Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 7
Laxdælu í Menntaskóla og fannst hún framandi og erfið. Þá datt mér í hug að rekja ættir hennar til landnáms og útkoman varð sú - að sjálfsögðu með einhverjum fyrirvara - að hún væri 30. ættliðurinn frá Agli Skallagrímssyni. Það eru í sjálfu sér engar fréttir, en þegar mér varð ljóst að ég hafði haldgóðar upplýsingar um sjö ættliði, en dóttir mín er 7. ættliðurinn frá Ormi Sigurðssyni í Fremri-Langey, þá skrapp íslandssagan snögglega saman. En af Ormi sem uppi var 1748-1834 kunni Björg Magnúsdóttir, fóstra móður minnar, margar sögur. Hún var fædd 1888 og dó 97 ára 1985, og Ormur var langalangafí hennar. Mér fannst sú staðreynd bæði yfirþyrmandi og spennandi að ég -miðaldra- skyldi hafa innsýn í tæpan íjórðung Islandssögunnar. Mannlýsingar Mannlýsingar segja oft margt um manngerðir fyrri alda, og hver þekkir ekki lýsingar Islendinga- sagnanna af söguhetjunum. Ekki væri heldur ónýtt að fá fleiri mannlýsingar á borð við þá sem Friðrik Eggerts ritar um Bjama Pétursson sýslumann og bónda á Skarði á Skarðsströnd í bókinni “Ur Fylgsnum fyrri alda”, en hann var samkvæmt henni, héraðsríkur, drykkfelldur, stórbrotinn við öl, örlyndur, stórgjöfull og í meira lagi kvenhollur. Fríður var hann, bjartleitur, stórleitur og mjög höfðinglegur, vel viti borinn, skrifari góður, þrekogflat- vaxinn, limaður vel með laglega hönd og lánlegur eftir að líta. Um afkomendur eins barna hans segir aftur á móti að þau séu lítilmenni og þau einkenni fáfræði, óregla, gáfnaleysi í giftumálum, heimska, ónytjungsskapur og barnafjöldi! “ Þær verða daufar mannlýsingarnar okkar miðað við þessi stóryrði. Haldreipi Þegar litið er á ættfræðinnar ýmsu hliðar höfðar eitt til mín og annað til þín. En það er sannarlega gleðilegt að finna og sjá að ættfræðin - þessi foma þjóðaríþrótt okkar íslendinga, og ef til vill fyrsta andlega iðkan, skuli skipa svo stóran sess í þjóðlífinu sem raun ber vitni. Á tímum rótleysis og örra þjóðfélagsbreytinga er slíkt mikilvægaraen orð fá lýst. Eftil vill erættfræðin haldreipi í hverfulum heinii. Þar á hver sinn örugga sess, þar finnum við rætur okkar og sögu. Hin viðamikla útgáfa ættfræðirita síðustu ára, ekki síst myndskreyttu niðjatölin, en þar á atorku- maðurinn Þorsteinn Jónsson stóran hlut að máli, hefur átt mikinn þátt í að glæða ættfræðiáhugann. Útlán slíkra bóka hafa hátt í hundraðfaldast á síðustu árum að sögn bókasafnanna. Ekki má heldur gleyma öllum stéttatölunum, kennara-, múrara-, lögfræðinga-, lækna- og ljós- mæðratali svo eitthvað sé nefnt. Annað sem ekki síður hefur glætt áhuga á ættfræði eru niðjamótin sem haldin eru í tugatali ár hvert. Þar hittast ungir og gamlir, ef til vill í fyrsta sinn, stofna til kynna, bera saman bækur sínar og skiptast á fróðleik um ætt og uppruna. “ættartölur yndi ég við...” I Ættfræðifélaginu vex félagaijöldinn hröðum skrefum og telur það nú á 700 hundrað manns. þar eru haldnir fundir með fróðlegum erindum hvern mánuð og ættfræðiritin smá og stór ganga þar kaupum og sölum. Og þar eru víst margir sem taka undir orð Indriða Þórkelssonar, bónda og ættfræðings á Ytra-Fjalli í Aðaldal þegar hann segir: Ef það væri að sveitar-sið, svoleiðis lífi að haga, ættartölur yndi ég við alla mína daga. Tölvuforrit Á tölvuöld koma líka ættfræðiforrit sem höfða til ungu kynslóðarinnar og þar spýtast út á færibandi ættrakningar aftur í myrkustu miðaldir og stundum lengra. Já, það er önnur öldin en þegar fornir fræðaþulir sátu með ijaðrapennann og bókfellið. Þeir sem áhuga hafa á ættfræði hafa sannarlega úr mörgu aðmoða. Það geta ekki margarþjóðirstærtsig af mönnum á borð við Guðna Jónsson, prófessor, sem á átta árum lét frá sér sex ættfræðibækur- auk manntalsins 1816 - samtals þrjú þúsund og sexhundruð bls. Eitt verkanna var Bergsætt sem fljótlega fékk á sig það orð að innan hennar væru menn örir til ásta, þetta vegna þess að Guðni notaði orðið launbam um öll óskilgetin börn og þau urðu auðvitað mörg í stórri ætt. Spunnust af því ýmsar gamansögur eins og sú um stúlkuna sem var í þingum við giftan mann. Móðir stúlkunnar barmaði sér yfir þessu við vinkonu sína, en sagði um leið að við þessu væri víst lítið að gera, því þau væru bæði af Bergsætt! "Ættfræðin tengir okkur sögunni, þjóðinni, menningunni og landinu" 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.