Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2012 Íslensk hönnun Ágústa Margrét Arnardóttir er hugmyndasmiður og einn af skipuleggjendum sýningarinnar Fashion with Flavor, sem stendur fyrir „tísku sem bragð er af“. Ágústa telur þetta einu sýningu sinnar tegundar í heiminum þar sem fyrirsætur bera fram mat klæddar fatnaði úr aukaafurðum hráefnisins sem þær bera fram. Hver er tilgangurinn með sýningunni? „Að kynna fullnýtingu náttúrulegra hráefna á sem víðtækastan og flottastan hátt; í mat, fatnaði, fylgi hlutum, skóm, listmunum, snyrtivörum og fleiru. Ég vil að Fashion with Flavor sé viðburður, og jafnvel samfélag, fyrir alla sem nota náttúruleg hráefni eða greinilegan innblástur frá íslenskri náttúru.“ Hvernig hefur tekist til? „Það hefur tekist gríðarlega vel til. Ég og kokkurinn Hinrik Carl Ellertsson unnum mikið saman í ár. Fyrst sendi ég honum mínar hugmyndir um hálfgerð þema hvers réttar. Laxinn léttur með stuttum pilsum, þorskurinn suðrænn og seiðandi með litríkum fötum, lambakjötið átti að minna á íslenska sumargrillveislu og svo framvegis. Hinrik tók hugmyndir mínar og margfaldaði allt sem ég vonaðist eftir, til dæmis notaði hann eld, þurrís, sprengiduft sem kurlast upp í manni og alls konar aukahluti til að gera matreiðsluna fjölbreytta og ólíka flestu öðru þó að í grunninn hafi maturinn náttúrlega verið gerður úr íslenskum eðalhráefnum. Við vorum líka svo heppin að fá matvæli í styrk frá góðu fólki í Vogafjósi, Skinney/Þinganesi, Fjarðalaxi, Garðheimum, Spírunni, Reykjavik Distillery og fleirum. Það gerði sýninguna enn betri og öll helgin einkenndist af mikilli gleði.“ Úr hvaða hráefnum var fatnaðurinn? Hráefnin í dressunum og á diskun- um koma frá hreindýrum, kindum, þorskum, löxum, körfum, hlýrum og hrossum. Fyrirsætur báru fram matinn klæddar í fatnað, fylgi- hluti og skó úr aukaafurðum þess sem borðað var. Í einum rétti til- einkuðum hrossum og hreindýr- um klæddust stúlkurnar kjólum úr hreindýraleðri, báru töskur með hreindýrshornum og skóm skreyttum hrosshárum, framreitt var hrossakjöt með hreindýrasoðs- sósu. Komu margir að sýningunni? „Fyrir utan alla styrktaraðila voru um 30 þátttakendur; Arfleifð með fatnað og fylgihluti, HALLDORA með skó, Sign með skart og Hinrik Carl matreiðslumeistari. Greta Salóme hafði yfirumsjón með tónlist og með henni var fimm manna band auk þess sem Harmonikkubræðurnir frá Hornafirði tóku sjóaralög með einum fiskréttinum. Baksviðs voru „klæðarar“, hárgreiðslufólk, förðunarfólk, ljósmyndarar, grafískur hönnuður og fleira. Frekari upplýsingar og myndir má sjá á www.facebook.com/ fashionwith flavor. /ehg Fullnýting íslenskra hráefna Fyrirsæta í fatnaði úr laxa-, þorsk- og karfaroði og skóm úr laxaroði. Hér klæðist fyrirsætan fatnaði úr hreindýra- og lambsleðri og skóm úr lambsleðri skreyttum hrosshárum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.