Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 12
Helgi Benediktsson í Eyjum dæmdur í 250 þús. kr. sekt 132 þús. króna ólöglegur ágóSi gerSur ijpptœkur ásamt vóxtum Einar Arnalds, borgardómari, kvaö í fyiTd. upp dóm í máli kr ákæruvaldsins gegn Helga Benediktssyni í Vestmanna- eyjum. Var Helgi dærndur til aö greiöa fjóröung milljónar í sekt til ríkissjóös og 1 12 mánaöa varðhald til vara. Þá var honum gert aö greiöa ríkissjóöi upptækan ólöglegan ágóða tæpar 132 þús. krónur ásamt 6% ársvöxtum, svo og allan sakarkostnað. Mál þetta, sem höfðað var gegn Helga Benediktssyni fyr- ir margskonar verðlagsbrot ofl., er orðið geysiumfangsmikið enda hefur það staðið j-fir í 6 ár. Forsendur dómsins, sem kveðinn var upp í fyrrad., eru mjög langar og ítarlegar, tals- vert á annað hundrað vélritað- ar fólíósíður, en málsskjölin fylla marga þykka kladda. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, skipaði í upphafi sérstakan dómara, Gunnar A. Pálsson, til að fara með málið gegn Helga, en Hæstiréttur úr- skurðaði i vetur að hann yrði að víkja sæti og var þá Einar Arnalds borgardómail skipaður setudómari. Niðurstaða dóms hans er svohljóðandi: „Dómsorð: Góður afli í Hornafirði Höfn í Hornafirði. Frá fréttaritara Nýja tímans Afli hefur verið góður hér síðustu dagana eftir aflaleysi um nokkurt skeið, og gera menn sér vonir um að vorhlaup sé að koma. Hafa bátarnir fengið 18—20 skippund í róðri síðustu dagana. Lægsti báturinn er Hvanney, sem hefur rúmlega 900 skippund eftir vertíðina. Hæsti báturinn er Gissur hvíti með rúm 1100 skippund. Mikill kuldi hefur verið hér síðustu dagana, 3—4 stiga frost á næturnar og pollar hemaðir á morgnana. Frostlag í jörðu er enn um það bil hálft fet. Hásetalilaitir 40-50 þíis. kr. Sandgerðisbátar haida enn á- fram róðrum og er afli sæmi- legur. Hæstu bátarnir, Muninn II, Sandgerði og Viðir frá Garði, eru komnir með um 1880 skp. á vertíðinni. Hásetahlutur á þessum bátum mun vera 40—45 þús. kr. Ákærði, Helgi Benediktsson, greiði kr. 250.000.00 í sekt til ríkissjóðs, og komi varðliald í tólf mánuði í stað sektarinnar, \erði liún eigi greidd innan 4 \ikna frá birtingu dóms þessa. Ákærður greiði ríkissjóði upp- tækan ólöglegan ágóða, kr. 131.782.85 ásaint 6% ársvöxt- um frá 1. júlí 1950 til greiðslu- dags, innan 15 sólarhringa frá birtingu dóms þessa. Ákærði greiði allan sakar- kostnað, þar með taliu máls- varnarlaun skiþáðra verjenda sinna, Sigurðar hrl. Ölasonar 60.000.00 og Jóliannesar hdl. Elíassonar kr. 1200.00. Sigurður hrl. Ólason greiði 300 króna sekt í ríkissjóð, og komi 2 daga varðhald í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Framangreind ummæli hans skuiu vera ómerk. Dómi þessuin skal fuilnægja með aðför að lögum“. Því má bæta yið hér, að ummæli þau, sem Sigurður Óla- son hæstaréttarlögmaður er 'dæmdur fyrir hafði hann uppi við rekstur málsins og máls- varnarlaunin, sem honum voru dæmd munu vera þau hæstu er dæmd hafa verið í nokkru opinberu máli hér á landi. Til samanburðar má geta þess, að NÝI TÍMINN Fimmtudagur 19. maí 1955 15. árgangur — 17. tölublað V.-Þýzkaland gerir kröfur á Husturríki Fyrsta frumkvæði ríkisstjómar Vestur-Þýzkalands í ut- anríkismálum eftir aö hún öölaðist fullveldi fyrir atbeina Vesturveldanna er að bera fram kröfur á hendur ná- grannaríki sínu Austurríki. Gústav A. Sveinsson hrl. hlaut maí s l- e 40 þús. króna laun í Hæsta- Þjóðverjar rétti fyrir flutning olíumálsins. Frá því var skýrt 16. þ. m. í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýzka- lands, að stjórnum Vesturveld- anna hefðu verið sendar orð- sendingar þar sem vesturþýzka ríkisstjórnin krefur þær skýring- ar á, hverju það sæti að þær skuli hafa samþykkt ákvæði friðarsamningsins við Austur- ríki um ráðstöfun þýzkra eigna þar í landi. I samningnum, sem var undirritaður í Vínarborg 15. mælt svo fyrir að sem áttu eignir í Austurríki skuli fá allt að 10.000 Verklýðsflokkarnir telja olíu- einkasölu nauðsynlegt stórmál Gylfi Þ. Gíslason og Karl Guðjónsson birtu sameig- inlegt nefndarálit um frumvarp Alþýðuflokksins Eitt af þeim málum, sem stjórnarflokkamir fengnst ekki til aö afgreiða úr nefnd var frumvarp AlþýÖuflokks- manna um olíueinkasölu. — Fulltrúar verkalýðsflokk- anna í fjárhagsnefnd neðri deildar skiluðu sameiginlegu áliti um frumvarpið og mæltu með því. Er nefndarálit þeirra á þessa leið: Frumvarp þetta var flutt á öndverðu þessu þingi af þing- mönnum Alþýðuflokksins í neðri deild. Meiri hluti nefndarinnar, þ. e. fulltrúar stjómarflokk- anna, hefui* ekki viljað taka afstöðu til þess. Við undirrit- aðir teljum hins vegar, að hér sé um hið nauðsynlegasta stór- mál að ræða. Fram á það hef- ur oftsinnis verið sýnt í um- ræðum um þetta mál, enda augljóst, að innkaup, flutning- ar og dreifing á vörum eins og olíum og benzíni gætu orðið þeim mun ódýrari og hagkvæm- i ari sem um stærri rektur væri að ræða og þá auðvitað hag- kvæmast að hafa þessa verzlun alla á einni hendi. Nú um nokkurt skeið hefur ríkisstjórn- in, svo sem kunnugt er, keypt alla þá olíu, sem landsmenn nota, á einum stað, i Sovétríkj- unum, en flutningar og dreifing er þó í höndum olíufélaganna. Aukinn skriður á undirskriítasöínuninni 22 undirskrifiir fró Hofsósi - 49 úr Egilsstaðaþorpi Undirskriftasöfnunin að Vín- arávarpinu heldur áfram með auknum hraða. Fyrir utan að listar berasi' stöðugt úr Reykja- vík koma nú einnig á hverjum degi til íslenzku friðarnefndar- innar undirskriftir utan af landi. Sem dæmi má nefna að kona á Ilofsósi sendi nýlega úrskrif- aðan lista með 22 nöfnum og bað um að láta senda séy tvo lista til viðbótar. Úr Egilstaða- þoi-pi kornu einnig nýlega 49 undirskriftir sem ein kona lief- ur safnað, og fylgdu með 100 kr. Tveií listar bárust frá Akur- eyri með 40 nöfnum og 60 kr. til styrktar söfnuninni. Piltur i Grindavík sendi llsta með 26 nöfuum o. s. frv. Það, að innkaupin eru komin á eina hönd, styður þá skoðun, að rétt væri, að ríkisvaldið tæki öll þessi viðskipti að sér. Enginn vafi er á því, að verð- lag á olíum og benzíni er ó- þarflega hátt og að atvinnuveg- ir landsmanna gjalda á þann hátt ónauðsynlegan skatt til gróðafélaga. I verkfalli þvi, sem nú er nýafstaðið, og með verðhækkunum þeim, sem olíu- félögin hafa auglýst á veittri þjónustu nú fyrir skemmstu, hafa þau enn á ný sýnt á sér það snið, að hagsmunum at- vinnuveganna og almennings væri tvímælalaust betur borgið, ef xíkisvaldið tæki þennan rekstur í sínar hendur. dollara bætur fyrir þær en það sem þar er framyfir skuli falla bótalaust í hlut austurríska rík- isins. Frá því stjórn Hitlers sölsaði Austurriki undir sig vann hún markvisst að því að ná undir þýzka aðila atvinnufyrirtækjum í Austurríki og var svo komið í stríðslok að Þjóðverjar áttu þar flestar stórverksmiðjur, nám- ur og olíulindir. Sendifulltrúi Vestur-Þýzka- lands í Vínarborg var strax lát- inn skýra austurrísku ríkis- stjórninni frá vanþóknun vestur- þýzku stjórnarinnar á ákvæðum friðarsamningins um þýzkar eignir í Austurríki og lýsa yfir að Vestur-Þýzkaland áskilji sér rétt til skaðabóta. I iiöfuðborgum Vesturveldanna létu embættismenn þegar í Ijós undrun yfir framkomu vestur- þýzku ríkisstjórnarinnar. Bentu þeir á að hún hefði í Parísar- samningnum skuldbindið sig tii að hlita ákvæðum friðarsamn- ingsins við Austurríki um þýzk- ar eignir þar í landi. Nú þarf lögregluþjón á Höfn í Homafirði! Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra undirbýr hernámið Höfn í Hornafirði. Frá fréttaritara Nýja tímans. Ríkisstjómin sendi nýlega lögregluþjón hingaö, og mim það hugsað sem undirbúningur undir hernámið. Lögregluþjónninn er af Kefla- vikurflugvelli og mun heyra undir lögreglustjórann þar. Er ætlunin að ’lögregluþjónn ’dvelj- ist hér til frambúðar en manna- shipti munu eiga að Verða mán- aðarlega. Búist er við að hernámsliðið flytjist í stöðvar sínar hér eystra í júlí í sumar og er talið að það verði hátt á annað hundrað manns. Þrjú stór íbúðarhús eru þegar tilbúin að mestu. Hús rad- arstöðvarinnar sjálfrar er einnig að mestu komið upp en vélamar eru ókomnar enn. Mál séra Ingimars enn ókomið til sakadómara Sagt oð s/óðjburrð/n reynist þeim mun meiri sem lengra er skyggnzt Nýi tíminn haföi í gær tal af Valdimar Stefánssyni saka- dómara og spuröist fyrir um þaö hvort hann heföi fengiö 1 hendur mál séra Ingimars Jónssonar skólastjóra. Kvaó hann þaö ekki vera. Málið er þannig ennþá strand- að í ráðuneytum Bjarna Bene- diktssonar menntamála- og dóms- málaráðherra. Hefur Nýi tíminn haft spurnir af því að endur- skoðendur stjórnarráðsins muni hafa haft plögg og reikninga skólans til endurskoðunar, og muni hafa komið i ljós að sjóð- þurrðin nái yfir mjög langt tímabil og hafi reynzt þeim m,un meiri sem lengra var skyggnzt aftur í tímann. Er tal- ið að upphæðin fari nú að nálg- ast 1 milljón. Jafnframt munu hafa komið í leitirnar hjá séra Ingimari skjöl og bækur sem hann hafði áður lýst yfir að hefðu brunnið er kveikt var í Franska spítalanum meðan skól- inn var til húsa þar. Sjóðþurrð séra Ingimars Jóns- sonar hefur lengi verið á vit- orði ráðamanna. Var í fyrstu tal- ið að um óreiðu væri að ræða, | síðan var athugað hvort ekki ■ væri unnt að leysa málið með því að endurgreiða þýfið. Það strandaði þó á því að alltaf kom nýtt og nýtt í ljós. í vetur varð ekki undan því komizt að séra Ingimar væri látinn hætta störf- um. Hin undarlega málsmeðferð Bjarna Benediktssonar sýnir þó glöggt að í lengstu lög hefur verið reynt að komast hjá því að lög væru látin ganga yfir séra Ingimar Jónsson eins og venju- lega þegna.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.