Tónlistin - 01.11.1943, Page 33

Tónlistin - 01.11.1943, Page 33
TÓNLISTIN 31 reglum að festa hið gamla og góða í sessi og brydda ekki að ófyrirsynju upp á flóknu og máske líka stirfnu nýnæmi, sem á örðugt uppdráttar. I bezta skilningi er Friðrik vinsæll í þvi, sem eftir liann liggur. Þó munu fyrri lög lians sennilega reynast einna langlífust; en fyllstu varúðar verður hann að gæta í því að skilja ekki þeg- ar „innsungnar“ afbragðsvísur frá alkunnum lögum úr eigin penna. Þesskonar aðskilnaður getur valdið tviskinnungi í meðferð lagsins og heft úthreiðslu þess. Margt mun Friðrik enn eiga óprentað -— eins og reyndar öll íslenzk tónskáld — svo að ógerningur er að mvnda sér fullnaðarskoðun um afköst hans. En eðlilegleiki og iburðarleysi fastrar skapgerðar, sem leitar látlausrar tjáningar af óhagganlegri sam- kvæmni, einkennir Friðrik í lögum hans, sem út hafa komið. Bezta gjöfin, sem hægt væri að gefa Fx-iðrik á næsta stórafmælisdegi hans — en hann varð sextugur 27. nóv. 1940 — væi-i áreiðanlega heild- arútgáfa af lögum hans. Væri það stórfróðlegt og nauðsvnlegt öllum þeim, senx láta sig íslenzka tónlistar- bróun einhverju skipta, og mun hér mikið vei’kefni óleyst fyrir mennta- málastjórn landsins. Hér verður að- eins rúm til að víkja nokkrum orð- um að síðustu tónsmíðum Friðriks, Tíu orgellögum, og skýra nánar stöðu hans í íslenzku tónlistarlifi. Fyrir rúmu ári kom á markaðinn hefti eftir Friðrik með tiu lögum fvrir stofuorgel. Friðrik er sá skóla- maður okkai’, seixx mest lxefir gert að því að auðga skólasönginn, og fyr- ir það nxun æska landsins þegar kunna lionunx miklar þakkir. Og enda þótt söngurinn senx sjálfstæð námsgrein njóti ekki eixn þeirrar sjálfsögðu aðstöðu að vera prófskylt fag, senx tekið er fullt og óskorað til- lil lil í uppeldislegi-i þroskun barns- ins og unglingsins, þá mun sanxt ósérhlífið starf einstakra manna í þessa átt áður en lýkur konxa fram þeirri ófi’ávíkjanlegu kröfu, að ís- lenzkir uppeldisfrömuðir geri sér grein fvi’ir þeinx þætti uppeldisins, er að söngmenntinni snýr. Til þess að kirkjusöngur okkar nái að dafna og taka verulegunx framförum, er Skólaundirbúningur söngkennara íiauðsynlegur, en þeir nxunu víða vei’a kærkomnir senx organistar. Söngkennarimx og organ- istinn eru þvi aðaltónhvetjendur landsins, og störf þeirra eru nátengd hvort öðru. Friðrik Bjarnason hefir gegnt háðum þessunx störfum unx langt skeið, og út frá þeirri reynslu hefir liann sent fná sér orgellög þau, senx hér eru gerð að umtalsefni. Reyndar lætur liann þess getið, að þau séu öll sanxin án rækilegs undir- búnings, „inxpróvíseruð" á stund- innblásturs án gagnrýndrar endur- skoðunar á formi og innihaldi. Af því leiðir auðvitað, að strangt nxat með tilliti lil listrænna lögmála lilýt- ur að bera augnabliksmyndina ofur- liði. Hinsvegar ber einkum að líta á gervi hugnxyndarinnar sjálfrar sem fljótþroskaðan ávöxt hugarstarfsins, er gefur ákveðnar upplýsingár unx styrkleik liins skapandi ímyndunar- afls. Hingað til hefir Friðrik eingöngu

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.