Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 4
Spurningamerkin Mérverðurí því samhengi hugsaðtil hans langafa míns sem brá sér einhveru sinni af bæ og gat stúlkukind barn, þótt hann heima við ætti konu sem ól honum möglunarlaust 15 börn. Þetta þótti henni nú einum of og orti: Hnúta bastu meina mest mjög til lasta hraður. þetta gastu gert mér verst, guðlausasti maður. Þessi vísa hefur fylgt honum meðal niðjanna æ síðan, þótt hann héldi sig heima við í annan tíma og hali nú legið í gröf sinni í rúm 100 ár. Eftil vill má af þessu læra að menn skyldu aldrei bregða sér af bæ í slíkum erindagjörðum! En þá erum við einmitt komin að veika blettinum á ættfræðinni, óvissunni, spurningamerkjunum. Ættfræði, það er nú meiri vitleysan, segja sumir, það er ekkert að marka hana. það eru allir undan öllum og stór hluti þjóðarinnar rangt feðraður, tíu prósent, segja nýjustu athuganir, hvernig sem þær eru nú framkvæmdar! Og víst er um það að seint komast öll kurl til grafar í þeim efnum. Ekki er allt sem sýnist Hvernig var ekki með piltinn sem kom til föður síns og sagðist hafa í hyggju að festa ráð sitt. Karl tók vel í það og spurði hvaða stúlku hann hyggðist kvænast. Það er hún Sigga í Norðurkoti, svaraði pilturinn, glaðlega. það varnúslæmt, svaraði faðirinn, því þér að segja þá er hún Siggalitladóttirmín. En þú ert nú ungur og af nógu að taka, þú finnur þér fljótlega aðra. Pilturinn lét sér þetta lynda og leið svo nokkur tími. Þá kom hann aftur að máli við föður sinn og sagðist vera búinn að finna þá einu réttu. Faðirinn gladdist og spurði hver hún væri. það er hún Guðrún í Efra-Gerði, svaraði pilturinn. Æi drengurinn minn, þetta er afleitt, sagði karlinn, það er nefnilega eins með hana, hún er líka dóttir mín. Pilturinn lagðist nú í þunglyndi og hugarvíl og hafðist ekki út úr honum orð. Móðir hans gekk á hann og spurði hvað væri að og þótt hann væri tregur til þess að láta nokkuð uppi kom svo að lokum að hann sagði henni alla söguna. O, láttu það ekki á þig fá Jón minn, mælti móðirinn, þetta getur allt gengið upp, - því að hann pabbi þinn - hann á heldur ekkert í þér! Já, það er eins gott að hafa ættfræðina í lagi. Gjafasæði og siðleysi En þótt aldrei verði við öllu séð er okkur skylt að leita sannleikans og hafa það er sannara reynist, og þótt spurningamerki leynist innan um og saman við réttlætir það ekki að við köstum allri ættfræði fyrir róða. En sannleiksþrautin kann að reynast þyngri en margan grunar ef eina örugga haldreipið til þessa, nefnilega kvenleggurinn, fer að verða óábyggilegt. Nú þegar ömmur eru farnar að ganga með barnaböm sí n og dætur með sy stur og bræður sína.Aðégnúekki tali um erlendagjafasæðið sem við vitum hvorki haus né sporð á og streymir nú inn í landið. Satt að segja finnst mér það ekki bara ólöglegt heldur einnig siðlaust af þjóð, sem hefur af stolti rakið ættir sínar í ellefu hundruð ár, að bjóða börnum sínum upp á slíkt. - og það á sama tíma og varla er flutt inn hundsgrey til landsins án þess að því fylgi löng og skrautskrifuð ættartala! Upprunaleit Við vitum að það kemur alltaf að þeirri stund í lífi hverrar manneskju að hún leitar uppruna síns, það er okkur bæði þrá og þörf að vita hvaðan við komum og hverjir eru ættfeður okkar, að ég tali nú ekki um hverjir eru foreldrar okkar. Allt um kring sjáum við dæmi þess að fólk leggur á sig ómælda vinnu og erfiði við að hafa upp á feðrum sínurn, jafnvel í öðrum heimshornum, leitar og leitar árum saman. Tökubörn og ástandsbörn spy rj a og spyrja, grúska og grafa, oft með góðum árangri og ólýsanlegri gleði. Því hver svo sem uppskeran verður, viljum við vita. En hvar eiga þeir að grúska og grafa sem komu tii landsins án upplýsinga um sendanda, þeir sem ekkert hafa til að fara eftir, engan þráð, ekkert spor? Um þá verður seint sagt “Allir hafa stigið á sína ættartorfu”. Ég get ekki annað en vonað og veðjað til þeirra sem að þessum málum standa að þeir setji upprunastimpil á sendinguna svo eftir einhverju sé að fara, ef og þegar þess er óskað. Með tilliti til þess að um tíu prósent allra hjónabanda eru af einhverjum ástæðum barnlaus, ef ekkert er að gert- þá gætu þau börn sem koma til á þennan máta orðið nokkuð mörg þegar fram í sækir og tæknin vex. Og hver veit nema sagan um hann Nonna litla og kvonfangið hans fengi þá ekki eins farsælan endi. "Óvissan og spurningarmerkin réttlæta ekki að við köstum allri ættfræði fyrir róða."

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.