Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 9
4 Laugardagur 14. mai 1955 — 1. árgangur — 12. tölublað Heilabrot Ráðningar á þrautum í síð astablaði Stafatígull b ó | 1 a ó 1 | a r 1 a I u 1 f a | r | f 1 i Gáturnar: 1. undir beru lofti. — 2. maður ríðandi 3. neftóbak. Gátur: 1. Hvaða borgar- nafn í Evrópu verður heiti á íslenzkum eldi- við, sé það lesið aftur á bak? 2. í hvaða átt fljúga fuglamir? 3. Hvað þarf til þess að vel gerðir skór verði að notum ? Skrítiur Guðmundur M. sendir okk- ur eftirfarandi skrítlur: 1. Nú, nú, hvernig: gengur ykkur í skólanum, telpur xnínar? Jóna: Ég er bezt í lestri. Beta: Ég er bezt í skrift. Helgra: Ég er bezt á leik- vellinum í frímínútum. ★ 2. Sjúklingur: Hvað kost- ar að draga úr tönn? Læknir: Þrjátíu krónur. Sjúklingur: Hvað, þrjátíu krónur, og þetta tekur tvaer sekúndur. Læknir: Ég get verið miklu lengur, ef þér viljið það heldur. Ártölin 1703 og 1903 Hvaða minnisverðir at- burðir úr Islandssög- unni eru bundnir við ár- tölin 1703 og 1903? — Hugleiðing til næsta laugardags. I síðasta blaði var spurt, hvort myndi fal- legri íslenzka „að óska hamingju" eða „óska til hamingju“. Það er eng- um vafa bundið, að þdð heyrið oft hið síðar- nefnda „að óska til ham- ingju“, því að það er daglegt mák- En þar-með er ekki sagt, að það sé réttara eða fallegra. Svona er talað vegna er- lendra áhrifa. Til lykke, segja Danir — þ. e. til hamingju. Ef við færum nú svona orðalag yfir á hliðstæð hugtök t. d. gæfu eða gleði, þá mun okkur finnast það óeðli- legt. Ef við segðum t. d. „ég óska þér til gleði Talnaborð 4 1 5 6 7 1 8 9 10 1 H 12 Raðið tölunum þannig, að samtala þeirra verði 24, hvort sem þær eru lagðar saman lóðrétt, lá- rétt eða í skakkhom. og skemmtunar á hátíð- inni“, myndi óðara verða gripið fram í og sagt: Hversvegna segirðu ekki heldur: Ég óska þér gæfu, ég óska þér gleði. — Og nú bæti ég við: Hversvegna segir þú ekki: „Ég óska þér ham- ingju“ þegar þú árnar einhver jum heilla. Er það ekki bæði fallegt og eðlilegt orðalag? Leiðrétting Þau mistöU urðu, að blað- ið 7. inaf \-ar skráð 12. blað, en átti að vera 11. blað. Nú kemur 12. blaðið. Þetta eru ailir, sem safna Óskastundinni beðnir að athuRa. Emkenmlegar tolur 1x9 + 2=11 12x9 + 3=111 123x9 + 4=1111 1234x9 + 5=11111 12345x9+6=111111 123456x9 + 7=1111111 1234567x9+8=11111111 12345678x9 + 9=111111111 123456789x9 +10=1111111111 Að „éska Etamingju" eða „óska ti! hamingju“ Útgefandi; ÞjöiSviljinn — Ritstjári: Gunnar M. Magmiss — Pósthólf 1063. Það er alveg áreiðanlegt Ævintýri eftir H. C. Andersen í pýðingu Steingríms Thorsteinssonar (Nú birtum við, vegna margra óska stutta framhaldssögu. — Fyrir valinu hefur orðið ævin- týri eftir hið heims- kunna danska skáld. Sjá í 9. tbl. Óskastundarinn- ar grein uto skáldið. — Ævintýrið endist í 3 blöð). ■ ------- „Það er ljóta sagan", sagði hæna nokkur og það í því hverfi bæjar- ins, þar sem sagan ekki hafði gerzt. „Það er Ijóta sagan, sem upp er komin í hænsnahúsinu, ég þori ekki að sofa ein i nótt, — það vill til að við sofum margar sam- an hérna á spýtunni". Og sagði hún þá sög- una, svo að fjaðrirnar risu á hinum hænunum og haninn drap niður kambinum. Það er alveg áreiðan- legt. En við byrjum nú á fyrstu upptökunum og þau voru i öðru hverfi bæjarins, í hænsnahúsi nokkru. Sólin rann og hænsnin flugu upp og settust á spýtur sínar. Þeirra á meðal var hæna Óskastundin á því láni að fagna, að vinir barn- anna votta henni oft vináttu. Þetta kemur ljóslega fram í bréfum, sem foreldrar eða aðrir góðir vinir skrifa fyrir litlu bömin. Eitt af þess- um kærkomnu bréfum er skrifað fyrir hönd 6 ára telpu á Eiðum og er á þessa lund: „Kæra Óskastund. Sigga, 6 ára, er ákaf- lega hrifin að fá sitt nokkur hvítfjöðruð og fótlág, sem varp eggjum sínum með stakri reglu- semi og var í alla staði virðingarverð hæna. — Þegar hún var sezt upp, reytti hún sig með nef- inu og datt þá af henni dálítil fjöður. „Þarna fór þessi“, Framhald á 3. síðu. eigið blað með pabba blöðum. Hún veit, að hún er ekki orðin nógu gömul til að taka þátt í keppn- inni, en vill samt senda fáeinar teikningar. Af nógu er að taka, því blýanturinn er alltaf á lofti og hvert atvik dag- legs lífs fest á pappír- inn. Henni finnst blaðið ekki frekar sniðið fyrir stóra krakka, en er á- nægð yfir að Jónsi bróð- ir skuli hafa gaman af því líka. F. h. Sigríðar Þórar- insdóttur, Eiðum. — Stefanía Ósk“. I -... - Bréfinu fylgdu fjórar myndir, hver annarri Framhald á 3. síðu. Frá Siggu litlu á Eiðum -- KLIPPIÐ H É K I iKacnaaVMtuavkSðeaiaafMMiKHiinuiiiiKiiiaMaMKiaiMaMBaMiaPRacfciiiicaaiaaM Fimmtudagur 19 maí 1655 — NÝI TÍMINN — (9 Ræða Einars Olgeirssonar Framh. af 8. síðu stéttinni og flokki hennar gert að aflraun milli ein- okunarauðvaldsins og verkalýðshreyfingar Rvikur. í sex vikur stóðu 7 þús. verkamenn og verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði með 25 þús. manns á fram- færi sínu í verkfalli. 1944 þótti okkur sósíalistum og hæstvirtum forsætis- ráðherra, Ólafi Thors, það gæfa að geta afstýrt verk- falli, firrt þjóðina því grandi. En nú þótti auðstétt Reykjavíkur sjálfsagt að leggja út í lengsta fjöldaverkfall íslandssögunnar til þess að reyna að brjóta verkalýðinn á bak aftur. Ekkert var til sparað sem auður og vald gat veitt til þess að reyna að kúga verkamenn. Auðstéttin hirti ekkert um þótt þjóðinni glataðist tugir milljóna jafnvel hundruð milljóna kr. í verðmætum, ef aðeins væri hægt að kúga alþýðuna. Olíuhringarnir gripu til opinskárra lögbrota við kúgunartih-aunir sínar. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem sósíalistar og Alþýðuflokksmenn stjórna í sameiningu hafði samið við verkamenn. Olíuhringarnir lýstu banni á hana. Þeir neituðu að selja togurunum olíú, olíu sem ríkisstjórn íslands kaupir til landsins fyrir fiskinn sem togararnir fram- leiða. Einokunarauðvaldið sveifst einskis, ef verða mætti að verkalýðurinn yrði sveltur til undanhalds. Alþýðan stóðsf raunina En allt kom fyrir ekki. Auður og vald reyndist ekki almáttugt. Á móti stóð afl, sem þeim var æðra. Eining verkalýð'sins stóðst alla raun. Þrotlaust stóð verkfallsvörðurinn, brautryðjandalið slenzkrar alþýðu, og samninganefnd verkalýðsfélaganna undir forsæti Eðvarðs Sigurðssonar, sinn vörð um rétt hins vinn- andi manns. Verkfallsmenn hjálpuðu hver öðrum. Báru hver annars byrðar, einn fyrir alla, allir fyrir einn. Verka- menn stóðu saman, Dagsbrúnarmenn, Iðjufólk, iðn- aðarmenn, Alþýðuflokksmenn og Sósíalistaflokks- menn. Engir peningar, mútur, ógnanir né grýlur gátu klofið fylkingu þeirra. Samt svarf að mörgum heimil- um, en aldrei heyrðist æðruorð. Og utan af landi bárust hvarvetna samúðarkveðjur í orði og verki, frá verkakonum á Siglufirði, sjómönnum í Eyjum, bændum á Barðaströnd. Það var samhjálp hinna fá- tæku. Það var bræðralag hins vinnandi lýðs. Það var stálvilji verkfallsmannanna, sem vann sigur á auðstétt Reykjavíkur. Máttur bræðralagsins, æðri öllu valdi peninganna, sigraði í þessu verkfalli. Og það er þessi siðgæðismáttur alþýðunnar sem mun endurnýja islenzkt mannfélag, forða manngildis- hugsjón íslendinga frá þeirri eyðileggingu, sem auð- stéttin með peningagildið fyrir eina mælikvarða býr henni, visar þjóðinni leið til fegurra og gæfuríkara lífs. Eining verkalýðsins, sköpuð á Alþýðusambandsþingi í haust, hlaut sina eldskím í þessu verkfalli og sigraði. Og vei hverjum þeim, sem héðan af reynir að rjúfa þá einingu. U Dýrmætt var það, sem verkamenn Reykjavíkur unnu í þessu verkfalli, 10—11% grunnkaupshækkun, þriggja vikna orlof, 4% atvinnuleysistryggingar 12 árum eftir að Sósíahstaflokkurinn flutti þær fyrst og á fyrsta árinu sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn fluttu frumvarp um þær í sameiningu. En dýrmætast af öllu var þó meðvitund verkalýðsins um mátt hans til að sigra. Um ósigrandi mátt hins góða málstaðar. Sfjórnmálaeining alþýðunnar óhjákvæmileg Alþýðan um land allt, verkamenn, starfsmenn hins opinbera og bændur, þið munið nú á næstunni upp- skera ávextina af þeim sigri er verkalýður Reykja- víkur vann fyrir ykkur öll. Þið munuð njóta þeirra kjarabóta er unnust í þessu harða stéttastríði. „En nú er eftir yðvar hlutur". Stjórn Alþýðusambands íslands sá fyrir hættuna á því að auðvaldið notaði rikisvaldið til þess að ræna alþýðuna ávöxtum sigranna. Þess vegna sneri hún sér til allra andstöðuflokka Sjálfstæðisflokksins með til- mælum um að ræða við sig möguleikana á myndun stjórnar er ynni í þágu alþýðunnar. Það er ykkar, alþýðunnar um allt land, að sjá um að gera þá hugmynd að veruleika. Auðvaldið tygjar sig nú þegar til ránsins. Olíuhringar þess hafa þegar riðið á vaðið. Ríkisvaldið er enn í höndum auðstétt- arinnar. Munið að það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla. Það sem vannst með órofa ein- ingu Sósíahstaflokksins og Alþýðuflokksins, alls verkalýðsins á vettvangi verkfallsins þáð verður að varðveita með órofa einingu flokkanna, alls verkalýðs- ins, á vettvangi stjómmálanna. Hver sá gerist vargur í véum, sem reynir að eyðileggja þá einingu. Þrátt fyrir allan skoðanamismun, sem er á milli vor, þá verður lífsnauðsyn alþýðunnar á emingu vorri að yfir- gnæfa það allt. Ella glatast það sem vannst og meira til. Tilvera þjóðarinnar í hæffu Því það er meira í húfi en réttlátt kaupgjald, trygg- ingar og lýðréttindi handa verkalýðnum. Meira en réttlátt fiskverð og meira öryggi handa sjómönnum. Meira en lágir vextir, betri lán og öruggir markaðir handa bændum og fiskimönnum. Meira heldur en sómasamlegt húsnæði handa öllum þeim sem nú búa við óviðunandi kjör í því efni, og er þó allt þetta nóg tilefni til þess að mynda stjórn, sem alþýðustéttirnar á íslandi geti stutt. Auðvald Ameríku heimtar ekki aðeins af auðstétt Reykjavíkur, að hún í bandalagi við sig arðrændi alþýðu íslands. Höfuð boðorð ameríska auðvaldsins var: „Þú skalt gefa mér L-uid þitt. Þú skalt fórna mér þjóð þinni, og þú skalt færa mér dætur þínar til munaðar og syni þína til að reisa mér hús og bursta mér skó“. Og einnig það var gert, og gróðanum skipt til helm- inga í stjórnarherbúðunum. Gegn þessari niðurlægingu hernámsins hefur þjóðin nú risið. ísköld fyrirlitning alþýðunnar umlykur inn- rásarherinn á KeflavíkurflugveUi svo „veslingarnir1' klaga nú til stóru mömmu í Washington yfir íslend- ingum. Stjórnarliðið hefur orðið að hopa undan ár frá ári — nú loks orðið að lofa að geyma verndarana í gripheldum girðingum svo íslendingar sjái þá sem. minnst fyrir augum sér. En allt þetta er ekki nóg. Aðeins uppsögn hernáms- samningsins, eins og Sósíalistaflokkurinn hefur bórið fram frumvarp um á hverju þingi síðan 1951 og nú. loks í fyrsta skipti verið samþykkt til nefndar, að- eins brottför ameríska hersins af íslandi getur bjargað í þessu efni. Yfirráð okkar íslendinga yfir landi voru og sú þjóð- menning, sem við með réttu erum svo stoltir af, er í veði, ef við þolum smán hernámsins í landi voru, ef við þolum það hervald, sem er að eitra þjóðlífið, og yfirráð þeirrar auðmannakliku, sem hefur kallað það inn í landið og gert það að bandamanni sínum gegn islenzkri alþýðu. Framh. á 11. síðú

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.