Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 24
Páll Kr. Pálsson og Logi Arnar Guðjónsson keyptu ullarvöru- fyrirtækið Glófa á Akureyri í lok árs 2005 og fleiri fyrirtæki í ullariðnaði árin 2006 og 2007, til að stækka rekstrareininguna og ná þannig hagræðingu í rekstrinum. Fyrirtækið hannar, framleiðir og selur eigin ullarvörur undir vörumerkinu Varma en auk þess framleiðir Glófi ullarvörur fyrir fjölda hönnuða og fyrirtækja sem selja undir eigin vörumerkjum. Framleiðslan á sér stað í þremur starfsstöðvum fyrirtækisins í Kópavogi, á Hvolsvelli og á Akureyri. „Áhugi minn á framleiðslu úr íslensku ullarbandi vaknaði árið 2004, í tengslum við verkefni sem ég vann fyrir Ístex, sem er algert lykilfyrirtæki varðandi framleiðslu úr íslenskri ull. Síðan kynntist ég Loga, sem þá var framkvæmdastjóri Glófa, og við sáum í því tækifæri að byggja upp stærra fyrirtæki í ullarvöruframleiðslu og byrjuðum á að kaupa Glófa í lok árs 2005. Þá voru sjö fyrirtæki að framleiða ullarvörur á Íslandi. Við keyptum síðan meðal annars Eiríksson, Janus/Tinnu og Prjónaver á Hvolsvelli til viðbótar. Við náðum fljótt hagræðingu með þessum aðgerðum og fundum fyrir því þegar við komumst vel í gang að margir hönnuðir höfðu þörf fyrir þjónustu okkar og áhuga á samstarfi. Hjálpaði þar mikið að hafa Birgi Einarsson, prjónameistara okkar, sem er einn sá færasti á sínu sviði.“ Heildarvelta um 350 milljónir Fyrirtækið gerði tilraunir með að fara inn á tískumarkaðinn með ullarvörulínur, en það tókst ekki eins og til stóð, m.a. vegna grófleika íslensku ullarinnar. Nú er áherslan í eigin framleiðslu á smávörur úr íslenskri ull, einkum húfur, hárbönd, sjöl, trefla vettlinga og sokka. „Það má segja að við séum á þessum flókna enda á markaðnum og það er nauðsynlegt að hafa nálægð við viðskiptavininn til að þróa réttu hlutina sem virka. Það er ákveðið pláss á markaðnum fyrir smávörur og við sjáum mikil tækifæri þar fyrir Varma-vörumerkið okkar. Við höfum einnig fengið hönnuði til liðs við okkur, nú síðast Sigríði Heimisdóttur vöruhönnuð til að hanna fyrir okkur mokkavörulínu sem framleidd er á Akureyri. Þar sjáum við mikla möguleika með íslenska lambskinnið bæði fyrir heimamarkað og útflutning.“ Um 40% af framleiðslu Glófa eru fyrir hönnuði og fyrirtæki sem selja undir eigin vörumerkjum og fer það hlutfall vaxandi. Heildarveltan er í kringum 350 milljónir. „Margir hönnuðir leita til okkar en einnig fyrirtæki sem hafa hönnuði í vinnu hjá sér og biðja okkur um að framleiða fyrir sig. Stærsti viðskipta- vinurinn okkar í dag er Íslendingur sem er búsettur í Þýskalandi og selur eigin vörulínu þar í landi undir merkjum íslensku ullarinnar.“ Fyrirtækið lent í áföllum Fyrirtækið hefur lent í miklum hremmingum frá hruni og hefur það bitnað verulega á rekstrinum. „Það er mikil samkeppni á þessum markaði svo þetta er oft á tíðum erfitt viðskiptaumhverfi. Þó að ferðamönn- um fjölgi er líka kreppa í útlöndum og margir á markaðnum með ullarvörur. Fyrir hrun fjárfestum við mikið og vorum með töluverðan hluta skulda okkar í erlendum lánum, þannig að hrunið kom verulega við okkur. Einnig urðum við fyrir miklu tjóni þegar verksmiðjan okkar á Akureyri brann vorið 2010. Hrunið og bruninn hafa vissulega sett strik í reikninginn fyrir okkur en við náum að halda sjó með frábæru starfsfólki og með því að auka vöruúrvalið,“ segir Páll og bætir við; „Við getum framleitt helmingi meira en við gerum í dag með okkar tækjakosti, en til að nýta afkastagetuna til fulls þurfum við fleiri verkefni. Helstu tækifæri okkar liggja í Varma- smávörunum og mokkavörulínunni sem við stefnum á að fara í auknu með á erlendan markað. En þetta er erfiður bransi og það kostar umtals- verða fjármuni, líkast til ekki undir 40 milljónum króna, að hanna og þróa eina vörulínu með 20 einingum, koma henni á markað með kynningum og þátttöku í sýningum innanlands og erlendis og koma henni í sölu í versl- unum. Til að slíkt verkefni heppnist þarf mikla þekkingu í hönnun, fram- leiðslu og markaðsmálum, auk umtals- verðra fjármuna. Fáir geta gert það og það tekur langan tíma að ná árangri. Þess vegna er gott að eiga samstarf við hönnuði og sterk fyrirtæki sem hafa metnað og getu til að vinna með okkur.“ /ehg 24 Vetrarbúnaður BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 18. OKTÓBER 2012 Mikil tækifæri í ullariðnaði – en áhættan umtalsverð, segja forsvarsmenn ullarvörufyrirtækins Glófa, sem er með starfsstöðvar á þrem stöðum á landinu Úr verksmiðju Glófa á Akureyri. Myndir / ehg Saumakona saumar bleika skó, en mokkaframleiðslan fer alfarið fram á Akureyri. Sólveig Davíðsdóttir, verkstjóri í verksmiðjunni í Kópavogi, sníðir ermar. Halldóra Guðmundsdóttir í verk- smiðjunni í Kópavogi við sníða- borðið á sínum fyrsta vinnudegi. Jóna Stígsdóttir saumakona og Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Glófa, Dóróthea sauma kona í baksýn. Prjónavélin á fullu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.