Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Lesendur spyrja Neytendablaðið hvetur lesendur til að senda bréf með spurningum sem vakna hjá þeim um ýmis neytendamál. Sendið bréfið til Neytendablaðs- ins, Pósthólfi 1096,121 Reykjavík. Nafn og heimilisfang sendanda þarf að koma fram en er ekki birt í blaðinu nema þess sé sérstaklega óskað. Hávaðasama vekjaraklukkan Um daginn keypti ég vekjaraklukku handa syni mínum fyrir 4.000 krón- ur. Þegar klukkan hringdi morguninn eft- ir kom frá henni mjög hátt og skerandi ískurhljóð sem vakti alla í húsinu. Það er enginn takki á klukkunni til að lækka þetta háa hljóð. Eg fór með vekjara- klukkuna aftur í búðina og vildi skila henni, en þá sagði afgreiðslumaðurinn að ekki væri hægt að skila henni og fá end- urgreitt þar sem ekkert væri í raun að klukkunni. Hvað get ég gert? Svar Neytendablaðsins: Þegar ekkert er að klukkunni er búðin ekki skyldug til að taka hana til baka og endurgreiða kaup- verðið. Á þér sem kaupanda hvflir sú skylda að skoða vöruna til að vera viss um að hún sé í rauninni sú sem þú vilt. Að skipta um skoðun síðar er ekki nægj- anleg ástæða til að krefjast endur- greiðslu. Þú hefðir átt að kanna áður en þú keyptir vekjaraklukkuna hvemig há- vaða hún gaf frá sér. Þrátt fyrir þetta skaltu reyna að fara í búðina og athuga hvort búðin vill skipta á klukkunni og einhverri annarri vekjara- klukku, eða þá einhverri annarri vöru. Ef ekkert er til í búðinni sem þú vilt núna getur vel verið að búðin fallist á að gefa þér inneignarnótu. Má ekki nota debetkortið við smærri upphæðir? jr Eg fór um daginn í lítinn sölu- turn og ætlaði að kaupa mér sælgæti fyrir 400 krónur. Þegar ég tók upp debetkortið mitt sagði afgreiðslumaðurinn að ég gæti ekki greitt með debetkorti nema ég keypti fyrir meira en 500 krón- ur, og þá yrði ég líka að greiða aukagjald ofan á kaupverðið vegna debetkortsins. Er þetta lög- legt? Svar Neytendablaðsins: Al- menna reglan er sú að verslanir geta selt vöru á því verði sem þeim sýnist og sett skilyrði fyrir því hvemig hún er greidd. Hins vegar em þessi vinnubrögð óvenjuleg og ætti verslunin að láta fólk vita af þessum greiðslu- kjömm áður en viðskiptin fara fram, annars getur hún ekki stað- ið á þessu. Svona viðskiptahættir bera ekki vott um að verslunin vilji stuðla að góðri viðskiptavild í sinn garð. Eina ráð þitt vegna þessara viðskiptahátta er að greiða uppsett verð með öðmm hætti eða leita viðskipta hjá ann- ari verslun. Kápan týndist í fatageymslunni Dóttir mín fór á skemmtistað og lét kápuna sína í geymslu í fata- geymslunni og fékk miða því til stað- festingar. Þegar hún var á leiðinni út og hugðist sækja kápuna kom í ljós að hún var horfín. Starfsmaður í fatageymsl- unni óskaði þá eftir að fá miðann og sagðist mundu láta hana vita ef kápan fyndist. Nú, tveimur mánuðum síðar, er kápan enn ófundin. Forráðamaður skemmtistaðarins telur staðinn ekki bera ábyrgð og vísar til miða sem að hans sögn hangir uppi í fatageymsl- unni, en á honum standi að staðurinn taki ekki ábyrgð ef fatnaður týnist. Er það virkilega svo að dóttir mín eigi ekki rétt á bótum, - kápan var tiltölu- lega ný? Svar Neytendablaðsins: Yfírlýsingu um að ekki sé tekin ábyrgð á fatnaði ef hann týnist á skemmtistöðum, þar sem boðið er upp á geymslu gegn afhend- ingu miða, er ekki hægt að taka bók- staflega, heldur verður að skilja slíka yfírlýsingu svo að ef það er ekki skemmtistaðnum að kenna að fatnaður- inn týnist þá beri eigandi fatnaðarins tjónið en ekki skemmtistaðurinn. Ef starfsmaður skemmtistaðar afhendir hinsvegar fatnað án þess að fá réttan miða til baka er það á ábyrgð skemmti- staðarins. Sé stolið úr fatageymslu þar sem fatnaður er geymdur gegn afhend- ingu miða verður skemmtistaðurinn líka að bera ábyrgð á þeirri vanrækslu starfsmanna sinna að gæta fatageymsl- unnar ekki nægilega vel. í máli dóttur þinnar virðist Ijóst að kápan hefur verið afhent einhverjum öðrum gesti án þess að hann hefði geymslumiðann, eða að kápunni hefur hreinlega verið stolið. Á þessari vanrækslu ber skemmtistaður- inn ábyrgð.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.