Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2012 Markaðsbásinn Dagana 1.–3. október var haldinn aðalfundur COPA-COGECA í Búdapest í Ungverjalandi. Fyrir Íslands hönd sóttu fundinn Erna Bjarnadóttir og Sigurbjartur Pálsson. Fundinn sóttu bændur alls staðar að úr Evrópu, allt frá Íslandi í norðri til Tyrklands í suðri. Auk þess vakti það athygli þeirrar sem þessar línur ritar að meðal fundarstjóra á fundinum voru háttsettir forstjórar úr röðum samtaka áburðarframleiðenda í Evrópu, efnafyrirtækja sem fram- leiða varnarefni fyrir landbúnað, John Deere dráttarvélafram- leiðandans og framkvæmda- stjóri Carrefour, franskrar smá- sölukeðju. Hér verður fjallað um þrjá af helstu málaflokkum sem til umræðu voru á fundinum. Framleiðni og arðsemi landbúnaðar í ESB Rætt var um þá byrði sem bændur í Evrópu bera af þeirri stjórnsýslu sem fylgir styrkjafyrirkomulagi ESB. Bændur hafa miklar áhyggjur af því að þetta dragi úr framleiðni og arðsemi evrópsks landbúnaðar og geri hann ósamkeppnishæfan við landbúnað í öðrum löndum. Leist þeim einnig þunglega á þær breytingar sem boðaðar hafa verið á sameiginlegu landbúnaðar stefnunni fyrir tímabilið 2014-2020. Eins og þær liggja nú fyrir eru þær fallnar til þess að auka enn á stjórnsýslubyrði og þar með kostnað við búreksturinn. Meðal annars eru uppi hugmyndir um að skylda bændur til að taka 7% lands úr ræktun. Það mun enn auka á óhagræði við framleiðsluna. Evrópskir bændur hafa einnig áhyggjur af þeim takmörkunum sem þeim eru settar við að nota erfðabreytt afbrigði af ræktunar- plöntum. Þeir telja að keppinautar þeirra í öðrum löndum sem fá að nota erfðabreyttar jurtir fái með því sam- keppnisforskot og samhliða verði arðsemi í evrópskum landbúnaði minni. Mikið var talað um mikil- vægi rannsókna til að auka arðsemi landbúnaðarins. Staða bænda í virðiskeðjunni Mikil umræða var á fundinum um stöðu bænda gagnvart smásölu- versluninni. Í mörgum löndum hefur orðið mikil samþjöppun á smá- sölumarkaði og við það hefur staða bænda í virðiskeðjunni veikst. Robert Carlson, bóndi frá Bandaríkjunum og formaður alþjóðasamtaka bænda, sagði m.a. frá því að í Bandaríkjunum væri engin leið fyrir bónda að hefja framleiðslu á alifugla- eða svínakjöti án þess að hafa fyrst tryggt sér sölu- samning við smásöluverslanakeðju. Evrópuþingið hefur beitt sér á þessu sviði og samþykkti nú síðast í sumar ályktun um þetta mál. Þar er m.a. skorað á framkvæmdastjórn ESB að leggja fram tillögur að löggjöf – án þess þó að spillt verði fyrir eðlilegri markaðsstarfsemi – sem stuðli að sanngjarnara sambandi milli fram- leiðenda, birgja og dreifingaraðila matvæla, og koma gildandi reglum í fullnaðar framkvæmd, ekki síst vegna þess að nýjustu tölur um afkomu í landbúnaði frá Eurostat síðan 2009 hafa sýnt að tekjur bænda hafa dregist saman um 11,6%. Í ályktuninni er einnig að finna lista sem ekki er tæmandi yfir ósanngjörn skilyrði í viðskiptum og mörg fleiri atriði sem þingið telur að þurfa skoðunar við. Að lokum segir svo þingið það forgangsmál að ESB setji af stað upplýsingaherferð gagnvart bændum til að fræða þá um samningsrétt sinn og algengustu ólöglegu, ósanngjörnu og móðgandi samningaþætti og viðskiptahætti sem þekktir eru. (http://www.europarl. europa.eu/sides/getDoc.do?type=- MOTION&language=EN&refe- rence=B7-0006/2012). Maria do Céu Patrao Neves, þing- kona frá Portúgal, hefur lengi barist fyrir því að ESB beiti sér í þessum málaflokki og má segja að nýjasti afrakstur þess sé ofangreind ályktun. Jerome Bédier, framkvæmdastjóri frönsku smásölukeðjunnar Carrefour, dró hins vegar ekki af sér við að kvarta yfir því að smásalan þyrfti sífellt að verða við nýjum kröfum viðskiptavina sinna. Endurskoðun landbúnaðarstefnu ESB Þriðja málið sem setti verulegan svip á umræður á fundinum var endurskoð- un sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB, CAP. Framkvæmdastjóri ESB í landbúnaðar málum, Dacian Ciolos, fjallaði um hana. Landbúnaðar- stefnan þarf að takast á við sjálfbærni út frá þremur sjónarhornum, sagði Ciolos, umhverfislega, efnahags- lega og félagslega. Ciolos sagði frum framleiðsluna veikasta hlekk- inn í matvælavirðiskeðjunni og það kæmi efnahagslega niður á bændum. Þar viðgengjust ósanngjarnir við- skiptahættir og nauðsynlegt væri að breyta löggjöf til að ráðast að rótum vandans. Í máli bænda kom einmitt fram að samkeppnislöggjöfin væri í dag hindrun í vegi þess að bændur sameinuðust í markaðsmálum. Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á tekjur bænda, t.d. er maís- uppskeran í Ungverjalandi aðeins um helmingur af því sem gerist í venjulegu árferði vegna þurrka, að sögn Ciolos. Einnig kostaði aukin stjórnsýsla bændur tíma og peninga. Evrópusambandið þyrfti á hagvexti að halda og landbúnaður væri stór atvinnuvegur sem hefði þar mikil- vægu hlutverki að gegna. Fyrri stoð landbúnaðarstefnunnar væri mjög mikilvæg og aðgerðir til að endur- bæta hana mættu ekki hafa neikvæð áhrif á tekjur bænda. Seinni stoðin væri ekki beinn tekjustuðningur heldur tæki hún utan um leiðir til að bæta bændum upp tekjutap vegna aðgerða sem þeir þyrftu að taka á sig til að mæta væntingum frá sam- félaginu. Báðar stoðir væru mikil- vægar en ef slá ætti upp skjaldborg um fyrri stoðina kostaði það fórnir í þeirri seinni. Minni fjármunir yrðu til ráðstöfunar í framtíðinni og það kostaði fórnir. Hann sagðist einnig vilja komast frá því að byggja stuðn- ing við bændur á sögulegum grunni og beina honum að raunverulegum þörfum í dag. Hér má skjóta því inn að mikill munur er á stuðningi við landbúnað innan ESB í dag. Þannig er stuðning- ur á hektara í Lettlandi 144 evrur/ha, 157 evrur/ha í Eistlandi og 174 evrur/ ha í Litháen. Meðaltal innan ESB er hins vegar ríflega 250 evrur/ha og hollenskir bændur fá 420 evrur/ ha. Framleiðslukostnaður bænda í þessum þremur fyrrnefndu löndum er hins vegar svipaður eða aðeins hærri en að meðaltali innan ESB. Heyra mátti gagnrýni frá fleiri fulltrúum fleiri landa í þessu efni en ljóst er að jöfnun stuðnings milli bænda og landa er eitt viðkvæmasta þrætu- málið í endurskoðun CAP. Ciolos ræddi um nauðsyn þess að auka samkeppnishæfni evrópsks landbúnaðar. Í tillögum til endur- skoðunar á CAP er að finna hug- myndir um að gera hana grænni, í merkingunni umhverfisvænni. Þar eru m.a. komnar fram hugmyndir um að 7% lands verði skilgreind sem vistfræðileg áherslusvæði (ecological focus areas). Hann sagði að þetta væri ekki endurnýjun á „set-aside“ fyrirkomulaginu þar sem bændur voru skyldaðir til að taka 10% lands úr ræktun til að njóta óskertra beingreiðslna og var lagt niður fyrir nokkrum árum. Undir þetta gætu líka fallið svæði sem væru vaxin trjágróðri. Hann viðurkenndi þó að mikil vinna við tæknilega útfærslu á þessu væri eftir. Mikil gagnrýni var meðal bænda á fundinum á þessar hugmyndir. Þeir töldu þetta kalla á kostnaðarsama og vinnufreka stjórnsýslu auk þess sem þetta væri ómarkviss aðgerð. Á sama tíma og verið væri að skikka bændur í aðgerðir af þessu tagi færu stór svæði árlega undir byggingar, vegi og önnur mannvirki. Bændur gagnrýndu einnig fram- kvæmdastjórnina fyrir að ganga nú fram í aðgerðum sem beindust gegn áherslum sem lagðar voru fyrir örfáum árum til að auka framleiðslu á lífrænum orkugjöfum. Evrópskir bændur hafa fjárfest mikið í þessu skyni. Ciolos tók undir þessi sjón- armið í máli sínu. Önnur mál Á fundinum flutti Marcela Villarreal, forstjóri samskipta og samvinnu- skrifstofu FAO, áhugavert erindi um matvælaverð í heiminum og þróun þess. Matvælaverð sveiflast nú meira en fyrr, t.d. hefur matvæla- verðsvísitala FAO hækkað um 6% frá því í júlí síðastliðnum. Hún vildi þó ekki tala um verðkreppu nú líkt og 2008. Minni eftirspurn væri eftir matvælum vegna efnahagskrepp- unnar í heiminum og olíuverð lægra nú en þá. Flutningskostnaður væri í lágmarki og áburðarverð mun lægra en 2007/2008. Verð myndi samt haldast hátt áfram og lítill samdráttur í framboði hveitis og maís valda til- tölulega miklum verðhækkunum. Þeir hópar sem yrðu fyrir mestum áhrifum af matvælaverðshækkunum væru fátækt fólk í borgum sem og fátækt fólk í dreifbýli sem keypti meiri mat en það framleiddi, en 2/3 heimila í dreifbýli í heiminum eru í þeirri stöðu. Heimili sem rekin eru af konum eru einnig í þessum hópi. Verðhækkanir á heimsmarkaði hefðu mest áhrif á framboð í þróuðum löndum, þ.e. til aukningar, en sára- lítil í þróunarlöndum. /EB Aðalfundur Evrópusamtaka bænda og samvinnufélaga bænda, COPA-COGECA: Bændum líst þunglega á breytingar á sameiginlegu landbúnaðarstefnunni Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Landbúnaðarmálefni í ESB Forstjóri dráttarvélaframleiðandans John Deere var meðal fundarstjóra á aðalfundi COPA-COGECA. Endurskoðun sameiginlegrar landbúnaðarstefnu var á dagskrá fundarins. Gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað Fást hjá umboðsmönnum okkar um land allt Þekk t fyri r styrk leika og en dingu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.