- un undirskrifta undir Stokk- hólmsávarpið jafn góður og í Frakklandi og Italíu, en allar horfur eru á að miklu fleiri Frakkar og Italir muni nú und- irrita ávarp Heimsfriðarhreyf- ingarinnar. Nefnt er sem dæmi, að á fyrstu tveim vikum undir- skriftasöfnunarinnar rituðu 323.470 menn nöfn sín undir Vínarávarpið í Flórensfylki á Italíu. Bandungráðstefnan móti k ja rno rk uvop num Nokkur önnur dæmi: í Sýr- landi hafa 83 af 140 þingmönn- um undirritað ávarpið, í Pól- landi hafa meira en 20 milljónir undirritað það og í Kína rúm- lega 400 milljónir, þ.e. ailt full- orðið fólk í landinu. Undir- hreyfingin setur fram í Vínar- í Sovétríkjunum og söfnuðust 6 ' ávarpinu. Mleiaiens á, .Sámsstöðum sexíngi&i' Klemens Kristjánsson til- raunastjóri á Sámsstöðum í Fljótshlíð varð sextugur 14. þ.m. Hann er fæddur í Þverdal í Aðalvík. Foreldrar hans voni Bárður K. Guðmundsson bóndi þar og fyrri kona hans: Júdit Þorsteinsdóttir. Hann stundaði nám í búfræðum í Danmörku og Noregi frá 1916 til 1923, og gerðist þá aðstoðarmaður í Gróðrarstöðinni í Reykjavík. Hann varð tilraunastjóri í korn- rækt á Sámsstöðum 1927, og hefur verið það óslitið síðan. Er hann löngu þjóðkunnur fyrir til- raunir sínar og árangur þeirra, óbilandi áhuga á kornrækt á Is- landi og hverju því er mætti verða íslenzkum landbúnaði til þrifa. Hefur hann einnig ritað Leiðtogar komm- ánista í Japan handteknir Lögreglan í Tokíó handtók í síðustu viku einn helzta leiðtoga japanskra kommúnista, Hiroshi Hasegav/a, sem hefur farið liuldu höfði síðan árið 1950, þegar bandaríska herstjórnin fyrirskipaði handtöku hans. Tveir aðrir af níu manna mið- stjórn flokksins, Yosri Oshiga og Saneki Matsumoto, höfðu áð- ur verið handteknir. margt um þau efni, m.a. samið fjölda vísindalegra skýrslna um tilraunir sínar. Klemens á Sámsstöðum er landnámsmaður á 20. öld. I til- efni afmælisins mun honum ber ast mörg góð kveðja. Þó verður brautryðjendastarf hans metið þeim mun meira sem lengra líður. Félag raflínu- manna vinnur að kjarasamningum Félag raflínumanna, sem var stofnað á Selfossi 13. f.m., hélt framhaldsstofiifuiid hér í bæn- um s.I. sunuudag. Fundurinn samþykkti lög fyr- ir félagið og kaus eftirtalda menn í stjórn: Þórir Daníelsson formaður, Stefán Jónsson vara- formaður, Loftur Magnússon ritari, Guðmundur Hannesson gjaldkeri og Bjarni Árnason að- stoðargjaldkeri. Varastjórn: Sverrir Bjarnfinnsson, Jakob Jakobsson og Lúðvík Davíðsson. I trúnaðarmannaráð, auk aðal- stjórnar, voru kosnir Lúðvík Davíðsson og Sverrir Bjarn- finnsson. Félagið liefur undirbúið kaup- og kjarasamninga og er nú unn- ið að samningum við Rafveitur ríkisins. Adda Bára Sigfúsdóttir kosin formaður ÆFR Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík var haldinn í fyrrakvöld. Kosin var ný stjórn, og er Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfrœðingur formaður hennar. Aðrir í stjórn eru: Sigurjón Einarsson varaformaður, Magn- ús Sigurjónsson gjaldkeri, Gísli milljónir undirskrifta í Moskva og nærsveitum fyrstu þrjár vik- ur aprílmánaðar. I Asíu má búast við mjög góðum árangri af söfnuninni, þar sem Bandungráðstefna 29 Asíu- og Afríkuríkja samþykkti ályktun, sem hafði að geyma sömu kröfurnar og Heimsfriðar- Adda Bára B. Björnsson ritari. Meðstjórn- endur: Ólafur Thorlacius, Karl Árnason, Ólafur Jóhannesson. Varastjórn skipa: Vilhelm Ing- ólfsson, Jóna Þorsteinsdóttir og Eggert Jósefsson. í upphafi fundarins gaf frá- farandi formaður, Brynjólfur Vilhjálmsson skýrslu um starf- ið á liðnum vetri, en það hafði verið mjög fjölþætt. Hinnar nýju stjórnar bíða mörg verkeíni, og efnir hún væntanlega til félags- fundar í Tjarnargötu 20 áður en langt um líður: en nú um s.l. helgi fluttu Sósíalistaflokkur- inn og Fylkingin bækistöðvar sínar þangað. Á fundinum flutti Einar OI- geirsson snjalla ræðu um stjórn- málaviðhorfið í dag, og Jónas Hallgrímsson ræddi um þróun- ina er leiddi til verkfallsins mikla. Guðmundur Magnússon verk- fræðingur skýrði frá undirbún- ingnum undir heimsmótið í Var- sjá, en hann er nú í fullum gangi. Rajniisóknarnelndin liefesr feiagid letfkilsverðar iipplýs- ingar vam okurstarlsemina Nefnd sú sem Alþingi kaus til þess aö rannsaka okur- starfsemi hefur sem kunnugt er snúið sér til almennings og beðið þá sem lent hafa í okraraklóm að skýra nefnd- inni frá reynslu sinni. Hafa allmargir menn þegar snúið sér til nefndarimiar og gefið henni mikilsverðar upplýs- ingar inn okurstarfsemina 1 bænum og einstaka okrara. Menn geta bæði snúið sér til nefndarinnar bréflega og munn- lega, en hún hefur viðtalstíma í Alþingishúsinu á föstudögum kl. 6—7. Nefndin benti á það í upphafi að okurvextir eru bann- aðir með lögum, allir samningar um slíkt eru ógildir, og hafi okur verið greitt ber skuldareig- anda að endurgjalda skuldara þá fjárhæð sem ranglega hefur ver- ið höfð af honum. Þá var einn- ig á það bent að ekki er sak- næmt að hafa tekið fé að lání með okurkjörum, og sjálfsagt er að menn veiti nefndinni upp- lýsingar um okurstarfsemi, þótt skjallegar sannanir séu ekki fyrir hendi. Dýrt egg Frægt málverk eftir spænska málarann Velasquez „Gömul kona að sjóða egg“ var fyrir nokkrum dögum selt listasafni Skotlands fyrir 57.000 sterlingspund eða um 2.6 millj. ísl. kr. Það er hæsta verð, sem nokkurt listasafn í Bretlandi hefur greitt fyrir málverk. Morgunbloðið jótor oð Norðmönnum sé seldur íslenzkur úrv alssaltfiskur! Hvernig gefur SÍF skýrt slik vi&skipfi út frá hagsmunum Islendinga? Morgunbl. játar 13. maí s.l. að saítfiskhringurinn sé nú aö senda úrvals-saltfisk til Noregs, til þess aö keppinautar okkar þar geti fullverkað hann, bætt framleiðslu sína með honum, flutt hann síðan út sem norskan fisk og keppt þannig við íslendinga á saltfiskmarkaðnum. Segir blaðið að sú „afskipun, sem fór frá Vestmannaeyjum nú fyrir skömmu, séu eftirstöövar áf síðasta árs samningi," og er svo að sjá að blaðið telji það einhverja afsökun að samið hafi verið um söluna í fyrra! Þessi viðskipti físksöluhrings- ins eru margfalt hneyksli, þótt þau séu að vísu í fyllsta sam- ræmi við aÓrar starfsaðferðir Richards Thors og Co. Með þeim erii hagsmunir íslands skertir á mörgum sviðum: 1) Fiskurinn er ekki fullverk- aður áður en hann er seldur úr landinu og þannig eru íslend- ingar sViptir' atvinnu. 2) Áf þessum ástæðum er fiskurinn seldur fyrir lægra verð en ella myndi og gjald- eyristekjurnar verða minni. 3) Stærsti og bezti saltfisk- urinn er valinn handa Norð- mönnum, þannig að framleiðsla okkar verður þeim mun lakari og selst fyrir lægra verð — einnig sá fiskur sem seldur er héðan beint til markaðsland- anna. 4) Norðmenn fá bætta að- stöðu í samkeppninni við okk- ur, og bitnar það áð sjálfsögðu á framleiðslu okkar, markaðs- öflun og útflutnihgstekjum. Annarlég sjónarmið. Það hljóta að vera mjög annar- leg sjönarmið er stjórna slíkum vinnúbrogðum og sízt af öllu íslenzkir hagsmunir. SlF hefur selt óverkaðan íslenzkan salt- fisk á þennan hátt oftsinnis áður, bæði til Noregs og Fær- eyja. Ekki er fullkomlega ljóst hvað veldur; hitt er hins veg- ar staðreynd að Hálfdán Bjarna son, umboðsmaður SlF á Ital- íu, hefur einnig tekið að sér að selja færeyskan og norskan og „danskan“ saltfisk þar í landi (Esbjerg-sölurnar al- ræmdu) og oft haft slíkan fisk á boðstólum þegar hann hefur haldið því fram við íslenzka framleiðendur að íslenzkur fisk- ur væri óseljanlegur. Þarna eru auðsjáanlega hagsmuna- tengsl sem þola ekki dagsbirt- una og færa eflaust íslenzkum einokunarbröskurum stórfelld- an gróða, þótt þjóðin tapi.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.