Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 20
Heilsufar Er heilsan í hættu? Sífellt birtast fréttir af heilsuspillandi eða skaðlegum þáttum í umhverfi, fæðu og lifnaðarháttum. Hvað af þessu er innantómt fjölmiðlafár og hvað raunveruleiki? Hér greinir frá nokkrum þáttum sem hafa verið ofarlega í umræðunni á alþjóðavettvangi. Getnaðarvarnarpilian Haustið 1995 lýsti breska lyfjaöryggis- nefndin (CSM) því yfir að sjö tegundir af getnaðarvarnarpillum sem innihéldu efnin gestodene og desogestrel væru tvö- falt líklegri en aðrar til að orsaka blóð- tappa. Konum sem tóku slíkar pillur var bent á að ráðfæra sig við lækna um hvort aðrar tegundir væru heppilegri. Notkun pillunnar virðist þegar hafa minnkað, fæðingum í Bretlandi fjölgaði árið 1996 í fyrsta sinn á áratugnum og fóstureyðing- ar jukust um 7% í Englandi og Wales á fyrsta ársfjórðungnum miðað við árið áður, en þeim hafði farið fækkandi undanfarin ár. Hver er staðan? Hætta á segamyndun í blóði og blóð- tappa vegna töku hvers konar tegunda af getnaðarvarnarpillum er talin afar lítil og í heild er meiri hætta á slíku samfara þungun. Engu að síður hafa frekari rannsóknir staðfest að tegundirnar sem breska lyfjaeftirlitið benti á eru varasamari en aðrar. Tilmælin til kvenna um að ráðfæra sig við lækni eru því í fullu gildi. Getnaðarvarnarpillur með gestodene og desogestrel eru á markaði á Islandi. Efni í barnamjólk Rannsókn á vegum breskra stjórnvalda 1996 leiddi í ljós að í 15 tegundum af barnamjólk á markaðnum var efni sem algengt er að nota til mýkingar á plasti í iðnaði (phthalates). Magnið þótti ekki líklegt til að valda líkamlegu tjóni en talið var rétt að minnka það og að frekari rannsókna væri þörf. Yfirvöld neituðu að birtaheitin átegundunum 15. I fréttum fjölmiðla var fullyrt að efnin gætu hugsanlega haft áhrif á þroska barna og dregið úr frjósemi þeirra í framtíðinni. I einni rannsókn höfðu efnin verið gefin kvenrottum og skemmdust þá eistu karlkyns afkvæma og sæðisfrumu- tala lækkaði. Heilbrigðisráðuneytið hélt því fram að ekkert benti til að efnin hefðu slík áhrif á menn, en engu að síður orsökuðu fréttirnar útbreiddan ugg hjá foreldrum, sem létu víða til sín heyra. Hver er staðan? Framkvæmdaráð Evrópusambandsins lýsti því yfir eftir að hafa kynnt sér bresku niðurstöðurnar að barna- mjólkurtegundirnar 15 væru óskaðlegar. Af hálfu iðnaðarins og eftirlitsstofnunar hans var sagt að framleiðendur héldu áfram rannsóknum á efnunum og að hlut- fall þeirra í mjólkinni væri lágt. Það ráðuneyti sem fer með málefni landbún- aðar, fiskveiða og matvæla í Bretlandi bíður eftir niðurstöðum úr þremur rannsóknum á barnamjólk á markaðnum. Ofnæmislyf Ofnæmislyf (andhistamín) sem innihalda efnið terfenadín komu fram um 1982 og hafa til skamms tíma víða verið notuð við margs konar ofnæmi, ekki síst frjó- kornaofnæmi og ofsakláða. Fjölmiðlar hafa á undanförnum árum margoft birt áberandi fréttir um hættur sem tengjast terfenadíni. Árið 1992 lýsti breska lyfja- eftirlitið (MCA) því yfir að efnið gæti valdið alvarlegum viðbrögðum í hjarta. Sjúklingar með kransæða- og lifrar- sjúkdóma eru í áhættuhópnum, og einnig þeir sem taka sýklalyf (fúkkalyf) og lyf gegn sveppasýkingum. Þrátt fyrir aðvar- anirnar eru umrædd ofnæmislyf enn seld án lyfseðils í apótekum. Áhyggjur jukust enn þegar bandaríska fæðu- og lyfjaeftirlitið lýsti því yfir í janúar á þessu ári að það hygðist draga til baka samþykki sitt við lyfjum sem inni- halda terfenadín. Mánuði síðar tilkynnti breska lyfjaöryggisnefndin að slík lyf gætu verið hættuleg sjúklingum sem drykkju greipaldinsafa. Fjölmiðlaathyglin komst í hámark í apríl þegar bresk yfirvöld lögðu til að lyfin ætti aðeins að selja gegn lyfseðli. Alþjóða-heilbrigðismálastofnunin (WHO) birti síðan skýrslu sem staðfesti að neysla á terfenadíni yki hættuna á skaðlegum áhrifum á hjarta. Hver er staðan? Meðan beðið er ákvörðunar um hvort terfenadín verður lyfseðilsskylt hafa margar stórar lyfjasölukeðjur í Bretlandi hætt að selja lyf sem innihalda það. Lyfjaeftirlitið bendir þó á að þessi lyf hafi reynst örugg séu þau tekin sam- kvæmt leiðbeiningum, en að fólk með vandamál í sambandi við hjarta eða lifur ætti ekki að neyta þeirra, og að fólk sem tekur lyfin ætti ekki að drekka greip- aldinsafa. Hérlendis eru seld án lyfseðils ofnæmislyf sem innihalda terfenadín og ráðlegt er að leita álits læknis áður en þau eru notuð, sérstaklega ef einstakling- urinn tekur jafnframt einhver önnur lyf. Lariam Nýlegar athuganir breskra lækna á lyfjum sem innihalda meflokvín, og fólk tekur til að smitast ekki af malaríu (mýrarköldu) í hitabeltislöndum, leiða í ljós að einn af hverjum 140 einstak- lingum finnur fyrir alvarlegum sálrænum aukaverkunum. Þetta er langtum hærra hlutfall en þekkist í sambandi við malaríu-varnarlyf án meflokvín. Meðal einkenna eru kvíði, þunglyndi, hræðslu- köst, svefntruflanir, martraðir, ofskynj- anir, tímabundin geðveiki og krampa- köst. Lyf þetta er meðal annars selt undir tegundarheitinu Lariam og mikla athygli vakti í Bretlandi á þessu ári þegar fjöl- miðlar skýrðu frá því að sex ára drengur hefði látist nokkrum dögum eftir neyslu þess. En hvað telst „alvarleg" aukaverkun? Læknarnir sem skilgreindu aukaverkanir Lariams töldu að einn af hverjum 140 neytendum yrði fyrir svo miklum áhrif- um að hann gæti ekki sinnt daglegum störfum. Framleiðendur Lariams og tals- menn WHO giska hins vegar á að aðeins einn af tíu eða tuttugu þúsund neytendum kynnist „alvarlegum“ aukaverkunum lyfsins. En skilgreining þeirra á „alvar- legri“ aukaverkun er lfka önnur, þ.e. dauði, lífshætta, fötlun eða sjúkrahús- dvöl. Af þeim sökum hafa framleiðend- umir vísað frá sér kvörtunum frá 400 manns sem vitna til reglubundinnar sjúkrahúsmeðferðar og atvinnumissis vegna heilusleysis í kjölfar neyslu Lariams. Hver er staðan? Um 2.000 manns smitast árlega af mal- aríu í Bretlandi. Stofnun sú sem þar ann- ast læknisfræðilega ráðgjöf vegna utan- landsferða hefur ákveðið að vinna að 20 NEYTENDABLAÐIÐ - Desember 1997

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.