Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201214 Nýr forseti Kvenfélagasambands Íslands kosinn: Niðurskurði á fjárveitingum ríkisins mótmælt Kvenfélagasambands Íslands hélt 36. landsþing sitt í Keflavík helgina 28.-30. september. Yfirskrift þingsins var „Félagsauður og heilsa hönd í hönd“, sem er tilvísun í hve heilsusamlegt það er að taka þátt í félags starfi. Á þinginu var Una María Óskarsdóttir, fráfarandi vara forseti KÍ til sex ára, kosin nýr forseti Kvenfélaga- sambandsins. Þingið sóttu um 150 konur af landinu auk aðstandenda þinghaldsins. Á þinginu voru samþykktar þrjár ályktanir. Ein þeirra snýst um niðurskurð á fjárveitingum ríkisins. Skorar þingið á Alþingi og ríkisstjórn að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Í greinargerð með þessari samþykkt segir: „Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1930 og hlutverk þess er að vera málsvari kvenfélaganna í landinu. Kvenfélögin starfa um land allt og gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Kvenfélagasamband Íslands rekur Leiðbeiningastöð heimilanna sem allir geta leitað til sér að kostnaðarlausu og hefur hún starfað í 50 ár. Leiðbeiningastöðin rekur símaþjónustu, heldur úti heimasíðu og gefur út fræðsluefni. Starfsmaður í 50% starfi sinnir þessu verkefni. Frá upphafi hefur ríkisvaldið stutt myndarlega við þessa starfsemi með fjár framlögum og þannig gert það kleift að halda úti þessari þjónustu. Á síðustu misserum hefur í auknum mæli verið leitað eftir ráðleggingum hjá Leiðbeininga stöðinni, innhringingum hefur fjölgað um 43,7% og samskipti gegnum heimasíðu aukast jafnt og þétt. Aðkallandi er að endurnýja tölvubúnað Leiðbeiningastöðvarinnar. Kvenfélagasamband Íslands fékk á fjárlögum árið 2011 kr. 6.000.000 en árið 2012 er sá styrkur kominn niður í 1.500.000. Enginn styrkur fékkst í ár til að reka Leiðbeiningastöð heimilanna og er því áfram haldandi rekstur hennar í miklu uppnámi. Því skorum við á Alþingi og ríkisstjórn að hækka fjárframlag til Kvenfélagasambands Íslands og styrkja á ný Leiðbeiningastöð heimilanna.“ Í annarri ályktun þingsins voru allar konur hvattar til að fara reglulega í krabbameinsskoðun. Í þriðju ályktun inni er svo fagnað góðum árangri af forvarnarstarfi gegn vímuefnum hér á landi meðal ungmenna. Í greinargerð með þeirri ályktun segir að meðal forvarnarverkefna hafi verið landsverkefnið „BARA GRAS“ sem fjöldi félagasamtaka og einstaklinga hafa tekið þátt í. Verkefnið fólst í að virkja, hvetja og styrkja foreldra í forvörnum, en Kvenfélagasamband Íslands tók virkan þátt í verkefninu. Þingið hvetur til að öflugu forvarnarstarfi fyrir ungt fólk verði haldið áfram. Nýr forseti og varaforseti Sem fyrr segir var Una María Óskarsdóttir kosin nýr forseti Kvenfélagasambandsins en Guðrún Þórðardóttir var kosin nýr varaforseti. Þá var Margrét Baldursdóttir gjaldkeri endurkjörin, Bryndís Birgisdóttir var kosin meðstjórnandi og Katrín Haraldsdóttir er ný í varastjórn. Aðrar í stjórn eru Dóra Ruf ritari og Rosemarie Brynhildur Þorleifsdóttir í varastjórn. Skoðunarmenn reikninga voru kjörnar Birna Hauksdóttir og Hallfríður Bjarnadóttir. Til vara, Magdalena Jónsdóttir og Margrét Samsonardóttir. Ný nálgun var á hópastarfi þingsins, svokallað Hugmyndarými eða Open Space sem Kári Gunnarsson ráðgjafi stjórnaði. Þingið sóttu um 150 konur af landinu öllu auk þeirra félagskvenna sem sinntu gestgjafa vinnu á þinginu, en Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu var gestgjafi þingsins. Náttúran.is hefur þróað og hannað Lífrænt Íslandskort í prent útgáfu. Kortið var kynnt á Lífrænu Íslandi 2012 í Norræna húsinu um síðustu helgi og verður dreift ókeypis á völdum stöðum. Ráðgert er að Lífrænt Ísland verði framvegis gert að árlegum viðburði Samtaka lífrænna neytenda hér á landi. Lífræna Íslandskortið er hannað af Guðrúnu A. Tryggvadóttur, framkvæmda stjóra Náttúrunnar, og Signýju Kolbeinsdóttur. Segir Guðrún að að nauðsynlegt hafi verið að gera upplýsingar um lífrænan landbúnað og framboð á lífrænum vörum aðgengi legri fyrir alla. Upplýsingar um aðila með lífræna starfsemi hafa verið framreiddar á ýmsa vegu á vef Náttúrunnar sl. 5 ár og uppfærðar reglulega á grundvelli upplýsinga frá Vottunarstofunni Túni. Ný könnun Náttúrunnar meðal vottaðra aðila hefur varpað ljósi á raunverulegt framboð á lífrænum íslenskum vörum og eru þær upplýsingar settar fram á kortinu. Það er ósk útgefanda að kortið verði til þess að hvetja hið lífræna Ísland til dáða og djörfungar á komandi árum. Lífræna kortið endurspeglar stöðuna eins og hún er nú haustið 2012. Gögnin er einnig hægt að skoða á Grænu Íslandskorti og Lífræna kortinu á vef Náttúrunnar. Náttúran.is kynnti Lífrænt Íslandskort Ný stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Þegar skoðaðar eru niðurstöður jarðvegs efnagreininga frá árinu 2011 má vel sjá þess merki að sýru stig er víða full lágt, sé ætlunin að rækta þar gras, græn- fóður eða korn, og því veruleg þörf á að kalka. Í súrum jarðvegi hefur kölkun oftast úrslitaáhrif á það hvort sáðgresið endist vel eða illa. Vissu- lega sprettur gras í súrum túnum en það er ekki sáðgresið sem menn hafa kostað til við að sá, heldur er það til dæmis snarrót, lín gresi og túnvingull sem hafa tekið yfirhöndina. Þegar tún og akrar hér á landi eru kölkuð er langoftast notaður skelja- sandur sem tekinn er úr fjörum eða dælt upp af sjávarbotni. Æskilegt er að skelin í sandinum sé ekki mjög gróf því þá gætir áhrifanna seinna. Þegar dreifa á skeljasandi á gróin tún er yfirleitt ráðlegast að dreifa því að hausti til, þó áður en jörð gegnfrýs. Við kölkun í nýræktir og grænfóðurakra er hins vegar ráðlegt að kalka á vorin eða a.m.k. eftir að búið er að plægja til að kalkið tapist ekki of langt niður í jarðveginn. Gott er að kalka þegar aðeins á eftir að herfa/tæta síðustu umferðina. Þá blandast skeljasandurinn vel við efsta lag yfirborðsins en liggur samt ekki ofan á og kemst því síður í beint samband við köfnunarefni áburðarins. Hvað jarðvegsgerð snertir þarf mun minna af skeljasandi á sand- jarðveg en á t.d. mýri til að jákvæð áhrif kölkunar komi fram. Algengt er að 1-2 t/ha af skeljasandi dugi á sandjarðveg meðan 4-6 t/ha þarf af skeljasandi á mýrartún til að sambærileg áhrif verði og sýrustig jarðvegsins hækki. Móajarðvegur er síðan þar mitt á milli. Við yfirbreiðslu er ekki hægt að kalka eins mikið og í opna akra, þar sem sandurinn verður að ná að ganga niður í svörðinn yfir veturinn. Telja má að 1,5-3 t/ha sé hæfilegt magn til að svo megi verða. Að ýmsu þarf að hyggja þegar metið er hvort þörf sé á að kalka, hvaða kalkgjafa sé æskilegast að nota og hversu mikið. Það getur því verið ráðlegt að leita aðstoðar hjá ráðunaut svo sem bestur árangur náist. Borgar Páll Bragason, verkefnastjóri á ráðgjafarsviði BÍ Er kominn tími til að kalka? Lífrænt Ísland í Norræna húsinu Sunnudaginn 14. október var opnað eins konar lífrænt markaðs torg í Norræna húsinu. Það samanstóð af sýnishornum afurða frá 18 lífrænum matvæla- framleiðendum og mál stofum um t.a.m. sjálfbærni, eiturefna- lausa ræktun heimagarða, líf- ræna ylrækt og svínarækt. Viðburðurinn var skipulagður af Samtökum lífrænna neytenda og var afar vel sóttur. Að sögn Dominique Plédel Jónsdóttur, sem er í framkvæmdanefnd samtakanna, voru gestir einstaklega áhugasamir, forvitnir og jákvæðir. „Það kom berlega í ljós að eftirspurn eftir lífrænum afurðum er gríðarlega mikil. Þar af leiðandi eru mörg tækifæri til nýsköpunar um land allt til að svara henni.“ /smh Myndir / Gissur GunnarssonLífrænt grænmeti frá Akri. Forsetahjónin og Jóhann Örn Einarsson frá Organic Lífstíl. Lífrænt brauð og sultur frá Sólheimum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.