Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 18
Neytendalögin Ný kaupalög væntanleg Sú neytendalöggjöf sem skiptir mestu fyrir neytendur er án efa lögin um lausafjárkaup, sem í daglegu tali eru kölluö kaupalög. Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að núgildandi kaupalög, sem eru frá 1922, yrðu endurskoðuð enda hafa grund- vallarbreytingar orðið á viðskipta- háttum frá því lögin tóku gildi. A Norðurlöndum - en þar eru þau lönd sem við helst viljum bera okkur saman við - er fyrir löngu búið að setja ný kaupalög eða breyta þeim með þarfir neytenda sérstaklega í huga. Það er því ánægjulegt að geta sagt frá því að nú Eftir Sigríði A. Arnardóttur, lögfræðing NS hefur viðskiptaráðuneytið látið semja frumvarp til kaupalaga. Með frumvarp- inu er leitast við að færa í lög ýmsar óskráðar venjur sem í gildi hafa verið og þannig er hinn almenni réttur kaupanda gerður skýrari. I frumvarpinu er stefnt að því að lögfesta ýmis nýmæli og verður hér á eftir gerð grein fyrir þeim helstu. Ábyrgðartími lengdur Samkvæmt gildandi kaupalögum hefur kaupandi rétt til að kvarta yfir galla á söluhlut í eitt ár frá því að hann fékk hann í hendur. Þetta gildir ekki ef samið hefur verið um lengri tíma, til dæmis í ábyrgðarskírteini. Eitt þýðingarmesta ný- mælið í frumvarpi til kaupalaga er að til- kynningarfrestur og þar með ábyrgðar- tími vegna gallaðs söluhlutar hefur verið lengdur þannig að kaupandi getur ávallt kvartað undan gölluðum söluhlut innan tveggja ára frá því hann fékk hlutinn í hendur. Gert er ráð fyrir að ábyrgðartími sé lengri, eða fimm ár, þegar um er að ræða söluhlut sem ætlað er að endast verulega lengi en það gæti átt við ýmis heimilistæki, meðal annars ísskápa og sjónvörp. Það skal hafa hugfast að þegar kaupandi uppgötvar að hlutur er gallaður verður hann að að láta seljanda vita hið fyrsta, annars tapar hann rétti sínum. Hvenær er hlutur gallaður? í frumvarpinu er að finna ýtarlega skil- greiningu á því hvenær söluhlutur telst gallaður en slíka skilgreiningu hefur vantað. Samkvæmt frumvarpinu er selj- andi meðal annars ábyrgur fyrir þeim upplýsingum sem hann hefur gefið við markaðssetningu, svo sem í auglýsingum eða á umbúðum söluhlutar. Með frumvarpinu er sett leiðbeining- arregla um það hvernig skaðabætur skulu ákvarðaðar, sem ekki er að fínna í gild- andi lögum, og sömuleiðis er kaupanda tryggður réttur til að krefjast úrbóta á söluhlut vegna galla, sem hann hefur ekki nú. Þannig getur kaupandi alltaf óskað eftir því við seljanda að hann geri við hlut sem er gallaður. Seljandi fær tvö tækifæri til að gera við Neytendasamtökin telja frumvarp til kaupalaga vera almennt til mikilla bóta en telja þó að ganga mætti lengra í neyt- endavernd, til dæmis varðandi tak- mörkun á rétti seljanda til að gera við Hafið eftirfarandi í huga við val á leikföngum: ♦ Spyrjið fyrst, kaupið SVO. Biðjið um upplýsingar og leiðbeiningar um notkun leikfanga, helst skriflegar. ♦ Athugið hvort C€ -merkið er á leikföngum. ^ Athugið aðrar merkingar, t.d. hvort leikföng eru með þessu merkiyON en það þýðir að þau eru ekki ætluð börnumUSe/yngri en þriggja ára. ♦ Gangið frá plastumbúðum utan af leikföngum áður en bamið fær þau í hendur. ♦ Tuskudýr/brúður eiga að þola þvott. Aðgætið sérstaklega að augu, nef og hár séu tryggilega fest. ^ Varist eindregið hávær leikföng. Hávaði frá leikföngum getur valdið heyrnarskaða. ♦ Varist leikföng úr harðplasti, sem brotna auðveldlega. Börn yngri en þriggja ára þurfa sérstaklega sterk leikföng, sem eiga að þola umtalsvert hnjask og hnoð. ♦ Hafið sérstakar gætur á límmiðum og slíku sem auðvelt er að ná af leikföngum og stinga upp í sig. ♦ Sýnið sérstaka aðgát, ef leikföng eru keypt á útsölumörkuðum eða öðrum stöðum sem eru einungis opnir tímabundið. ♦ Forðist leikföng með löngum snúrum. NEYTENDASAMTÖKIN Frekari upplýsingar um öryggi leikfanga veitir LÖGGILDINGARSTOFA MARKAÐSGÆSLUDEILD, s. 568 1122, grænt númer 800 6811 18 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.