Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 31
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR 29 Snæfellsk væri — merkustu konu, sem hann hafi nokkurn tíma þekkt. Fjarri fer þó því, að sr. Árni hafi lagt lag sitt eingöngu við helga menn, stórskáld og spámenn. Þvert á móti hefir mannblendni hans ver- ið svo mikil og farið svo lítið í mann- greinarálit, að manni virðist hann engum hafa gleymt og engum leyft undan að ganga þeirra manna, er hann hafði einu sinni kynst á sinni löngu lífsleið. En í þeim hóp er margur kynlegur kvistur, — þótt ekki sé nema þeir féiagarnir Símon Dalaskáld og Gvendur dúllari, frændi sr. Árna og dr. Jóns biskups, — en líka margur heiðurs- og dándismaður, svo ekki sé annar nefndur en skörungurinn Magnús Andrésson, afi hans. En í þessum punkti eru þeir sr. Árni og Þórbergur eins: báðir eru jafn sólgnir í lífið sjálft í öllum þess undarlegu myndum. Gvendur dúll- ari og sr. Árni sjálfur eru báðir séní af því sauðahúsi, sem Þórbergur var á þönum eftir, á duggarabandsárum sínum, svo sem sjá má af íslenskum aðli. En — hve mikið á nú Þórbergur í þessum bókum og hve mikið sr. Árni sjálfur? Ég var svo lánsamur að kynnast sr- Árna lítils háttar, en þó sú kynn- iug væri stutt, var hún nóg til þess að sannfæra mig um það, að í þess- Um bókum er sr. Árni lifandi kom- inn. Það kemur að vísu fyrir, að Þór- bergur bæti við sögu sr. Árna at- riðum frá eigin brjósti eða eftir öðrum heimildum (svo t. d. í þátt- unum af Guðmundi dúliara og Signýju hinni helgu). En langoftast þræðir Þórbergur sögur sr. Árna og stíl — og einmitt í þessum trúnaði við fyrirmyndina — hér sem í Of- vitanum — kemur fram meistarinn hjá Þórbergi. Hver annar en hann hefði getað skrifað 4—6 binda ævi- sögu upp eftir öðrum manni, án þess að blanda sínum stíleinkenn- um — svo nokkru nemi — saman við söguna? ☆ Viðbætir (úr bréfi) Kæri Gísli: — Þegar ég sendi þér greinina um Þórberg, hafði ég ekki við hendina nema I.—II. af ævisögu séra Árna. Nú hef ég fengið eigi aðeins III.—IV. sem ég hafði séð og nefni í greininni, heldur líka V. bók- ina, sem ber titilinn Með eilífðar- verum og kom út í Rvík 1949. Eins og nafnið bendir til er þetta bindi alt um dulræna reynslu séra Árna sjálfs og þeirra, er hann átti saman við að sælda eða hafði spurnir af, einkum á Snæfellsnesi. Er þetta hin skemtilegasta bók og hin fróðleg- asta fyrir þá, sem á annað líí trúa, en líka fyrir þá sem gaman hafa af þjóðsögum. St. E.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.