Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Page 45
43 FRÁ ÝMSUM ÁTTUM Ég hló að ræðum Gunghs, og kvað hrakspár hans ekki sæma mentuð- um manni, á tuttugustu öldinni. „Þú verður að benda mér á eitt- hvað í fari Austurlandabúa", sagði ég, „í átt til þeirrar framsóknar og vitsmuna, sem útheimtist til að lyfta þeim upp úr eymd þeirra og vol- æði. Er ekki sá menningarvísir sem stórveldi Vesturlanda hafa gróður- sett í Austurálfunni, eina vonin til framfara?“ „Sá vísir mun visna og deyja út“, sagði Gungh. „En að þú trúir því, er mót öllum vonum. Óhugsandi að þú fáir ráðið í þann mátt, sem býr í sál hins Austræna heims. Sú orka er vestrænni vitund ókunn og ó- skiljanleg, því andlegt líf ykkar, eigi það sér stað, er aðeins á yfir- borðínu. Þið játið þessu og hinu, sem er andlegs eðlis, án þess að leggja nokkurn trúnað á það. f hugs- unarleysi staðhæfið þið, að trúin flytji fjöll, en legði nokkur ykkar trúnað á slíkt, mundi hann þykja best kominn á geðveikrahæli. Trú- arvissan liggur dýpra en svo, að hún verði skynjuð og rökrædd á ykkar vísu. Með okkur er hún óskýr reynsla þjóðarinnar sem þroskast hefir í undirmeðvitund hennar um þúsundir ára. Og í fylling tímans, öiun hún leysa mannkynið úr fjötr- urn vestrænnar menningar11. Þannig fór það með samræður okkar Gunghs. Því lengur sem hann talaði þess fjarri var, að ég fylgdist nieð honum. Og þegar ég kvartaði um þetta, brosti hann góðlátlega, og sagði, að ekkert væri eðlilegra en skilningsleysi mitt. „Það er einmitt Þetta skilningsleysi hvítra manna á °kkur, sem er öruggasta vörnin við ágirnd þeirra og yfirgangi hér í Austurlöndum“, sagði Gungh. Ég hló og bað hann blessaðan að hætta að prédika, en segja mér heldur sögu. „Velkomið!“ sagði hann. Frá þínu sjónarmiði, verður það aðeins mark- laus þjóðsaga. En í vitund miljón- anna, er hún engu að síður sann- leikur“. Svo hóf hann söguna. „Eins og þú veist, skapaði guð hinn fyrsta mann úr leir. En þú hef- ir líklega aldrei hugsað út í það, að öll leirsmíði verður að herða við eld, eigi þau að endast. Þó skapar- inn hafi frá upphafi verið flinkur smiður, hafði hann lítið fengist við bökun. Og sökum þeirrar vankunn- áttu hans, eða bráðlætis, mistókst hin fyrsta tilraun hans með mann- inn, sem varð hálfhrár og myglu- grár að lit. Þá hnoðaði drottinn ann- an mann, og fór sú tilraun lítið bet- ur; því nú bakaði hann leirinn of lengi, svo maðurinn varð hálfbrunn- inn og biksvartur á litinn. En við þriðju tilraunina tókst betur. Nú var leirmaðurinn mátulegur, ljós- brúnn á lit, og sló á hann gullnum roða. Því varð hann óskabarn skap- arans, sem margfaldast og uppfyllir jörðina, meðan hinn hvíti gengur úr sér og týnir sjálfum sér“. Þannig var það alt upp á sömu bókina lært hjá Gungh. Jafnvel guð mat hinn brúna mann meir hinum hvíta. Síðar lagði Hindúinn sjálfur mér upp í hendurnar rök, móti þess- ari bábilju hans. En þá var það orð- ið um seinan, svo mér gafst ekki kostur á, að skáka því, að þegar um líf hins hvíta og mislita manns var að velja, féll val Gunghs hvíta manninum í vil. Það kom þannig til,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.