Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1995, Blaðsíða 15
% w V >fj}. ' .■ § ii SS >. 11 Salonsofin ábreiða Þessa ábreiðu átti langamma mín Agnes Guðfmnsdóttir, ljósmóðir á Fellsströnd og mun hún hafa unnið hana sjálf. Agnes var fædd 1850 að Neðri-Fitjum Þorkelshólshr., V,- Hún. Bama-Steinn b. á Ægissíðu á V atnsnesi var afi hennar. Agnes gaf elsta syni sínum Guðfmni Jóni Bjömssyni afa mínum f. 1870 og konu hans Sigurbjörgu Guðbrandsdóttur í Litla-Galtardal, Fellsströnd, ábreiðuna. Sigurbjörg gaf síðar dóttur sinni og móður minni Björgu Þuríði Guðfmnsdóttur f. 1912 ábreiðuna og hún gaf mér hana. (Guðfinna Ragnarsdóttir) Illeppar Svanhildur Árnadóttir vann þessa illeppa. Hún var fædd 11. apríl 1858 dáin 22. júlí 1936. For: Árni Jónsson og Þorbjörg Gunnarsdóttir búandi hjón á Hlíðarfæti í Svínadal Borg. Svanhildur var í áratugi á Steinum í Stafholtstungum og dó þar. Hún var heilsuveil og vann því mest í sessi, spann og prjónaði. Virka daga vann hún húsbændum sínum en á sunnudögum prjónaði hún ýmislegt íyrir sig, gjaman til gjafa eins og þesa illeppa. Brúna röndin utan með er mosalituð, en Svanhildur stakk alltaf smáhespu í pottinnn þegar eitthvað var litað. (Þuríður J. Kristjánsdóttir) 15

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.