Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 7
-----------------------------------------------------Fimmtudagur '19. maí 1955 — NÝI TÍMINN — (7 ÍJr rœðu Einars Oigeirssanar við útearpsumrœður frd Alþingi F Islandi verður ekki stjórnað á móti verkalyðnum Herra forseti. Háttvirtir áheyrendur. Þegar alþýðan gerir nú upp sakirnar við valdhafa landsins, koma margar spurningar fram í huga hennar, spurningar, sem um leið eru bitur ákæra á hendur núverandi ríkisstjórn, spurningar, sem heimta svar. Hvernig stendur á því, að 7 þúsund verkamenn og verkakonur verða að standa í harðvítugu verkfaili í sex vikur til þess að ná aftur nokkru af því kaupi, sem verkalýðurinn hafði 1947? Hvernig stendur á því, að stórgróðafélögum iands- ins helzt uppi að stöðva atvinnulíf Reykjavíkur í sex vikur til þess að reyna með því að svelta verkamenn til uppgjafar og brjóta samtök þeirra á bak aftur? Hvernig stendur á því að ríkisstjóm, sem kaupir alla oliu til landsins, skuli síðan afhenda hana oliu- félögunum til okurs og láta þessa skjólstæðinga sína nú i verkfallinu neita bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar um oliu til þess að reyna þannig að stöðva fisk- framleiðslu togaranna? Hvernig stendur á því, að okrið skuli blómgast þannig í Reykjavik að ein vefnaðarverzlun i Austur- stræti skuli taka sex milljónir kr. að láni hjá okrurum og borga af því 4,2 milljónir kr. á ári i vexti? Og hvernig stendur á því að nokkur fyrirtæki helztu máttarstólpa auðvaldsins skuli hafa svo hundruðum milljóna króna skiptir að láni hjá bönkum í íkisins meðan byggingarsjóðum verka- manna er neitað um eðlileg lán? Hvernig stendur á því, að það skuli vera fluttir inn á einu ári bílar, sem kosta yfir 110 milljónir króna, en á sama tíma skuli fólkinu sagt, að það séu engir peningar tií í þjóðfélaginu til þess að byggja mannsæmandi íbúðir í staðinn fyrir heilsu- spillandi herskála, sem þrjú þúsund manns, þar af eitt þúsund börn, eru látnir hírast i, en vart mundi þó kosta meira en 100 milljónir króna að útrýma þeim öllum, eins og Sósíalistaflokkurinn hefur flutt frumvarp um?, Og hvernig stendur á því, að meðan alla íslenzka atvinnuvegi vantar vinnuafl, skuli frá eitt þúsund til þrjú þúsund manns rekið í hernámsvinnu suður á Keflavíkurflugvöll og að íslenzka ríkið skuli sjálft leggja fram þrjár milljónir króna til þess að vera sjálft þátttakandi í hermangarafélagi fyrir Amerí- kana á Suðurnesjum? Og hvemig stendur á því að beitt skuli því ofbeldi undir yfirskyni laga hér á Alþingi, að setja frá lög- lega hreppsnefnd Kópavogshrepps, sem var tvíkosin á síðasta ári, til þess eins að reyna að fá kosinn þar meirihluta, sem auðstétt Reykjavíkur hefur vel- þóknun á? Auðsíéffin ryðsf fil valda Hvað er það, sem er að gerast í landi okkar? Hver er hinn raunverulega undirrót þessara óliku fyrirbrigða? Undlrrótin er þessi: 'sað, sem gerzt hefur siðan 1947 er að lítill ir auðmanna og ofstækismanna hefur haf- til valda í þjóðfélaginu, sölsað undir sig eina ríkisvaldið og beitt því æ óskammfeilnar með hverju árinu, sem líður, í eigin þágu. Og þegar ég hér eftir kalla þennan hóp auðstétt, þá á ég ekki við atvinnurekendur í heild, held- ur þann fámenna hóp sérréttindamanna, sem einokar fyrir sig og handa sér auð og verzlun þjóðarinnar, þó þessi auðstétt eigi auðinn ekki nema að nokkru leyti, heldur lætur rikisstjóm- ina afhenda sér yfirráðin yfir honum, yfir út- flutningnum eins og t.d. saltfiskinum, yfir inn- flutningnum eins og t.d. oliunni, yfir lánsfé bankanna, sem hún notar eins og hún eigi það. Auðstéttin hefur vaxið þannig að valdi og auð, að hroka og yfirgangi á þessum sjö árum, að nú er komið að þeim vegamótum, þar sem vinnandi stéttir íslands verða að gera það upp við sig, hvort þær ætla að láta þessa auðmenn brjóta þjóðina undir sig eða hvort alþýðan ætlar að sameinast og sjá um að landi voru verði stjómað í þágu alþjóðar, en ekld auðstéttar- innar. Við skulum nú athuga efnahagslegu afstöðuna milli verkalýðs og auðvalds og hvernig hún hefur breytzt á undanförnum árum. Verkalýðshreyfingin knúði fram nýsköpun afvinnulífsins 1942 settu núverandi stjórnarflokkar gerðardómsT fjöturinn á verkalýðssamtökin, bönnuðu verkföll og kauphækkanir, að viðlagðri fangelsun verkalýðsleið- toganna og upptöku félagssjóða verkalýðsins. Verkalýðurinn svaraði þessari árás þá með skæru- hernaðinum og braut gerðardómslögm á bak aftur. Verkalýðurinn meira en tvöfaldaði kaupgjald sitt og það ekki bara í íslenzkum krónum, heldur líka í dollurum og pundum. Þar með hóf hann að slíta þann fjötur fátæktarinnar af alþýðu íslands, sem hún hafði verið hlekkjuð í, þann fjötur, sem auðvaldið og núverandi stjórnarflokkar ætluðu að halda henni í áfram. En verkalýðurinn gerði meira. Um leið og hann bætti sitt eigið kaup gerði hann þjóðina efnaða. AIl- ar þær inneignir, 500 milljónir króna, sem fsland átti erlendis í striðslok, voru að þakka þessari upp- reisn verkalýðsins gegn gerðardómslögum núverandi stjórnarflokka og kauphækkun hans, sem þeir börð- ust á móti, því útflutningur íslands öll stríðsárin var sami og innflutningurinn, um 1270 ’milljónir króna hvort um sig, svo að ekki mynduðust neinir sjóðir af því. Hefði íslenzka auðvaldið og núverandi stjórnar- flokkar ráðið stefnunni 1942, hefðu engar inneignir verið til í stríðslok. En verkalýðurinn gerði meira. Hann lagði á ráðin um, hvernig hagnýta skyldi innstæðurnar til að afla þjóðinni stórvirkra atvinnutækja, kaupa alla þá tog- ara, vélbáta, flutningaskip og vélar í verksmiðjur og annan iðnað, sem atvinnulíf fslands nú byggist á. Á árunum 1942 til 1947 hafði verkalýðurinn með baráttu sinni, þrotlausri vinnu sinni og að síðustu með stórauknum áhrifum á löggjöf og ríkisstjórn bætt hag sinn og þjóðarinnar og fengið framgengt mikilli og merkilegri umbótalöggjöf. Kaupmáttur timakaups Dagsbrúnarm, var 1947 50% meira en 1938. En því fór samt fjarri, að þessi kauphækkun verka- lýðsins svipti auðmennina öllum gróða. Þvert á móti. Auðstéttin var rík: 100 ríkustu menn og félög Reykja- vikur áttu þá samkvæmt eigin uppgjöf í desember 1947 alls 1057 milljónir króna í skuldlausum eign- um, miðað við tólffalt fasteignamat. Fjórðungi iaunanna rænf Hvað hefur svo gerzt síðan 1947 í atvinnulífi ís- lendinga? Síðan 1947 hafa allir nýsköpunartogar- arnir komið í gagnið, allur vélbátaflotinn, allur hinn glæsilegi flutningaskipafloti vor, allar þær vél- ar, sem keyptar voru í iðjuverin á nýsköpunarár- unum, og auk þess hafa fslendingar fengið yfir fjög- ur hundruð milljónir króna að gjöf. Síðan 1947 hef- ur því þjóðarauðurinn stóraukizt og þ jóðartekjumar vaxið upp í um þrjú þúsund milljónir króna. Maður skyldi því ætla, ef réttlæti liefði ríkt, að verkalýðurinn hefði stórbætt lífskjör sín síðan 1947, að hann hefði uppskorið það, sem hann sáði til með starfi sínu og baráttu 1942 til 1947. En hverjar eru staðreyndirnar nú í ársbyrjun 1955? í febrúar 1955 var raunverulegt kaupgjald verkam. miðað við neyzluvarning visitölunnar 17% lægra en 1947 samkvæmt óvéfengjanlegum útreikn- ingi hagfræðinganna Haralds Jóhannssonar og Torfa Ásgeirssonar. Og ef tekið er tillit til húsaleigu- hækkunarinnar á þessu árabili, þá er kauplækkun- in miklu meiri. Verkamenn þyrftu því nú 20% kauphækkun aðeins til þess að ná kaupmætti launa sinna 1947, hvað neyzluvarning snertir — þetta er náttúrlega miðað við kaupið fyrir verkfallið -— og þeir þyrftu þá a.m.k. 30% kauphækkun til þess að bæta upp húsaleiguhækkunina líka frá 1947. Með öðrum orðum: verkalýðurinn sem gerði ný- sköpun atvinnulífsins mögulega fyrir þjóðina, hafði ekki aðeins verið rændur öllum ávöxtmn uýsköpunarinnar, heldur og meiru til. Auð- mannastéttin hafði á árunum frá 1947 til 1955 ekki aðeins sölsað undir sig allan hinn aukna afrakstur þjóðarbúsins vegna nýsköpunartækj- anna, heldur einnig rænt af verkalýðnum um fjórðungi þess kaupgjalds, er hann liafði 1947. Þetta er árangurinn af sjö ára óskoraðri yfir- drottnun auðvaldsins á íslandi, sjö ára stjórnar- stefnu Sjálfstæðisflokksins með Framsókn í eftir- dragi. Gróósdýrkun og spilling suósféffarinnar gegn alþýðu og lýðræði Hvernig gat þetta skeð? Hvernig stendur á þessum sorglegu umskiptum í sókn íslenzkrar alþýðu fram til betri lífskjara frá árinu 1947? Orsökin er sú, að á því ári hóf auðstéttin þá árás á lifskjör islenzkrar alþýðu, sem síðan lief- ur staðið og kallaði til liðs við sig kaldrifj- aðasta og liarðsvíraðasta auðvald heimsins, ameríska auðvaldið, gerði við það bandálag á móti íslenzkri alþýðu og meðtók frá því þau fyrirmæli um stjórnarstefnu, sem íslandi síð- an liefur verið stjórnað eftir. Og þau boðorð eru ekki aðeins i andstöðu við hagsmuni íslenzkrar alþýðu, heldur og í skerandi mótsetningu við allt, sem hingað til hefur skapað þjóð vorri gæfu og réttlætt okkar þjóðarstolt. Höfuðboðorð ameríska auðvaldsins var: Þú skalt hafa gróðann fyrir þinn guð. Þú skalt beygja allt íslenzkt þjóðlif undir peningavaldið og miða alia löggjöf, alla stjórn, við það, að peningarnir gefi peningamönnunum mikinn arð, mikinn gróða. Og þú skalt brjóta niður lýðræðið í landinu og láta pening- ana ráða atkvæðum. Og samkvæmt þessu boðorði hafa stjórnarílokk- arnir, og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn, spilað undir þeim tryllta dansi um gullkálfinn, sem meira og meira er að heltaka íslenzkt þjóðlíf, og gerzt ábyrgir fyrir því gegndarlausa braski og okri, sem setur nú soramark sitt á íslenzkt efnahagslíf í dag. Stjórnarflokkarnir hafa afnumið allar hömlur á verðlagi. Þeir hafa útrýmt öllum hindrunum fyrir húsaleiguokri. Þeir hafa sett heimsmet í vexti dýr- tíðar. Þriðjungur til helmingur af tekjum verka- manns fer til þess að greiða húsaleigu, þó sannað sé, að þjóðhagslega sé 1/10 hluti af tekjum hans nægilegur til þess. Endurbætur, sem þjóðin hefur barizt fyrir og búið við um langt árabil, eins og lágir vextir til íbúðabygginga verkamapna og bænda, slík- um endurbótum er rutt úr vegi til þess að skapa frelsi fyrir penmgana, meðan frelsi ínannanna til þess að eiga þak yfir höfuð sér er troðið undir hæl. Svo skefjalaus er þjónusta stjórnarinnar við gróða- menn lanðsins að meira að segja olian, sem ríkis- stjórnin sjálf kaupir til landsins að verðmæti 150-180 milljónir króna á ári, er afhent gróðafélögunum til sölu svo að þau geti skattlagt landsmenn eftir vild; sama er um sementið og fleiri vörur. Það hefur öllu viti í þjóðarbúskapnum og öllu velsæmi í viðskiptaháttum verið ýtt til hliðar tii þess að þjóna því gróðasjónarmiði, sem orðið er drottnandi. Msféffin lífur á þjóðlna sem bráS sína ísland á afkomu sína fyrst og fremi:t undir tog- Framh. á 8. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.