Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 7. júlí 2011 Kornræktin í Dalsmynni Í Dalsmynni í Eyja- og Miklaholts- hreppi á Snæfellsnesi hefur kornrækt verið stunduð frá árinu 2004. Síðustu árin hafa 18-22 hektarar lands verið settir undir þessa ræktun. Fyrst og fremst er ræktað fyrir búið sjálft, en þar er kúabúskapur aðalbúgreinin. Um 50-60 tonn af korni fara í búið sjálft á ári. Svanur H. Guðmundsson er bóndi í Dalsmynni. „Sáðkorn kostar á bilinu 120- 150 kr./kg. Á hvern hektara eru notuð um 200 kg, svo kostnaður nemur nálægt 30 þúsund krónum á hvern hektara – sé sáðkornið keypt. Byggið sem við erum að rækta kostar okkur um 30-40 kr./kg á góðu ári. Þegar við vorum að byrja í kornræktinni nam allur kostnaðurinn við ræktunina álíka miklu og einungis sáðkornið núna. Olíu- og áburðarkostnaður hefur líka margfaldast. Það er því nokkur áhætta í því fólgin að rækta bygg. Að sama skapi er ávinningurinn miklu meiri af eigin ræktun, því kjarnfóður hefur einnig hækkað mjög mikið. Það minnkar áhættuna verulega ef við náum sáðbyggi úr eigin ræktun, auk þess sem við höfum verið að nota búfjáráburð í meiri mæli með smá viðbót af köfnunarefnisáburði.“ Svanur segir að þetta ár sé það besta frá því hann hóf að rækta bygg. „Við gátum sáð því fyrsta upp úr miðjum apríl og þrátt fyrir þurrkana hafa mýrarakrarnir komið einstaklega vel út í sumar. Þetta haust erum við að ná um fjórum til fimm tonnum af hektara, en erum kannski að fara niður undir tvö tonn í verstu árum. Við erum fimm bændur sem störfum saman í félagi sem heitir Yrkja ehf. og rekur þurrkstöðina auk ýmissa tækja. Við leggjum allt bygg inn hjá félaginu, sem sér um þurrkunina. Við kaupum það svo út aftur sem við ætlum til eigin nota en félagið selur hitt. Stærsti kaupandinn er svínabú í nágrenninu sem kaupir byggið laust og óvalsað. Aðrir smærri kaupendur kaupa byggið valsað í 500 kg sekkjum. Sumir félaganna rækta eingöngu bygg til sölu.“ Óvenju snemma var byrjað að þreskja korn á svæðinu þetta árið, í lok ágúst, og þeirri vinnu var í raun lokið í september. Hér er yngri bóndinn í Dalsmynni, Atli Sveinn, undir stýri á þreskivélinni. Myndir / smh Dælt úr þreskivélinni í vagninn. Hafursfellið er hér til vinstri á myndinni en á milli vagnsins og þreskivélarinnar sést heim að Dalsmynni. Mynd / smh Kornið var allt vel þroskað. Fór inn í þurrkstöð með um 82% þurrefni, sem er mjög gott að sögn Svans. Myndir / smh Sekkjun Mynd / DalsmynniVölsun Mynd / Dalsmynni Keyrt með kornið í þurrkstöðina.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.