Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 13
Aðalfundur Ættfræðifélagsins Aðalfundur ættfræðifélagsins var haldinn að Hótel Lind fimmtu- daginn 23. mars 1995. Hólmfríður Gísladóttir formaður setti fundinn og las upp nöfn þeirra félaga sem látist hafa á árinu og bað menn að votta þeim virðingu með því að rísa úr sætum. Formaðurinn flutti skýrslu stjómar og sagði árið hafa verið ár mikilla umsvifa hjá félaginu, bæði í sambandi við 50 ára afmæli fél- agsins og vinnu við Manntalið 1910. Einnig væri Fréttabréfið í örum vexti undir stjórn Hálfdanar Helgasonar. Félagar Ættfræðifélagsins eru nú 640 talsins og hefur ijölgað mjög ört á síðustu tveim árum. Engin umræða varð um skýrsluna og var hún samþykkt. Klara Kristjáns- dóttir, gjaldkeri, las síðan upp ársreikninga félagsins og voru þeir samþykktir án athugasemda. Síðan var kosin ný stjórn og skipti hún með sér verkum á stjórnar- fundi 29. mars. Enginmótframboð bárust: Stjórnina skipa: Aðalstjórn: Hólmfríður Gísladóttir for- maður Klara Kristjánsdóttir varafor- maður Þórarinn Guðmundsson gjald- keri Guðfinna Ragnarsdóttir ritari Bryndís Svavarsdóttir með- stjórnandi Varastjórn: Guðmar Magnússon Olafur Vigfússon Endurskoðendur voru kosnir: Guðjón Oskar Jónsson og Jóhannes Kolbeinsson Hólmfríður þakkaði traustið og bauð nýj a félaga velkomna í stj óm- ina. Hún þakkaði fráfarandi stjóm- armeðlimum Kristínu H. Pétursd- óttur og Kristínu Guðmundsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu fél- agsins. Síðan var drukkið kaffi. Arngrímur bar síðan upp þá til- lögu, eftir hugmynd fráfarandi gjaldkera, að hækka árgjaldið í 1400 kr og var hún samþykkt. Rökin voru m. a. þau að kostnaður við fréttabréfið vex með vaxandi umfangi þess og fréttabréfið er oft eini tengiliður meiri hluta félags- manna við félagið og því rnikil- vægt að vanda vel til þess. Nokkrir félagsmenn tóku til máls og lýstu ánægju sinni með störf stjórnarinnar og með fréttabréfið. Einnig sýndu menn nýja húsnæð- inu á Dvergshöfða mikinn áhuga en nú verður farið að huga að nýtingu þess. Auglýsti stjórnin eft- ir hugmyndum í því sambandi. Að lokum sagði Guðfmna Ragn- arsdóttir litla ættarsögu. Síðan var fundi slitið. Stjórnin skipaði síðan í nefndir félagsins og eru þær sem hér segir: Ritnefnd: Guðfinna Ragnarsdóttir Hálfdan Helgason Kristín H. Pétursdóttir Tölvunefnd: Amgrímur Sigurðsson Bryndís Svavarsdóttir Hálfdan Helgason Félagatalsnefnd: Bryndís Svavarsdóttir Hálfdan Helgason Þórarinn Guðmundsson Húsnæðisnefnd: Guðfinna Ragnarsdóttir Guðmar Magnússon Hálfdan Helgason Kristín Hjartar Útgáfunefnd fyrir Manntalið 1910: Eggert Kjartansson Hólmfríður Gísladóttir Sigurður Sigurðarson Laganefnd: Arngrímur Sigurðsson Ólafur Vigfússon Sigurður Sigurðarson Guðfinna Ragnarsdóttir ritari. 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.