Nýi tíminn


Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 19.05.1955, Blaðsíða 6
6) — NÝI TtMINN — Fimmtudagur 19. maf 1955 »---------------------------------------------------- Níl TÍMINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson Greinar I blaðið sendist til ritstjórans. Adr.: Afgreiðsla , Nýja tímans, Skólavörðustíg 19, Reykjavík Afgreiðsla og auglýsingaskrifstofa Skólav.st. 19. Sími 7500. Áskriftargja’d er 30 krónur á ári. Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. «-----------------------------------------------------<S> Áfram \ hlutverki íhaldshækfunnar? Útvarpsumræðurnar frá AJþingi og skrif Tímans aö þeim loknum eru glögg sönnun þess aö vaxandi óróa gætir nú jafnvel í foringjaliði Framsóknar út af samvinnunni við íhaldið. í útvarpsumræðunum kom óttinn við reiði ó- breyttra flokksmanna skýrast fram í ræðu Hermanns Jón- assonar. Gaf Hermann að þessu sinni eins og oft áður sanna og skilmerkilega Iýsingu á hlutverki íhaldsins, þjónustu þess við fámenna stétt milliliða og braskara og játaði að ekki yrði um breytt til batnaðar nema íhaldið yrði svift völdum og áhrifum. Endurspeglaði ræða for- manns Framsóknarflokksins vilja og skoðanir þess fóiks sem hingað til hefur veitt flokki hans brautargengi en er sárónánægt með hina nánu samvinnu hans við íhaldiö og er á mörkunum að yfirgefa Framsókn af þessum ástæðum. Annar og óskyldur tónn kom hins vegar fram í ræðum þeirra ráðherra Framsóknar er þátt tóku í umræöunum. Eysteinn Jónsson og Steingrímur Steinþórsson sungu íhaldssamvinnunni lof og prís. Varð ekki ráðið af mál- flutningi þeirra að nokkur ágreiningur væri lengur milli íhalds og Framsóknar. Báðir lögðu þeir Eysteinn og Stein- grímur áherzlu á að lofsyngja stjórnarstefnuna og tbldu henni allt til ágætis. Jafnframt helltu þessir aftaníossar íhaldsins úr skálum reiði sinnar yfir verkalýðinn og Sósíal- istaflokkinn og mátti vart í milli sjá hvorir voru hatUrs- fyllri í garð verkalýðshreyfingarinnar og vinnandi fólks, þessir ráðhen’ar Framsóknai’flokksins eða hinir opinboru talsmenn auðstéttarinnar í umræðunum, fulltníar Sjáli- stæðisflokksins. Þrátt fyrir þennan ólíka tón í málflutningi Framsóknar- íorkólfanna er það alveg augljóst mál sem ekki þarf um að deila, að áhrifarík öfl í foringjaliði Framsóknar stefna al- veg markvisst að því að tengja flokkinn sem nánast íhaldinu og auðstéttinni og halda stjórnarsamstarfinu á- fram. Orð Hermanns Jónassonar eru ætluð til að róa kjós- endur Framsóknar sem eru að gefast upp á flokknum af því að þeir finna lítinn eða engan mun á honum og íhald- inu. Þessi hópur Framsóknarmanna fer nú sívaxandi og! um leið eykst hættan á því að tæpu kjördæmin sem ihaldið stefnir að uppkaupum á verði auðunnið herfang. Til þessa fólks beinir Hermann Jónasson máli sínu í þeirri von aö takast megi að tefja fyrir að það verði viðskila við flokk- inn sem brugðist hefur hugsjónum þess og áhugamáhim. Eysteinn og Steingrímur virðast hins vegar lifa áhyggju- lausu lífi í flatsænginni hjá íhaldinu og láta sig einu gilda hver örlög bíða Framsóknarflokksins. Þeim er fyrir öllu að Framsókn gegni hlutverki íhaldshækjunnar af trú- mennsku og undirgefni, en spara sér öll heilabrot um það sem við tekur fyrir Framsóknarflokkinn þegar traustið er farið veg allrar veraldar og fólkið snýr við honum baki. Framsóknarforingjar af gerð Eysteins Jónssonar og Steingríms Steinþórssonar virðast senn reiðubúnir að ganga að tilboði Jóns Pálmasonar um algjöra og endaníega sameiningu beggja flokkanna. Önnur ályktun verður ekki dregin af ánægju þeirra með stjórnarsamstarfið og þaö hækjuhlutverk sem flokkur þeirra gegnir nú í þágu íhalds- ins. En eru Framsóknarmenn almennt á sömu skoðun? Ætla þeir að líða örfáum afturhaldssömum foringjum, sem eru komnir 1 náin f járhagsleg tengsl við milliliðina og brask- arana sem Hermann Jónasson lýsir réttilega, að haida á- fram að rýja Framsókn svo tiltrú og trausti heiðaiiegia vinstri kjósenda í sveitum landsins að óskadraumur þeirra um algjöran samruna við braskaraflokkinn geti þess vegna hæglega orðið að veruleika? Þessa spurningu þurfa frjálslyndir Framsóknarmenu að gera upp við sig áður en það er um seinan. Afturhaldesöm- ustu foringjar flokksins og hermangaradeild hans una vel hag sínum við núverandi kringumstæður og æskja engra breytinga. Þessir menn vilja fá að vera hækja íhaldsins og hjálpa því til að halda núverandi valdaaðstöðu. Hér verða því óbreyttir liðsmenn Framsóknar að taka sjálfir til sinna ráða og knýja forustuna af braut íhaldssamvinnunnar — neyða hana til að ganga úr hækjuvistinni hjá flokki brask- aranna pg’ milliliðanna. Hlutleysisstefnan færði Austurríki lok hersetunnar Vesfurveldin lafhrœdd v/ð að fordœmi frcendanna i suSri freisti ÞjóSverja 17ínarbúar dönsuðu á götun- ’ um s.l. fimmtud þegar frétt in barst um að sendiherrar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Bretlands og Frakklands og utanríkisráðherra Austurríkis hefðu gengið frá samningnum sem tryggir Austurríki frelsi og fullveldi. Áður en þetta ár er úti verður lið hernámsveld- anna fjögurra búið að yfir- gefa landið og Austurrikis- menn verða orðnir húsbænd- ur á sínu heimili í fyrsta skipti í 17 ár. Það var vorið 1938 sem hersveitir Hitlers héldu inn í Austurríki og lögðu það undir sig undir kjörorðinu „Ein þjóð, eitt ríki, einn leiðtogi". Stjóm íhalds- aflanna í Austurríki, sem hafði brotið verkalýðshreyf- inguna á bak aftur í blóðug- um bardögum 1934, lyppaðist niður fyrir nazistum. í þeim dansi sem á eftir fór urðu Austurríkismenn að fylgja dansstjóranum í Berlín, sumir viljugir en aðrir nauðugii'. egar heimsstyrjöldin síðari stóð sem hæst gáfu Banda- menn út yfirlýsingu um það að eitt af stríðsmarkmiðuin þeirra væri að láta Austurríki fá frelsi sitt og sjálfstæði á ný. Samið var um það hvernig landinu skyldi skipt í hersetu- svæði milli stórveldanna fjög- urra. Vorið 1945 sótti sovét- herinn inn í Austurríki að austan og tók Vínarborg en Bandaríkjamenn og Frakkar sóttu inn í landið úr vestri. Yfirhershöfðingjar fjórveld- anna mynduðu ráð í Vínar- borg og fengu vald til að kveða á um hvort lagasetning Austurríkismanna skyldi öðl- ast gildi. Strax árið 1946 var farið að ræða um að binda endi á hersetuna. Bandamenn töldu sig aldrei hafa átt í stríði við Austurríki og því var ekki talað um að gera við það friðarsamning heldur ríkissamning, samning þar sem endurreisn austurríska rílris- ins væri staðfest. TT’ftir að kalda stríðið harðn- aði fór samningsgerðin að ganga tregt. Ánim saman hjakkaði allt í sama farinu. Ríkisstjórnir Vesturveldanna kváðust fúsar til að fara á brott með her sinn en drógu jafnframt ekki dul á að þær gerðu ráð fyrir að geta inn- limað allt Áusturríki í hernað- arkerfi sitt þegar sovéther- inn væri farinn úr austur- hluta landsins, þar sem ríkis- stjórnir þær sem sátu að völd- um í Austurríki voni í hvi- vetna hliðhollar Vesturveldun- um. Eftir síðustu kosningar í Austurríki fór ástandið að breytast. Við forsætisráð- herraembættinu tók Julius Raab, sem innan hins íhalds- sama Þjóðflokks, sem frá stríðslokum stjómaði landinu ásamt sósíaldemókrötum, hafði barizt fyrir þvf að tekin yrði upp sjálfstæðari utanríkis- stefna. Eitt fyrsta verk Raab var að losa sig við utanrikis- ráðherrann Karl Gruber, sem hafði haft það fyrir reglu að ráðfæra sig um hvaðeina við fulltrúa Bandaríkjanna í Vín- arborg og hafa vilja þeirra að leiðarstjömu. Utanríkisráð- herra í stað Grubers varð Leopold Figl, fyrrverandi for- sætisráðherra. Hafði Gmber --- Srlend tí ðindl k=r-..„. ■■ ■ 'J nokkm áður borið á hann, að hann hefði staðið í leynimakki við fulltrúa Sovétríkjanna án sinnar vitundar. Daab er fulltrúi þess hluta austurrísku borgarastétt- arinnar, sem gerir sér Ijóst að þjóðin getur ekki lifað til lengdar á bandarískum fram- færslustyrk. Ef landið á að standa á eigin fótum verður það að hafa vinsamlega sam- búð og víðtæk viðskipti við nágranna sína í austri ekki síður en vestri. Með komu hans í forsætisráðherrastól- inn vom þessi sjónarmið leidd til öndvegis í Austurríki. í síðasta mánuði þáði Raab svo boð Molotoffs utanríkisráð- herra Sovétríkjanna xxm að koma til Moskva til viðræðna. Þar náðist fljótlega það sam- komulag, sem samningurinn sem utanrikisráðheiTar fjór- veldanna undirrituðu í Vínar- borg sl. sunnud., byggist á Austurríki skuldbindur sig til að gæta algers hemaðarlegs hlutleysis, ganga ekki í hem- aðarbandalag og leyfa engu erlendu ríki hemaðaiafnot af austurrísku landi. Dáðamenn Vesturveldanna, einkum þó Bandaríkjanna, vom allt annað en hrifnir af samningi Raab og Molotoffs en fengu elcki að gert.. „1 höf- uðborgum Vesturveldanna em menn áhyggjufullir yfir að dr. Raab láti til leiðast að gera samning — máske um hlut- laust Austurríki — þar sem hagsmunir Vesturveldanna séu fyrir borð bomir,“ sagði New York Times 10. apríl þegar forsætisráðherrann var að leggja af stað til Moskva. Þær áhyggjur reyndust síður en svo ástæðulausar, en Vest- urveldin höfðu svo þráfaldlega lýst því yfir að á engum stæði nema Sovétríkjunum að undirrita samninginn við Austurríki að þau gátu ekk- ert sagt nema já og amen, hve óljúft sem þeim var að sjá enn eitt Evrópuríki aðhyllast hina margfordæmdu hlutleys- isstefnu. /Vunúin sem einkenndi um- mæli stjómenda Vestur- veldanna, og þó einkum Bandaríkjanna, um samkomu- lag Sovétríkjanna og Austur- ríkis stafar þó fyrst og fremst af ótta við þau áhrif, sem endalok hersetunnar í Austurríki kunna að hafa í Þýzkalandi. Ár eftir ár hafa stjórnir Vesturveldanna og Vestur-Þýzkalands hafnað öll- um tillögum sovétstjómarinn- ar um að Þýzkaland verði sameinað og hernaðarlega hlut- laust. Allt kapp hefur verið lagt á að telja Þjóðverjum og öðrum trú um að þessi boð séu einungis áróður og blekk- ing, það sem fyrir Sovétríkj- unum vaki sé að fá tækifæi’i til að leggja allt Þýzkaland undir sig. Hér eftir verður erfitt að fá Þjóðverja til að taka þessa kenningu alvar- lega. Ef fámenn og fátæk þjóð eins og Austurríkismenn getur verið hlutlaus í miðri Evrópu, hversu miklu heldur er þá ekki slíkt á færi 60 milljóna þjóðar sem byggir eitt auðugasta land álfunnar? Fnn sem fyrr er sameining ■^ Þýzkalands mál málanna í augnmi nær allra Þjóðverja. Friðsamleg sameining er ekki möguleg nema með samkomu- lagi Vesturveldanna og Sovét- ríkjanna. Engum dettur í hug að sovétstjórnin láti einn góðan veðurdag her sinn halda heim úr Austur-Þýzka- landi og bjóði Vesturveldunum vinsamlegast að senda sína heri að taka við stöðvum har.s, en aðild sameinaðs Þýzkalands að A-bandalaginu, sem Vesturveldin segjast stefna að, jafngilti því. Nú hefur verið gengið frá upp- töku Vestur-Þýzkalands í bandalagið og hervæðing þess á að fara að hefjast, en öðru er nær en að Þýzkalandsmál- unum hafi þar með verið ráð- ið til lykta. Hin öfluga stjórn- arandstaða í Vestur-Þýzka- landi kveðst muni berjast af alefli gegn löggjöfinni sem setja þarf ef framkvæma á hervæðinguna. Meira að segja stuðningsflokkar ríkisstjórn- ar Adenauers keppast við að bera fram tillögur um hvernig hægt sé að fá landið samein- að með því að slaka á tengsl- unum við Vesturveldin. Nú er fyrir dyrum fundur æðstu manna f jórveldanna og gengið er að því sem vísu að þar muni sovétstjómin bera fram nýjar tillögur um sameinað, hlutlaust Þýzkaland. James Reston, aðalfréttaritara New York Times í Washington fór- ust orð á þessa leið 21. ápril: „Washington. ... óttast að frjálst Austurríki verði tæl- andi fyrir Þýzkaland. Líkleg- ast mun Washington fallast á tillögur Austurríkisstjórnar um málið, en hún gerir það ekki með glöðu geði. Hér er það nefnilega hald manna að Moskva hafi fundið geisilega haglegt ráð til að reyna að ónýta stefnu Vesturveldanna gagnvart Þýzkalandi". M.T.Ó.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.