Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 14
Orkunotkun Orkunotkun og eiginleikar heimilistækja egar menn kaupa sér dýr heimilistæki gera þeir ráð fyrir eðli- legri endingu. Þótt end- ingartími tækjanna skipti verulegu máli skiptir orkunotkun þeirra einnig miklu máli. Um merkingar og upplýsinga- skyldu seljenda vegna orku- notkunar og eiginleika nýrra heimilistækja gilda lög nr. 72 frá árinu 1994. Til frekari út- færslu á lögunum hafa verið settar þrjár reglugerðir, um kæliskápa, þvottavélar og þurrkara. Lögin og reglugerð- irnar voru sett með hliðsjón af tilskipunum Evrópusam- bandsins sem teknar hafa ver- ið upp í samninginn um Evr- ópska efnahagssvæðið. Tilgangur þessara reglna er meðal annars að stuðla að því að auðlindir náttúrunnar séu nýttar af varúð og skynsemi Upplýsingar standast ekki alltaf Því miður eru upplýsingar seljanda ekki alltaf réttar. Danska neytendablaðið Tænk hefur í sérstakri könnun komist að því að upplýsingar um orkunotk- un tækjanna eru ósjaldan rangar, því iðulega gefa seljendur upp að tækin eyði minni orku en þau gera í raun. og koma í veg fyrir mengun. Skynsamleg orkunotkun er talin helsta leiðin til að ná þessu markmiði. Tilteknar upplýsingar á merkimiða Nýtt tæki sem er til sýnis vegna þess að það er til sölu eða leigu skal vera með merkimiða þar sem fram koma tilteknar upplýsingar um tækið. Merkimiðanum skal komið fyrir utanvert á framhlið tækisins eða ofan á því, þannig að hann sjáist greinilega og ekkert skyggi á hann. A honum skal meðal annars koma fram: ▲ Nafn, vörumerki og gerðar- auðkenni (vörunúmer) selj- anda/framleiðanda. ▲ Orkunýtni tækisins. ▲ Orkunotkun tækisins. ▲ Hávaði sem tækið gefur frá sér. ATil viðbótar þessum upplýs- ingum skulu koma fram á merkimiðanum nokkrar viðbótarupplýsingar sem eiga sérstaklega við þvotta- vélar, þurrkara og kælis- kápa. Ef tækið uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru er seljanda heimilt að setja umhverfis- merki ESB á merkimiðann. Frekari upplýsingar fyrir neytendur Til viðbótar merkimiðanum skal hverju tæki fylgja upp- lýsingablað sem veitir staðl- aðar upplýsingar um viðkom- andi tæki. Upplýsingarnar — • , Það getur borgað sig að skoða orkunotkunina þegar heimilistœkin eru valin. skulu innhalda sömu atriði og fram koma á merkimiðanum og nokkur til viðbótar. Upplýsingablaðið skal vera í kynningarriti frá seljandan- um, en sé slíkt rit ekki til skulu upplýsingarnar vera á sérstöku blaði sem liggur frammi hjá seljandanum. Þau atriði sem seljandi skal gefa upplýsingar um geta ver- ið mismunandi eftir því hvort í hlut á kæliskápur, þvottavél eða þurrkari. Þær upplýsingar sem eiga að vera á merkimið- anum eru sameiginlegar fyrir Eftir Hjalta Pálma- son, lögfræðing NS öll tækin. Þær viðbótarupp- lýsingar sem seljandi á að gefa á merkimiðanum og á upplýsingablaðinu skulu vera byggðar á tæknilegum gögn- um um viðkomandi tæki. Þessi tæknilegu gögn skulu hafa að geyma: ▲ Nafn og heimilisfang selj- anda/framleiðanda. ▲ Leiðbeiningar um notkun ef þær eru fyrir hendi. A Almenn lýsing á tækinu sem nægir til að bera kennsl á það. A Upplýsingar, þar með talið teikningar eftir þörfum, um helstu hönnunareinkenni, einkum þau atriði sem hafa megináhrif á orkunotkun tækis. ASkýrslur um viðeigandi mælingarpróf sem gerð hafa verið á grundvelli ákveð- inna staðla. 14 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.