Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 2
Orkunotkun heimilistækja Seljendum ber nú að upplýsa neytendur um orkunotkun séu þeir að kaupa kæli- skáp, þvottavél eða þurrkara. >v— nV— ' Þjónustu- [ Neytendalögin gjöld banka Viðskiptaráðherra Þótt mikill munur geti hefur lagt fram frum- verið milli þjónustu- varp til laga um þjón- gjalda banka og spari- ustukaup og nú liggja sjóða er munurinn fyrir drög að nýjum samt lítill þegar horft kaupalögum. Neyt- er til „meðalneytand- endablaðið skoðar ans“. helstu breytingar. Filmur ý kynslóð af myndavélum er komin á markaðinn fyrir fjölskylduljósmyndarann, svo- kallaðar APS-myndavélar. Gæði APS-filmna eru hinsvegar ekki nægjanleg ástæða til að breyta frá gömlu 35 mm-filmunum, enda þarf að kaupa sér nýja myndavél ef menn ætla að skipta yfir í APS-myndir. í blað- inu er bæði að finna gæða- og markaðskönnun á filmum. 10-12 Framköllun Verð á framköllun er mjög breytileg og á það bæði við um hvar filman er framkölluð, hvaða stærð af filmu er framköll- uð og hve mikið liggur á að fá filmuna til baka. 13 Barnagöngugrindur Þótt börnunum líki þær vel eru grindurnar slæm uppfinning. í göngugrind getur barnið á skömmum tíma komið sér í margar og hættulegar aðstæður og slysatíðni er há. í nýrri evr- ópskri rannsókn kemur einnig í Ijós að margar göngugrindur uppfylla ekki einföldustu öryggisreglur og engir staðlar eru til um það hvernig göngugrind á að vera. 7-9 Er heilsan í hættu? Iumhverfi okkar, fæðu og lifnaðarháttum er að finna ýmislegt sem annaðhvort er heilsuspillandi eða skaðlegt. Greint er frá nokkrum atriðum. 20-22 Tryggðarkerfin-til góðs eða ills? Tryggðarkerfi ýmiskonar ryðja sér til rúms hér á landi eins og í nágrannalöndunum. Þróunin er kannski ör- ust hér, enda erum við þekkt fyrir áhuga á happdrætt- um og ýmsum leikjum með hugsanlegum ávinningi. Á þetta spila seljendur og reyna að gera okkur sér trúa og trygga með allskyns tryggðarkerfum. Þar má nefna safnkortið, vildarkort Flugleiða, fríkortið, sérkort Stöðv- ar tvö og fríðindakort Visa. Þau þrjú síðastnefndu ná til fjölmargra verslana og þjónustuaðila og mynda þannig keðju sjálfstæðra aðila sem vísa viðskiptavin- inum hver á annan. Safnkortið og vildarkortið beina hinsvegar viðskiptum aðeins til eins fyrirtækis, sjálfs sín, að minnsta kosti að mestu leyti. í markaðssetningu tryggðarkerfanna er eins og peningar vegna kostnaðarins við þau komi af himnum ofan, því allir eiga að vera að hagnast. Við vitum þó öll að kostnaðurinn við að framleiða og selja lendir að lokum á okkur neytendum. Tryggðarkerfin eru að sjálf- sögðu misdýr, en kostnaðurinn vegna þeirra leggst á verðið. Við neytendur þurfum einfaldlega að greiða meira fyrir vöruna og þjónustuna vegna þeirra. Út frá samkeppnissjónarmiði er mjög óæskilegt að mörg fyrir- tæki hafi samstarf sín á milli á þennan hátt. Virk samkeppni er grundvallaratriði í frjálsu hag- kerfi. Tryggðarkerfi með sam- starfi ólíkra fyrirtækja dregur úr virkri samkeppni. Því ber að banna slíkt samstarf á grundvelli þess að það er samkeppnishamlandi. Virk samkeppni byggir einnig á eðlilegu aðhaldi neytenda að verði og gæðum. Punktar og annar ávinningur slævir þetta aðhald neyt- enda. Því eru tryggðarkerfin andstæð markmiðum samkeppnislaga. Það er þó lágmark að eðlileg neytendavernd sé tryggð í skilmálum tryggðarkerfa. Sum atriði í gildandi skilmálum eru með öllu óásættanleg út frá sjónarmiði neytenda. Þar má nefna fyrningarreglur og einhliða rétt þess sem rekur tryggðarkerfið til að leggja það niður og slá striki yfir áunninn ávinning. Auk þess má benda á eðlilega kröfu um að ávallt sé hægt að heim- færa ávinninginn í fjárhæð sem afslátt á verði viðkom- andi vöru eða þjónustu. Umboðsmenn neytenda ann- arstaðar á Norðurlöndum en hér hafa gefið út slíkar leiðbeinandi reglur og samkeppnisyfirvöld hér eiga að lögfesta þær. Samkeppnisstofnun hefur um margra mánaða skeið haft tryggðarkerfin til skoðunar. Það er löngu kominn tími ákvarðana. Setja þarf strangar reglur um starfsemi tryggðarkerfa þar sem bæði er horft til sam- keppnissjónarmiða og neytendaverndar. En hvað er hægt að ráðleggja neytendum að gera í stöðunni eins og hún er nú? Tvennt er til ráða. Annar kosturinn er að versla ekki við þá sem nota tryggðar- kerfi. Það verður þó æ erfiðara þar sem fleiri og fleiri taka þátt í þeim. Hinn kosturinn er að fá sér öll kort og nota þau þar sem tekið er á móti þeim. En þá má ekki láta kortin stjórna því hvar verslað er, heldur láta önn- ur sjónarmið ráða, eins og verð og gæði. Ætli það sé ekki hagstæðast fyrir okkur neytendur í þessum frum- skógi korta og punkta. Draumaferðin til Flórída er að- eins tálsýn fyrir fjöldann. Jóhannes Gunnarsson Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík, s. 562 5000, grænt númer 800 6250. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 20.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.000 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að nota efni úr Neytendablaðinu í öðrum fjölmiðlum, sé heimildar getið. Upplýsingar úr Neytenda- blaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi ritstjóra liggi fyrir. Neyt- endablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.