Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 8
8) — NÝI TÍMINN —- Fimmtudagur 19. maí 1955 Ræða Einars Olgeirssonar Framh. af 7. síðu araútgerðinni, en það hefur enginn ríýr tcgari verið keyptur til landsins síðan 1948. Ríkisstjórnin hefur látið skjólstæðinga sína, einokunarauðvaldið, féfletta þannig togaraútgerð og vélbátaútgerð, að þjóðfélagið verður að halda hvoru tveggja uppi með fjárstyrkj- um, svo að þessir burðarstólpar þjóðarbúskaparins brotni ekki. Sósíalistaflokkurinn hefur ár eftir' ár flutt frumvarp á Alþingi um að ríkið kaupi inn tíu togara. Þetta frumvarp ér alltaf svæft. Tíu togar- ar kosta 90-100 milljónir króna og geta aflað gjald- eyris fyrir 120 milljónir króna *á einu ári. En það eru keyptir inn bílar fyrir 110 milljónir króna í ár. Stjórnarflokkarnir líta því ekki á það sem verkefni. sitt að hafa fyrirhyggju fyrir þjóðar- búinu og framtíðarþörfum þess. Auðsté'lin lítur á þjóðina sem bráð fyrir sig og ríkisvaldið sem tæki til þess að skipta bráðinni og á stjórnar- flokkana sem tæki til þess að ná ríkisvaldinu, og þeir sættast venjulega á að skipta bráð- inni til helminga milli hræfugla sinna. Olían, semen’Jið og fleira, öllu er því skipt til helm- inga milli gróðafélaga Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar, til þess að féfletta alþýðuna og at- vinnulífið. Smáíbúðalánin áður, og húsnæðis- lánin nýju nú, lenda í helmingastaðaskiptum þessarar skipulögðu spillingar stjórnarflokk- anna, og þessir flokkar hika heldur ekki við að ræna eignum ríkisins til að svala gróða- þorsta sínum. Veturinn 1952— 53 ætluðu þessir stjórnarflokkar samkvæmt ráðleggingum ameríska alþjóðabankans að láta selja einkaaðiljum öll hlutabréf ríkisins í stærsta fyrirtæki þjóðarinnar, áburðarverksmiðjunni, en þau eru sex millj. kr. að nafnverði, og með því átti að gefa skjólstæðingum þeirra þetta mikla fyr- irtæki, sem kostar 130 millj. kr. Sósíalistaflokkurinn kom upp um þetta þá, og það var hætt við það í svip- inn. Þing eftir þing hefur Sósíalistaflokkurinn flutt frumvarp um að tryggja ríkinu sinn fulla eignarrétt á áburðarverksmiðjunni, sem það lögum samkvæmt á, en stjórnarflokkarnir svæfa það í sífellu, af því að þeir eru að reyna að ræna þessu fyrirtæki úr eigu ríkisins í eigu hlutafélags, þar sem þeir eiga fultrúa eftir helmingaskiptareglunni. Þannig er ekkert óhult fyrir yfirgangi þessara hrægamma. Það er aðeins, ef þeir rekast á eitthvað, sem hinn aðilinn hefur söls- að undir sig, að illa gengur að ræna rikið. T. . þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn heimtar helmingaskipti um Skipaútgerð ríkisins, þá er komið við kaunin hjá Framsókn. Þess vegna hefur Skipaútgerðinni ekki verið skipt upp enn. Og þegar þannig lendir í rifildi um bráðina, þá kemur jafnvel fyrir að Framsókn heimti helmingastaðaskipti um saltfiskssöluna, en það þýðir ekkert, því að þá er komið við kvikuna í Sjálf- stæðisflokknum. Nanngildi og peningagiEdi Sú auðstétt, sem lætur þannig greipar sópa um tekjur verkamannsins og eigur ríkisins, hyggst að grundvalla yfirráð sín til frambúðar með því að breyta manngildi íslenzkra kjósenda í peningagildi. Þess vegna hefur hún nú með Sjálfstæðisflokkinn sem tæki hafið skipulagða skoðanakúgun og sannfær- ingarsölu um land allt, reynt að koma þeirri hug- mynd inn hjá íslendingum að enginn maður nái rétti sínum nema ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna er erindrekum stjórnarflokkanna falin úthlutun í- búðalánanna, ekki bönkunum. Þess vegna er inn- tökubeiðnum í Sjálfstæðisflokkinn safnað um leið og umsóknum um Bústaðavegshúsin er veitt móttaka. Þess vegna er nú með ærnum kostnaði og manna- haldi skipulagt af Sjálfstæðisflokknum að reyna að kaupa upp sex til sjö kjördæmi í landinu, svo að Sjálfstæðisflokkurinn megi þannig einn öðlast meiri hluta á Alþingi. Þetta heldur flokkur, sem kallar sig Sjálfstæðis- flokk, að sé leiðin til þess að vinna til fylgis við sig þjóð Auðar Vésteinsdóttur og Ingjalds frá Her- gilsey. Svona amerískur er skilningur hans á skoð- ana- og persónufrelsi orðinn. Það er nú vegið að lýðræðinu í landinu með öll- um ráðum auðstéttarinar. í Kópavogi er lýðræðislega og löglega kosin hreppsnefnd sett frá með lögum, sem pískuð eru fram á Alþingi undir því yfirskyni að gera, Kópavog að kaupstað, bara af því að Sjálf- stæðisflokknum líkar ekki meiri hluti hreppsnefnd- arinnar. Forsætisráðherrann lýsir yfir því á Alþingi að undirskriftir, opinber atkvæðagreiðsla, sýni rétt- ar vilja kjósenda en leynileg, og síðan er reynt að hræða Kópavogsbúa frá þátttöku í leynilegri at- kvæðagreiðslu. Og svo er nú Kópavogsbúum hrundið út í sjöttu kosningarnar á 8 árum, allt til þess að reyna að fella frá völdum þá framfarastjórn und- ir forustu Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem unnið hefur stórvirki þar syðra. En Kópavogsbúar hafa sýnt það í atkvæðagreiðslunni 24. apríl, að þeir láta ekki auðstétt Reykjavíkur og útsendara hennar hræða sig, og þeir munu sýna það enn í bæjarstjórnarkosn- ingunum næst. Svo hatrammur er orðinn yfirgangur Sjálfstæð- isflokksins eftir að hann tók að læra af ameríska auðvaldinu, að jafnvel blindir fá sýn. Framsóknar- flokkurinn hefur nú tíu ára reynslu af samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn um að vernda lýðræðið, og 2. október s.l. kveður Tíminn upp eftirfarandi dóm, orðrétt, að fenginni þessari reynslu: „Það eru braskarar, sem ráða Sjálfstæðis- flokknum, óg þeir mundu noría valdaaðstöðuna án minnstu miskunnar og tillitssemi. íhaldið myndi vissulega misbeita þannig valdinu, ef það fengi það einsamalt, að eftir það yrði ekki til Iýðræði á íslandi nema að nafninu til, og ekki myndi horft í að þyggja erlenda aðstoð, ef völdin yrðu ekki tryggð með öðrum hætti.“ Þetta eru orð Tímans um það „alræði braskar- anna,“ en svo heitir þessi ritstjórnargrein, — sem bíður vor fslendinga, ef svo er haldið áfram, sem nú er stefnt. Það er verið að undirbúa þetta alræði braskaranna með allri þeirri pólitík, sem rekin hef- ur verið síðustu sjö árin og Framsókn hefur tekið þátt í. Það eru því síðustu forvöð að alþýða íslands taki i taumana, og það er það sém alþýða íslands nú er að gera. Við skulum nú reyna að gera okkur nokkra mynd af þeim hildarleik, sem íslenzk alþýða með verkalýð Reykjavíkur í fararbroddi hefur háð síðustu árin og heyr nú við íslenzka og ameríska auðvaldið, til þess að hindra að ísland verði alræði braskaranna að bráð. Ameríska auðvaldið lagði á ráðin 1947. Það krafð- ist kauplækkunar og hvers konar banna og framar öllu heimtaði það, að verkalýðshreyfingin og Sósíal- istaflokkurinn væru sett í bann, því að þá aðila hugði amerískt auðvald mestan Þránd í Götu yfirráða sinna á íslandi. Bandarísk! afturhald bannar kjarabæfur Og bandamenn ameríska auðvaldsins hlýddu. Þeir hófu árásina á kjör alþýðunnar og eiginhagsmunir ameríska auðvaldsins komu þá brátt í Ijós. Geigvæn- legasta, árásin var gengislækkunin. Ameríska auð- valdið fyrirskipaði árið 1950 að dollarinn skyldi allt að því þrefaldaður í verði, hækkaður úr kr: 6 50 upp í kr. 16.32. Næsta ár hernam ameríska auðvaldið land- ið og gerðist stærsti atvinnurekandi á íslandi með 3000 manns í þjónustu sinni. Það hafði þá látið þjóna sína lækka kaup íslenzks verkamanns úr $ 1.40, sem það var 1947, niður í 69 cent, eða stolið helmingnum af tímakaupi hvers verkamanns. Á nokkrum árum græðir ameríska auðvaldið meira en 400 millj. kr., meira en Marshallgjafirríar allar, einungis á kaup- mismun þeim, sem það greiðir íslenzkum verkamönn- um móts við, ef það hefði orðið að greiða þeim ame- rískt kaup. Það er góður ,,business“ fyrir ameríska auðvaldið að vernda lýðræðið á íslandi. Það var bannað í hinu upprunalega gengislækkun- arfrv. ameríska Alþjóðabankans, eins og Sjálfstæðisfl. lagði það fyrir 1950, að hækka laun íslenzkra verka- manna nema lækka gangið um leið. Þar með átti að lögfesta Iaun íslenzkra verkamanna um alla framtíð á því stigi, sem þau voru á við gengislækkunina, m.ö.o. láta þau vera helming þess, er þau voru 1947 og leyfa aldrei neina raunverulega hækkun á þeim eftir það. — Það bann brotnaði strax í meðferð Alþingis og þrátt fyrir hótanir hefur það ekki verið framkvæmt síðan.^ Ameríska auðvaldið bannaði því næst að veita ís- lendingum frelsi til að byggja sér íbúðarhús; það heimtaði að íslenzkt vinnuafl byggði iyrst og fremst yfir ameríska liðsforingja en bannaði að það byggði yfir íslendinga nema mjög takmarkað; það lét ís- lenzk börn hýrast í bröggum áfram. Og því hefur tekizt að draga svo úr byggingum íbúðarhúsa, að ekkert ár hefur bygging nýrra íbúða í Reykjavk enn komizt í námunda við það, sem hún var 1946, þegar 634 búðir voru byggðar. Og þegar þetta bann fyrir þrotlausa baráttu Sósíalistaflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar var afnumið, þá gerir auðvaldið fátæku fólki illkleift að byggja með því að gera svo erfitt að fá lán og nú síðast að gera vextina svo háa og húsaleiguna svo dýra, að hún gleypir þriðjung til helming af kaupi verkamanns. Lög set! með verkföllum En ameríska auðvaldið bannaði framar öllu öðru samstarfið við Sósíalistaflokkinn. Og stjórnarflokk- arnir hlýddu. Sömu flokkarnir sem 1942—1947 höfðu ýmist setið vikum saman eða mánuðum að samning- um við okkur sósíalista til þess að fá okkur í stjórn með sér og talið ófært að mynda stjórn í landinu nema við værum með og sumir síðan setið í ríkisstjórn með okkur árum saman; þessir sömu flokkar fóru nú, eftir erlendri fyrirskipun, að lýsa því yfir, að það mætti ekki mynda ríkisstjórn með Sósíalistaflokknum. Og það var lagt blátt bann við að samþykkja þá endur- bótalöggjöf, er flokkurinn hefur barizt fyrir þing eftir þing, endurbæturnar á alþýðutryggingunum, stór- felldar umbætur húsnæðislöggjafarinnar, hækkun or- lofsins upp í 6%, lenging hvíldartímans á togurum upp í 12 stundir, atvinnuleysistryggingar, en öll þessi frv. hefur flokkurinn flutt í 6—10 ár, og hið siðast- nefnda atvinnuleysistryggingarnar nú í 12 ár. Þau voru öll svæfð eða drepin af stjórnarflokkum þings- ins.. Það mátti ekki hafa samstarf við sósíalista. En þá var það sterkari aðilinn, sem tók í taumana. Verkalýðurinn tók málið í sínar hendur. Togara- sjómennirnir gerðu 12 tíma hvíldina að staðreynd með mánaðar verkfalli. Verkamenn gerðu fjölskyldubætur og mæðralaun að lögum með 3 vikna verkfalli. Og nú í vor tóku verkalýðssamtökin til sömu ráða, at- vinnuleysistryggingar og 3 vikna orlof urðu lög með 6 vikna verkfalli. En það er dýrt fyrir þjóðina alla, að verkalýðurinn skuli þurfa að setja réttlætið í lög með fórnfrekum verkföllum, þegar hægt var að leiða þau réttlætismál í lög á Alþingi með samstarfi við Sósíalistaflokkinn. Það er dýrt fyrir þjóðina, að auðvaldið íslenzka og fylgifiskar þess skuli vera að stritast við að stjórna landinu á móti voldugasta aðilanum, verkalýðnum, sem ber þjóðfélagsbygginguna á herðum sér, vitandi að þeir geta það ekki, enda eru nú loksins allar fyrir ætlanir ameríska auðvaldsins um einangrun Sósíal- istaflokksins að brotna i rúst. Sósíalistaflokkurinn stjórnar ekki aðeins ýmsum bæjum landsins með samstarfi við aðra vinstri flokka, heidur voru nú í fyrsta sinn, síðan amerískra áhrifa tók að gæta á Alþingi íslendinga, samþykktar veigamiklar tillögur frá Sósíalistaflokknum einum, svo sem ákvörðunin um að skipa þingnefnd til þess að rannsaka orkrið, enda lýsti nú annað stjórnarblaðið, Timinn, því yfir í vetur, að einangrun kommúnista, eins og þeir orða það, væri nú rofin; ameríska banninu á samstarfi ís- lendinga hefur.verið hnekkt. Öll þessi bönn hins ameríska auðvalds og nýríkrar auðstéttar Reykjavíkur hafa brotnað á þeirri bjarg- föstu staðreynd, að alþýða íslands er of sterk til þess að verða brotin á bak aftur, að alþýða íslands er of skynsöm til þess að láta Rússagrýlur hræða sig, að alþýða íslands er of heiðarleg til þess að láta stinga samvizku sinni svefnþorn, að alþýða íslands er of hugrökk til þess að láta áróðurinn skelfa sig. Eining alþýðunnar eflisf Umskiptin, sem márka straumhvörf í íslenzkri sögu, beina þróuninni burt frá því alræði braskaranna, sem hún stefndi að, og að lýðstjórn og samstarfi vinnandi stéttanna, þau umskipti hafa gerzt í vetur. Þegar þetta Alþingi hefur setið, lerígst af verklaust við að bíða eft- ir lélegum frumvörpum úrræðalausrar rkisstjórnar, á meðan nákrumla einokunarauðvaldsins í Reykjavík dæmdi Alþingi íslendinga til aðgerðaleysis, tók al- þýða íslands gang málanna í sínar hendur. í nóvem- her í vetur myndaði þing Alþýðusambands íslands, fulltrúar 27 þúsund verkamanna, verkakvenna, sjó- manna, iðnaðarmanna og sveitafólks einingarstjórn undir forsæti Hannibals Valdimarssonar og samþykkti einróma að Ieggja til atlögu, allsherjarkauphækkunar til að endurheimta til alþýðunnar nokkuð af því, sem auðstéttin hafði rænt á undanfömum 7 árum. Og í hörðustu stéttaátökum íslenzkrar sögu, 6 vikna verk- fallinu í vor, hefur nú þetta Alþýðusamband, þessi einhuga verkalýðshreyfing, sýnt sig að vera sterkasta valdið á íslandi, af því að það vald berst fyrir réttlæt- inu, af því að það réttir hlut þeirra vinnandi manna, sem afskiptir voru. Kaupkröfum verkamanna í Reykjavík, sem settar voru fram í samræmi við hina einróma ákvörðun Ál- þýðusambandsþings, var vel tekið af almenningi. Allt vinnandi fólk taldi sanngjarnt að verkamenn fengju nú sem mestan hluta þess, er rænt hafði verið af þeim síðan 1947, að kaupið nálgaðist nú það að vera það sem það þá var. Bændur og opinberir starfsmenn höfðu samúð með verkamönnum, enda áttu báðir sömu hagsmuna að gæta og þeir. Gekk nú svo langt, að Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins, sem oft hefur verið íhaldssamur í launamálum, tók undir um að það yrði að hækka launin. Fjölmargir atvinnurekendur vildu semja, einkum hinir smærri, sem sjálfir vita hvað það er að vinna og að ekki er hægt fyrir fjölskyldumann að lifa af 3 þús. kr. á mán. Verkalýðsfélögin frestuðu verkfallinu í 3 vikur til þess að hægt yrði að semja án verkfalls. Þjóðin bjóst við samningum í síðasta lagi fyrsta sunnu- dag verkfallsins. En þá greip önnur hönd í taumana. Árás úr „innsfa hringnum" í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, sem einnig ræð- ur Vinnuveitendafélagi íslands, var tekin örlagarík ákvörðun varðandi kaupdeiluna, og það er ekki í fyrsta skipti, sem slík ákvörðun er tekin þar. Við sem barizt höfum með reykvískri alþýðu s.l. aldarfjórð- ung vitum hvað slíkar ákvarðanir boða. í nóv. 1932 var tekin sú ákvörðun í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins að hefja almenna kauplækkunarherferð með því að lækka kaup þeirra verkamanna er unnu í atvinnu- bótavinnu úr 1.36 kr. niður í 1 kr. Það átti að níðast á þeim allra fátækustu. Þeim sem aðeins höfðu vinnu 1 viku i mánuði og sultu hálfu hungri. Þessari hung- urárás Sjálfstæðisflokksins var hrundið af reykvískum verkalýð hinn sögufræga dag, 9. nóv. 1932. Það varð ekkert úr kaupkúguninni þá. Nú um miðjan marz var aftur tekin ákvörðun í innsta hring Sjálfstæðisflokksins um að láta skríða til skarar, eins og það var orðað þar. Verkalýðshreyfing- in skyldi brotin á bak aftur. Verkamenn Reykjavíkur skyldu sveltir til uppgjafar. Verkfallið var af auð- Framh. á 9. síðu

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.