Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 18.10.2012, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2012 Hugbúnaðarverkefni tölvu deildar Bændasamtaka Íslands hafa aldrei verið fleiri en í dag. Alls eru fjórtán tölvukerfi í rekstri og þróun í deildinni. Kjarninn í hugbúnaðarþróuninni er skýrsluhaldsforrit fyrir bændur og ráðunauta, en þau eru: WorldFengur (1), uppruna- ættbók íslenska hestsins. HUPPA (2), skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. F J A RV I S . I S ( 3 ) , ský r s luha ld ske r f i í sauðfjárrækt. Í ,,Fengsfjölskyldunni” eru einnig SportFengur/Kappi (4), fyrir íþrótta- og gæðingadóma, og nýjasta vefforritið er fyrir skráningar keppenda á kynbóta- og íþróttasýningar sem mun auðvelda utanumhald fyrir sýningarhaldara en ekki síður bæta þjónustu við keppendur. Þegar búið er að ganga frá skráningu hrossa og keppenda á mót með fullnægjandi hætti er sýningaskrá uppfærð sjálfkrafa í WorldFeng eða SportFeng eftir því sem við á. Vefforritið LAMB (5) var opnað í síðasta mánuði og er ætlað að leggja grunn að nýrri kynslóð vefforrita Bændasamtakanna þar sem lögð er áhersla á opin og frjálsan hugbúnað (open source) og lausn sem er samhæfð fyrir einkatölvur, spaldtölvur og snjallsíma. Í ,,fjölskyldu” sauðfjár- forrita er einnig Ófeigur/VasaFjárvís (6) fyrir bændur sem eru farnir að nota örmerki í sauðfé sitt. Samráðshópur tók til starfa á árinu sem er ráðgefandi um þróun á forritum fyrir sauðfjárbændur. Í samráðshópnum eru Oddný Steina Valsdóttir, bóndi á Butru, Einar Ófeigur Björnsson, bóndi á Lóni, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem öll eru skipuð af LS, Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur Bændasamtakanna í sauðfjárrækt, og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtakanna. AFURÐ (7) er tölvukerfi sem hefur verið þróað fyrir félagssvið Bændasamtakanna á undanförnum árum. Það heldur utan um greiðslur til bænda samkvæmt búvörusamningum og upplýsingar um framleiðslu afurða. Snati (8) er vefforrit til að halda utan um ættbók fyrir smalahunda sem Bændasamtökin smíðuðu fyrir Smalahundafélag Íslands. Það var opnað í júní í sumar. Dýraauðkenni (9) (www. dyraaudkenni.is) er vefforrit til að halda utan um miðlægan gagnagrunn um öll gæludýr landsmanna. Það var þróað fyrir Völustall ehf., sem er félag í eigu Dýralæknafélags Íslands. Öll gæludýr sem eru örmerkt er skráð af dýralæknum inn í gagnagrunninn, sem á að tryggja samræmdar upplýsingar um öll örmerkt gæludýr á sama stað. Matvælastofnun hefur samið við tölvudeild um smíði og rekstur á tveimur hugbúnaðarkerfum. Annars vegar er Bústofn (10) og hins vegar Heilsa (11). Bæði kerfi eru opinber eftirlitskerfi og því miklar kröfur gerðar til aðgangsstýringar. Bústofn heldur utan um bústofn og forða bænda. Með kerfinu geta bændur skilað inn forðagæsluskýrslu sinni rafrænt með rafrænu auðkenni með sama hætti og skattaskýrslu. Nú í haust er þriðja árið sem bændur geta skilað forðagæsluskýrslu með þessum þessum hætti. Þá sér tölvudeildin um rekstur þriðja tölvukerfisins, MARK (12), þar sem bændur geta pantað plötumerki fyrir búfé sitt, en einnig er MARK eftirlitskerfi með skyldumerkingu búfjár í samræmi við reglugerð þar um. Þrettánda kerfið er Búhagur (13), sem er í prófun hjá ráðunautum. Búhagur safnar saman upplýsingum úr bókhaldi bænda (dkBúbót) sem gefa leyfi fyrir slíku og ber saman við niðurstöður úr HUPPU, skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt. Allt er þetta gert með sjálfvirkum hætti en samræmt og miðlægt aðgangskerfi fyrir öll bú, sem byggt hefur verið upp í Bændatorginu, gerir þetta mögulegt. Í fyrstu var Búhagur þróaður fyrir kúabændur en Fagráð í sauðfjárrækt hefur lýst yfir áhuga á að bæta sauðfjárræktinni við, en þá verða lesin gögn úr FJARVIS. IS, skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt. Fjórtánda kerfið er síðan í smíðum og er það til að halda utan um landsmarkaskrá. Landsmarkaskrá (14) verður opnuð á vefnum síðar á árinu og verður þar hægt að leita að öllum mörkum í búfé sem eru skráð í landsmarkaskrá. Um þessa hugbúnaðarþróun og rekstur forrita sjá fjórir forritarar í fullu starfi og þrír í hlutastarfi. Auk þess er verkefnisstjóri sem er auk þess sviðsstjóri tölvudeildar. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Fjórtán forrit í hugbúnaðarflóru tölvudeildar BÍ Fjárvísnámskeið á Blöndósi. Aðstaða og smitálag er mis- munandi á milli búa og því fráleitt að ætla að eitt efni henti fyrir alla. Upplýsingar um virk efni endurnýj- ast hratt og nánast stöðugt bætast ný efni við sem talin eru betri en hin eldri. Þarna þarf kúabóndinn því fyrst og fremst að treysta á opinbert eftirlit sem hefur prófað efnin og sannreynt virkni þeirra og fjárfesta síðan í efnum sem henta á viðkomandi kúabúi. Algengustu mistökin Þegar skoðuð er reynsla erlendis af notkun á efnum til þess að takast á við smitefni og halda júgurbólgu niðri kemur í ljós að oft eru sömu mistökin gerð. Langalgengustu mistökin eru að efnin eru ekki rétt borin á spenana. Þar eru algengustu mistökin röng notkun á spreyi, lélegt eftirlit með því að efnin séu rétt borin á (afar algengt í mjaltaþjónafjósum) og/eða ekki nógu djúpir spenadýfubollar miðað við spenastærðir á viðkomandi búi (speninn nær ekki allur að þekjast með efninu). Næstalgengust eru mistök við geymslu á efnunum sem gera þau minna virk eða jafnvel óvirk. Fæst efnin mega t.d. frjósa en einnig má nefna beint sólarljós og jafnvel geymslu í opnu íláti, sem getur gert það að verkum að uppgufun verður og virknin fellur. Í þriðja sæti kemur svo rangt val á efnum miðað við smitálag viðkomandi bús og þau smitefni sem um ræðir á viðkomandi kúabúi. Þá vinna sum efni afar illa saman til notkunar fyrir og eftir mjaltir og hafa bændur lent í því að efnahvörf verða á milli efnanna, sem geta valdið sárum á spenum og húðertingu. Að lokum Vart þarf að taka fram að notkun á efnum er alls engin töfralausn. Ef ekki er stunduð virk bústjórn, þar sem unnið er markvisst að því að koma í veg fyrir að bakteríur dafni í umhverfinu eða geti smitast á milli kúa, s.s. vegna lélegra eða illa viðhaldinna mjaltatækja, slakra vinnubragða við mjaltir eða við umhirðu gripa og nærumhverfis þeirra í fjósi, verður notkun á efnum gagnslítil. Sé hins vegar gott skipulag hvað varðar vinnulag í fjósi og við mjaltir og viðhald tækja gott getur notkun á spenadýfu eða spenaspreyi verið lykill að góðum og jöfnum árangri. Heimildir www.cabv.ca www.nmconline.org www.hc-sc.gc.ca www. vfl.dk Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Spenadýfubollar. Lesendabás Stjórnarskrá Ísland leyfir ekki að fullveldi landsins verði framselt til annarra þjóða eða yfirþjóðlegra stofnana. Svo hefur verið allt frá lýðveldisstofnun árið 1944, þegar íslenska þjóðin kom saman á Þingvöllum og innsiglaði sjálfstæði og fullveldi landsins. Engan hefur sjálfsagt órað fyrir, á þeirri sigur- og fagnaðarstund að nú, rúmum aldarhelmingi síðar, sæti hópur manna og ráðgerði breytingar á stjórnarskránni sem fælu í sér heimildir til að selja frá okkur full yfirráð yfir Íslandi. Tillaga til nýrrar stjórnarskrár, sem liggur fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október, markar tímamót. Í 111. gr. tillagnanna er kveðið á um heimild til framsals ríkisvalds Íslands „til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu“. Ekki eru gerðar aðrar kröfur til að slíkt framsal nái fram að ganga en að fyrir þeim sé samþykki Alþingis, sem síðan hljóti staðfestingu einfalds meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með getur það oltið á einu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort fullveldinu er afsalað með þessum hætti. Eigi að breyta stjórnarskránni í þá veru að heimila afsal ríkisvalds er lágmark að krefjast aukins meirihluta, tveggja þriðju hluta, fyrir slíkri ákvörðum bæði á Alþingi og í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og tíðkast um stórar ákvarðanir í flestum lögskipuðum félögum. Hér er um svo stórt mál að ræða að þjóðin má ekki láta slá ryki í augu sér og glepjast af fagurgala tillögugerðarmanna um að það sé næg vörn fyrir sjálfstæði okkar að eitt atkvæði geti ráðið úrslitum meirihluta um fullveldiframsal allrar þjóðarinnar. Framsal fullveldis á svo veikum grunni myndi í raun leiða af sér að tvær þjóðir byggju í landinu þar eftir. Þá er í 111. greininni sett það skilyrði að fullveldisafsal „skuli ávallt vera afturkræft“. Þetta ákvæði er einskis virði, enda þarf það land sem ætlar að endurheimta fullveldi sitt að vera í aðstöðu til að svo megi verða. Land sem komið er á framfæri yfirþjóðlegra stofnana eða ríkjasambands og jafnvel búið að afsala sér eigin mynt hefur engar forsendur til að yfirgefa selskapinn. Nær hefði verið að höfundar tillögunnar að nýrri stjórnarskrá, stjórnlagaráðið, kæmu hreint fram og segðu berum orðum í tillögu sinni að heimilt væri að framselja ríkisvaldið til ESB. Um það snýst allt þetta brölt með stjórnarskrána. Það er dapurlegur tvískinnungur í íslenskum stjórnmálum, að hinir sömu og halda því á lofti að færa eigi hið vandasama verk, að semja nýja stjórnarskrá, til fólksins í landinu, vilja undir engum kringumstæðum leyfa sama fólkinu í landinu að segja álit sitt á hvort áfram eigi að halda til streitu umsókn um inngöngu í Evrópusambandið, sem nú brennur stafna á milli. Kosningarnar 20. október snúast því raunverulega um hvort við viljum halda áfram á þeirri óheillabraut að sækjast eftir því að verða útnári stórveldisins Sambandsríkis Evrópu og lifa síðan á snöpum frá þeim sem völdin hafa eftir að hafa misst yfirráð yfir löggjafarvaldinu og grundvallaratvinnuvegi okkar, sjávarútveginum. Verði þessi tillaga að nýrri stjórnarskrá felld í komandi kosningum stendur stjórnarskráin, áfram og óhögguð, vörð um fullveldi okkar og innlent ríkisvald. Við slíkar aðstæður er vandséð að áframhaldandi umsóknarferli að ESB verði tekið alvarlega þar ytra. Óðinn Sigþórsson Einarsnesi Stjórnarskráin og ESB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.