Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Side 11

Nýi tíminn - 19.05.1955, Side 11
Fimmtudagur '19. maí 1955 — NÝI TÍMINN — (11 Ihaldið verður að víkja Kartöf luhnúðormur hefur fundizt á tíu stöðum á landinu Kartöfluhnúðormui hefur breiöst allmikið út um land ið á síðustu árum og valdið töluveröu tjóni. Hefur hnúð- ormurinn fundizt á þessum stöðum: Reykjavík, Hafnar- firði, Akranesi, Keflavík, Grindavík, Eyrarbakka, Stokks- eyri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og Hrafnagili í Eyja- firði. Búnaðardeild atvinnudeildar ( kartöflum og í moldinni um- Háskólans hefur rannsakað út- Framhald af 5. síðu. sósíalista í vinstristjórn hefur verið vegin og léttvæg fundin. Það sýnir hin giftusamlega samvinna vinstriaflanna í Al- þýðusambandinu. Með því að halda áfram að boða þá fals- kenningu, eins og Þórarinn Þórarinsson gerði í leiðara í Tímanum nýl., gerir málgagn Framsóknarmanna sig að á- móta viðundri og ef það héldi því fram að jörðin væri flöt eins og pönnukaka. Sú var tið að menn trúðu því að svo væri, af ofstækiskenndri heimsku, ’en þeir uxu upp úr því og öðl- uðust við það nýjan og betri skilning á lögun jarðar, skiln- ing sem opnaði þeim nýjar leiðir til framfara. Það sama hefur átt sér stað með fals- kenningu íhaldsins um ósam- starfshæfni sósíalista. Vinstrimenn hafa vaxið up'p úr henni. Tímanum er hollt að gera sér grein fyrir því að þeir hrinda kjósendum sínum frá sér en laða þá ekki að sér með því að bera aðra eins endemisvitleysu á borð fyrir þá. Ef leiðandi menn Fram- sóknarflokksins vilja að kjós- endur þeirra hlíti áfram leið- sögn þeirra, eins og þeir eðli- lega helzt vildu, verða þeir að varpa heimskulegum falskenn- ingum fyrir borð og slíta þau óheillabönd er tengja þá við íhaldið og taka höndum sam- an við hina vinstriflokkana, um giftusamlega vinstristjórn- armyndun. Framsóknarflokk- urinn á um tvær leiðir að velja. Aðra leiðina hefur í- haldið markað honum. Hún liggur norður og niður, til suð- uramerísks stjórnarfars. Hin leiðin liggur til vinstri, til heilla, framfara og blessunar- rikrar framtíðar fyrir þjóðar- heildina. Þá leið munu Fram- sóknarkjósendur halda í næstu kosningum. Þá leið verða leið- togar Framsóknarflokksins að halda líka, ef þeir vilja ekki verða viðskila við kjósendur sína. Ef þeir láta sjónhverf- ingamenn íhaldsins blekkja sig til að halda leiðina norður og niður, hljóta leiðir að skilja með kjósendum Framsóknar- flokksins og leiðtogum hans, því allur þorri Framsóknar- manna kýs sér fremur sólar- átt en að æða í blindni út í hin yztu myrkur pólitískrar glæframennsku, þjóðfélags- spillingar og íhaldssemi. Leiðtogar Framsóknarflokks- ins verða að láta verkin tala, og fyrsta verkið verður að vera það að láta ráðherra sína tjá Ólafi Thors að flokk- urinn sjái sér ekki lengur fært að styðja stjórn hans, því hagur og heiður þjóðarinn- ar krefjist annarrar og betri stjórnar en þeirrar er nú sit- ur undir forsæti hans. Fari Framsóknarforkólfarnir ekki að vilja kjósenda sinna og taki sér samstöðu með fólkinu í hinum vinstriflokk- unum munu þeir standa einir uppi með sína íhaldsmaddömu eftir næstu kosningar, þvi að kjósendur þeirra munu þá hafa fundið einhverja leið til að mynda þjóðfylkingu með vinstriflokkunum. íhaldsflokkurinn verður að víkja úr stjórn. Hinsvegar væri Framsóknarmönnum kær- ast að ráðherrar Framsóknar- flokksins, (að viðbættum for- manni hans sem sóma síns vegna hefur ekki talið sér fært að sitja í stjórn með í- haldinu), verði áfram ráðherr- ar, ekki í íhaldsstjórn Ólafs Thórs, heldur í vinstrisinnaðri umbótastjórn. Meti þeir hinsvegar meira hag íhaldsins og braskara þess en hag og vilja kjósenda sinna, verða þeir að víkja ásamt í- haldinu, því þá er það sýnt að þeir eru óbetranlegir, og þjóðinni hollast að vera laus við þá. Framsóknarmenn munu í lengstu lög vona og trúa að svo sé ekki. Framsóknarflokk- urinn ætti að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og allra þeirra mætu manna er hafa unnið af alhug fyrir heill og velferð föðurlandsins, með því að hafa slitið stjórnarsam- vinnu sinni við íhaldið fyrir 17. júní og gengizt fyrir mynd- un vinstristjórnar, eins og þjóðin ætlast til af þeim. Framhald af 1. síðu. fógeta, að gefa upp nöfn lán- eigenda og mun Lárus Jóhann- esson, formaður Lögmannafélags- ins og þingmaður Sjáifstæðis- flokksins, hafa stutt þá í þeirri afstöðu. Sakadómari úrskurðaði þá að þeim væri það skylt og var sá úrskurður síðan staðfest- ur af Hæstarétti. Mun Hörður þá hafa tekið alla ábyrgðina af lánveitingum sínum á sig en Jónas Thoroddsen mun hafa gef- ið upp bakmann sinn. * Stendur í mörg ár! Eins og áður er sagt mun yfurheyrslunum í Blöndalsmál- inu nú að mestu lokið i bili. Munu þær ekki hefjast fyrir al- vöru fyrr en endurskoðuninni er lokið ef kanna þarf nánar atriði sem þar kunna að koma fram. Hins vegar voru okurlánin ekki færð í bókhald fyrirtækisins og breiðslu kartöfluhnúðormsins og hefur hún samið eftirfar- andi leiðbeiningar til kartöflu- framleiðenda um hvernig verj- ast megi þessum vágesti: Kartöfluhnúðormurinn lifir á rótum kartöflugrasa, utan á yfirleitt hvergi skjalfest, svo að ótrúlegt er að ' endurskoðunin leiði mikið nýtt í ljós um þá starfsemi. Þegar endurskoðun- inni og síðan rannsókninni er lokið verða niðurstöðurnar send- ar dómsmálaráðherra sem þá ákveður hvernig málshöfðunum verður háttað. Það á þannig langt í land að málaferli hefjist og endanlegir dómar verða vart kveðnir upp fj-rr en eftir nokk- ur ár, ef að vanda lætur. Þannig var olíumálið orðið fimm ára þegar lokadómur var kveðinn upp í því í hæstarétti, og mál Helga Benediktssonar var sex ár að komast í undirréttardóm! Auglýsið í Nýja tímanum hverfis, sumar og vetur. Þegar ar ormurinn er kominn í garð- inn á annað borð, lifir hann þar og eykur kyn sitt ár frá ári, ef kartöflur eru stöðugt ræktaðar og ekki höfð sáðskipti. Helztu varnarráðin gegn hnúð- ormum eru þess vegna þau að hætta kartöflurækt í ormasýkt- um görðum og nota ekki kart- öflur úr þeim til úlsæðis. Ætti ekki að rækta kartöflur í sýktu görðunum a. m. k. 4-5 næstu árin eftir að hnúðormsins varð vart. Öruggast er að breyta ormasýktum görðum í tún. Taka ber upp kartöflur, sem lifa veturinn í sýktum görðum. Garðyrkjuverkfæri eru hættu- legir smitberar. Ef þau hafa ver- ið notuð í sýktum görðum verð- ur að þvo þau vandlega og sótt- hreinsa í sjóðandi vatni eða formalíni. Sömuleiðis kartöflu- borð (hörpur), sem notuð eru til að flokka kartöflur o. s. frv. Hnúðormar geta borizt með fótum manna og dýra. Varast skal að rækta kartöflur í plöntu- uppeldisstöðvum á hnúðorma- svæðunum, því að hnúðormarnir geta borizt með mold og alls konar plöntum úr smituðum görðum. Tóku 24-60 prós. vexti Ræða Einars ©igeirssonar Framh. af 9. síðu Líf þjóðar vorrar liggur við ef heimsstyrjöld hefst. Sú vítisvél, sem Keílavíkurflugvöllur er í þéttbýlasta svæði landsins, mundi draga til dauða -A hluta íslend- inga ef við ekki hefjumst handa til að firra þjóðina þessu grandi með öllum þeim ráðum, sem við getum ftmdiff. Ríkisstjórn alþýðunnar lífsnauðsyn Oft var íslandi þörf á róttækri stjórn, en nú er lífs- nauðsyn að mynduð sé þjóðleg framsækin ríkisstjóm, sem alþýða Iandsins getur stutt og stjómar með hag vinnandi stéttanna fyrir augum og heill þjóðarheild- arinnar að leiðarljósi. Slík ríkisstjórn mundi stórefla sj ávarútveginn, landbúnaðinn og iðnaðinn um allt land. Koma upp tugum nýrra togara, vélbáta, koma upp fiskiðjuverum um landið, hraða vélvæðingu land- búnaðarins og ræktun landsins og ræfvæðingu þess og útvega jafnt landb. sem sjúvarútvegi næga markaði er- lendis. Slík ríkisstjórn, mundi þannig setja aleflingu íslenzks atvinnulífs í stað þess ameríska hermangs, sem er niðurdrep islenzkra atvinnuvega, eyðing is- lenzkra byggða og svívirðing íslenzkrar menningar. Slík stjórn mundi ekki aðeins rétta hlut allrar al- þýðu. Hún mundi og hafa góða samvinnu við alla ís- lenzka atvinnurekendur, sem efla vilja atvinnulíf vort eftir sinum eihkaframtaksleiðum. En það hringa- og hermangaraauðvald, sem sýnir sig að kúga og niður- lægja þjóðina, veröur að víkja fyrir samvinnu og sameign þjóðarinnar sjálfrar. Slik stjórn getur ti-yggt vinnufriðinn í landinu. Því hann verður aðeins tryggður með réttlæti í garð hinna vinnandi stétta. Slík stjóm getur hindrað að hér verði komið á því alræði braskaranna, þvi nýlénduástandi eftir suður- amériskri fyrirmynd, sem ameriska áuðvaldiff stefnir að hvaff ísland snertir. Slík sijóm ein er fær um aff varðveita „lögin og friðinn“, sjá um að ísléndingar slíti hvorugt. Slík stjórn ein getur skapað og varðveitt þá samheldni þjóðarinnar, sem of rík og of yoldug yfirstétt nú grandar. Þaff er á valdi alþýffunnar að skapa slíka stjórn. Sú alþýða, sem hefur máttinn til að rísa gegn auð- stéttinni og sigra hana, eins og verltalýður Reykja- víkur nú hefur gert, sú alþýða býr líka yfir mættinum til þess að frelsa ísland. Tökum því höndum saman, vinnandi stéttir íslands og þjóðhollir íslendingar hvar í flokki sem þið standið. Allir þið, sem hafið ábyrgðartilfinningu fyrir þjóð vorri, tökum höndum saman um að skapa slíka stjórn. Við verðum að rísa og stækka. Þora að vera þeir menn að taka örlög þjóðarinnar í vorar hendur á úr- slitastund'og hindra að það svefnþorn, sem Morgun- blaðið og Sjálfstæðisflokkurinn hefur stungið sam- vizku þjóðarinnar, verði lengur til að láta þjóð vora sofa á meðan mesti voðinn vofir yfir henni, sem nokkurn tíma hefur vofað yfir henni í allri hennar sögu. Sú veröld vetnissprengjunnar, sem viff lifum í þarf á þvi að halda aff sannað sé að mennimir geti lifað .. saman í friði og eindrægni, þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Og við íslendingar höfum þau fordæmi úr okkar sögu að okkur ætti ekki að vera vorkunn nú á tímum, þegar meira liggur við heldur en var árið 1000, að finna leiðir til að bjarga okkar þjóð út úr ógöngum. ÍSLENZK fíkissljórn óhugsandi án verkalýðsins ísland þarfnast þess að verkálýðshreyfingin sé látin skipa þann forustusess í þjóðlífinu, sem henni ber. Eg segi ykkur það, þingmenn og hæstvirtir ráð- herrar stjómarflokkanna, að það er ekki aðeins ILLT verk að vera að strita viff að stjóma þessu landi á móti verkalýðnum, það er líka VONLAUST verk. Það þýðir að gera ísland að vettvangi eilífra hjaðningavíga. Það þýðir að verkalýðurinn verður með eins til tveggja ára millibili að leggja út í dýr verkföll til þess að ná aftur því, sem þið rænið af honúm og setja lög með verkföllum, lög, sem þið árúm saman þrjózkizt við að setja hér á Alþingi, en látið síðan undan að hætti Þorkels háks, þegur Rimmugýgur alþýðusamtakanna er reidd að höfði auðvaldsins, sem þið þjónið. Þjóð vor er of óspillt þjóð, til þess að henni verði til lengdar stjórnað í þágu harðsvíraðs peningavalds. íslenzk þjóð er of stolt þjóð, til þess að hún þoli til lengdar niðúrlægingu erlendrar hersetu. Eldur minn- inganna úr þúsund ára sögu hennar brennur of heitt í blóði hennar til þess að una svo auðvirðlegu hlut- skipti. íslandi verður ekki stjómað á móti verkalýðnum. An þeirrar samhjálpar hinna fátæku, án þess bræðra- lagsanda hinna vinnandi stétta, sem í sex vikna verk- falli sigraði ískalda viðurstyggð peningavaldsins er ekkert gróandi þjóðlíf fram undan, aðeins andleg eyði- mörk auðvaldsins. Án þess siðgæðismáttar, sem gerði alla íslenzka alþýðu eina þjóðarsál í afstöðnum átök- um, án þess máttuga valds, sem 27 þús. meðlimir Al- þýðusambands íslands eru, án þess stórhugs og þeirra framtíðarhugsjóna, sem Sósíalistaflokkurinn mótar sögu þjóðarinnar með á úrslitastundum hennar, án verkalýðshreyfingarinnar — verður ríkisstjórn á ís- landi þegar bezt lætur hrossamarkaður, þegar ver lætur ræningjabæli og þegar dýpst er sokkið lepp- stjórn erlends hervalds á Fróni. ÍSLENZK ríkisstjórn er óhugsandi án verkalýðsins. Þetta sannar ekki aðeins dýrkeypt reynsla þjóðarinn- ar. Mikilhæfustu leiðtogar sjálfra stjórnarflokkanna viðurkenna einnig að íslandi verði ekki stjórnað gegn vilja verkalýðsins. Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, háttvirtur þingmaður Stranda- manna, játar það í orði í ræðum sínum og nýárshug- leiðingum og Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokks- ins, hæstvirtur forsætisráðherra, vjðurkennir það í verki hvenær sem íslenzkt raunsæi þess stjórnmála- manns fær að njóta sín fyrir gráðugri ásókn auðvalds- ins, utan lands og innan. Mikilvægasla hlufverkið Það er ekki eftir neinu að bíða, með að skapa þá stjórn alþýðunnar í þessu Iandi, sem réttir hlut al- þýðunnar eftir 7 ára ránsherferð auðvaldsins, stjórn, sem réttir hlut þjóðarinnar eftir sjö ár erlends yfir- gangs. Myndun rikisstjórnar sem styðst við samtök verkamanna, bænda, fiskimanna, menhtamanna og millistétta, alls hins vinnandi lýðs, er mikilvægasta hlutverkið, sem nú þarf að vinna í íslenzkum stjórn- málum. Það er á valdi ykkar, sem orð mín heyrið, alþýðunnar um allt land, að vinna það verk. Ef þiff takið höndum saman og hefjið upp ykkar raust, þá verður ykkar einingarorff boðórð hér í sölum Alþing- is.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.