Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Aukabúnaðarþing fjallar um leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði LEIÐARINN Bændur hafa sýnt það á síðustu vikum að í þeim býr mikill kraftur og þrautseigja þótt á móti hafi blásið. Þeir hafa líka sýnt á liðnum árum hverju hugmyndaauðgi og framtakssemi getur áorkað þegar að því kemur að skapa ný störf og auka sjálfbærni og þá um leið arðbærni í landbúnaði. Þar má t.d. nefna margvíslega nýsköpun í framleiðslu fjölda afurða, aukna kornrækt, aukna tæknivæðingu og mikla uppbyggingu ferða þjónustu í sveitum landsins. Þrátt fyrir dugnaðinn eru fjöl- margir bændur enn að berjast við óuppgerð skuldamál. Slíkt veldur keðjuverkun því þegar einum gengur illa að standa við sínar skuldbindingar hefur það bein áhrif á aðra. Efnahagshrunið setti lánamál tug- þúsunda á annan endann og bændur hafa reynt að draga sinn lærdóm af því. Það er því dapurt að vita til þess hvað bankakerfið og ekki síst yfir- völd hafa reynst svifaseint í að leið- rétta þau mál. Enn hafa t.d. Árna Páls lögin svokölluðu ekki verið afnumin. Samt telja lögfróðir menn þessi ólög einn helsta hemilinn á því að hægt sé að klára uppgjör, í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um úrskurð á ólögmæti gengistryggðra lána. Bankarnir geta því haldið áfram að haga sér eins og blóðsugur með þegjandi samþykki stjórnvalda. Svo ekki sé minnst á afnám verðtrygg- ingar, sérstakt baráttumál forsætis- ráðherra sem nú er á harðahlaupum undan því máli. Fyrir utan að draga lappirnar við að höggva á augljósa hnúta hefur núverandi ríkisstjórn verið einstak- lega dugleg við að tefja uppbygg- ingu í atvinnumálum. Það hefur leitt til þessa að þúsundir Íslendinga hafa flúið land. Bændur vita það samt ekki síður en aðrir hugsandi Íslendingar að til að rekstur geti gengið þarf fram- leiðslu sem gefur af sér tekjur. Til að takast á við erfiða skulda- stöðu þarf einfaldlega að skapa meiri verðmæti með endurnýjun og upp- byggingu. Auka framleiðni þannig að úr því náist rekstarafgangur. Sama hlýtur að gilda um allan annan rekst- ur, líka ríkisreksturinn. Það dugar ekki að auka stöðugt skattheimtu ef engin tekjuaukning kemur á móti hjá skattgreiðendum. Slíkt hlýtur að leiða til hnignunar. Þetta hafa núverandi stjórnvöld ekki viljað skilja. Þess vegna ríkir hér enn stöðnun í atvinnulífinu og hámenntað fólk, sem þjóðin er búin að eyða gríðarlegum fjármunum í að mennta, heldur áfram að flýja land. Er ekki að verða kominn tími til að snúa við blaðinu? /HKr. Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings 29. október vegna breytinga á leiðbeininga- þjónustunni, en á síðasta búnaðar þingi var ályktað um grundvallar breytingar á starf- seminni. Ályktunin á sér langan aðdraganda og hafa miklar umræður farið fram um stefnu í málinu. Nú er búnaðarþing kallað saman til að taka endanlegar ákvarðanir. Nýr búnaðarlaga samningur tók alfarið mið af afgreiðslu búnaðarþings og er þar lagður grunnur að breytingum. Mikilvægt er að vekja athygli á að ekki hefur neinum dyrum verið lokað; aukabúnaðarþing hefur allt vald í málinu. Eftir margra ára umræður var niðurstaðan árið 2010 að leita eftir úttekt á íslensku leiðbeiningaþjónustunni, starfsemi hennar og áherslum. Hafa því starfi verið gerð skil á síðum Bændablaðsins og á bændafundum. Leitað var til systursamtaka okkar í Danmörku um að vinna þá úttekt og vann Ole Kristensen að málinu. Eftir búnaðar þing í mars var næsti áfangi að móta hina nýju starfsemi. Verkefnisstjóri var fenginn til starfans, Ágúst Þorbjörnsson hjá ráðgjafarfyrirtækinu Framsækni ehf. Ágúst kynnti tillögur sínar fyrir formanna fundi aðildar félaga BÍ í september. Tillögur hans eru nú til umræðu og mun stýrihópur, sem stjórn BÍ skipaði, leggja fram endanlegar tillögur sínar fyrir búnaðarþing. Við báða þessa áfanga hefur verið lögð áhersla á að vinna með bændum til þess að kynnast viðhorfi þeirra, stjórnendum leiðbeininga- stöðva, aðildarfélögum og ekki síst að leita í smiðju starfsmanna. Nú er það svo í stórum og viðkvæmum málum að sætta þarf mörg ólík sjónarmið. Hvernig það tekst í endanlegri tillögugerð og síðan með afgreiðslu þingsins getur tíminn aðeins skorið úr um. Hins vegar er ljóst að allir verða að nálgast slíka málamiðlun sem flestir geta unað við. Óbreytt ástand er ekki valkostur. Leiðbeiningaþjónusta á vegum samtaka bænda byggir á gömlum grunni. Um 100 ára saga hennar sýnir að hún skiptir bændur á hverjum tíma miklu máli. Hún hefur eðlilega tekið miklum breytingum og áherslur á hverjum tíma í takti við aðstæður í land búnaði. Fyrst um sinn var starfsemin á lands vísu en árið 1931 skipar búnaðarþing milliþinga nefnd um endurskoðun á starfinu. Á því starfi byggði tvískipting í landsþjónustu og héraðs þjónustu sem nú er gerð tillaga um að breyta. Áherslur sem lagðar voru fyrir um 80 árum hafa dugað vel og mynda grundvöll hinnar nýju starfsemi. Starfsemin hefur ekki verið óbreytt í gegnum tíðina því stöðug þróun hefur átt sér stað. Síðustu meiri háttar breytingar voru gerðar árið 1998 þegar stefnt var að sameiningu á starfsemi búnaðar sambanda um land allt. Þá var mark- miðið að leiðbeiningastöðvar væru ekki með færri en þrjá ráðunauta í starfi. Undirbúningur og umræða hefur tekið nokkurn tíma eins og hér hefur verið rakið. Nú er hins vegar tímabært að marka ákveðin skil. Það verður hlutverk aukabúnaðarþings 2012. Heimildarmyndir Ríkisútvarpið sýndi sl. sunnudagskvöld kvikmynd á besta útsendingartíma, „Fjallkonan hrópar á vægð“. Mynd sem kölluð er heimildarmynd. Af efnistökum hennar mátti ráða að RÚV er ekki mjög annt um virðingu sína sem fjölmiðill allra landsmanna. Fræðslu- og menningarhlutverki var skyndilega ýtt til hliðar. Nú skal fátt sagt um efnistök og framsetningu höfunda myndarinnar heldur bent á að Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtökin hafa unnið mynd sem bregður allt öðru og jákvæðara ljósi á sauðfjárbeit og sauðfjárbúskap. Mynd sem heldur meira jafnvægi í umfjöllun sinni um málefnið. Ekki skal það dulið að framleiðsla hennar er viðbrögð við nefndri heimildarmynd. BÍ og LS hafa nú þegar boðið RÚV myndina til sýningar en þangað til er hún aðgengileg á vefjum samtakanna. Ekki hefur neitt svar borist en við hljótum að reikna með að Ríkissjónvarpið beri gæfu til að sýna sjónarmiðum hennar sömu virðingu og þeirri mynd sem sýnd var síðastliðinn sunnudag. /HB Þurfum viðsnúning Bær októbermánaðar hjá Ferðaþjónustu bænda er Hótel Anna, sem er lítið, notalegt og vandað sveitahótel í rómantískum stíl sem leggur áherslu á persónu- lega þjónustu. Hótelið er undir Eyjafjöllum á jörðinni Moldnúpi, nálægt mörgum af helstu náttúru- perlum Suðurlands. Gisting er í sjö tveggja manna herbergjum með baði, sjónvarpi og þráðlausu interneti. Samkvæmt viðskiptavinum og starfsfólki Ferðaþjónustu bænda er þjónustan á Hótel Önnu til fyrir- myndar. Gestgjafarnir og fjölskyldan, þau Eyja Þóra Einarsdóttir, Jóhann Frímannsson og Einar Jóhannsson, leggja sig fram í hvívetna við að skapa þægilegt umhverfi fyrir gesti sína og hafa þau vandað mjög til verks við að endurskapa andrúmsloft fyrri tíma og miðla sögu staðarins. Þess má einnig geta að hótelið fagnar tíu ára afmæli í ár, en bærinn hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í tugi ára. Sagan svífur yfir vötnum á Hótel Önnu, sem ber nafn Sigríðar Önnu Jónsdóttur sem fæddist á Moldnúpi árið 1901. Anna var verkakona, vefari og fjósakona með meiru. Hún var mikill ferðalangur og ferðaðist víða um heiminn, oft á tíðum ein síns liðs og af litlum efnum, að sögn Eyju Þóru Einarsdóttur, bónda á Moldnúpi. Sögu ferðalangsins Önnu er haldið á lofti á hótelinu, meðal annars með sýningunni „Fjósakona fer út í heim“ sem segir skemmtilega frá ævi og störfum Önnu, en það kunna gestir staðarins vel að meta. Gamalt fjós á bænum Moldnúpi hefur verið útbúið sem veitingastofa í gömlum stíl og hefur hún hlotið nafnið Önnuhús til heiðurs Önnu. Gestgjafinn Einar Jóhannsson, sem er einnig lærður kokkur, segir stoltur frá veitingastarfseminni: „Veitingar hafa alltaf verið stor þáttur í þjónustu okkar. Við leggjum áherslu á að nota ferskasta og hollasta hráefni sem er í boði hverju sinni. Hráefnið tekur mið af hefðum úr sveitinni og við reynum að fá sem mest af því úr héraði.“ Hótel Anna er tilvalinn staður til slökunar í sveitinni, sem og til skoðunarferða. Heitur pottur og sána standa gestum til boða. Í næsta nágrenni staðarins er einnig fjölbreytt úrval gönguleiða og stutt er í margar af helstu náttúruperlum Suðurlands, svo sem Seljalandsfoss, Skóga og Þórsmörk. Hótel Anna er líka til- valinn staður til þess að berja norður- ljósin augum, en þaðan eru farnar sérstakar norðurljósaferðir á veturna. Álagablettir og huldufólk hafa alltaf verið samferða heimilinu að Moldnúpi, í brekkunum og klett- unum við bæinn. Ekki má gleyma heilsulindinni í heiðinni á bak við bæinn, þar sem lækna má ýmsa kvilla með því að drekka úr henni. Á Hótel Önnu er virk umhverfis- stefna. Lögð er áhersla á að nýta vel það sem fyrir er, sem sjá má meðal annars í upprunalegu húsnæðinu, antíkhúsgögnunum – og skreyting- unum. Starfsfólkið reynir einnig að endurvinna sem mest, spara vatn og rafmagn og nýta sem mest af hrá- efni úr nærumhverfinu. Þá eru gestir hvattir til þess að taka virkan þátt í umhverfisstefnunni með starfsfólki hótelsins. Um bæ mánaðarins Í byrjun hvers mánaðar er val- inn einn ferðaþjónustubær innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hefur staðið sig sérstaklega vel á sviði gæða- og umhverfismála, vöruþróunar og í þjónustu við við- skiptavini. Þá er einkum horft til sér- stöðu staðarins og nýbreytni á sviði þjónustu og afþreyingar. Val á bæ mánaðarins byggist á umsögnum gesta og mati starfsfólks skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda hf. er ferða- skrifstofa í eigu bænda sem býður upp á fjölbreytta gistingu hjá 180 ferðaþjónustuaðilum um allt land; á sveitahótelum, í gistihúsum, sumar- húsum, heimagistingu, svefnpoka- plássi og á tjaldsvæðum. Sjá nánar á: http://www.sveit.is/baeir/baer_ manadarins Hótel Anna er bær októbermánaðar BÆR MÁNAÐARINS – OKTÓBER 2012 Frá búnaðarþingi i mars 2012. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.