Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.04.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag STJÓRNSÝSLA Öll stjórnsýsla sem tengist peningastefnu landsins, þar með talinn Seðlabanki Íslands, verður færð undir fjármálaráðu- neytið, gangi hugmyndir um breyt- ingar á ráðuneytum eftir. Þar með hefur verið fallið frá hugmyndum um sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, en það síðarnefnda verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. Samkvæmt þingsályktunartil- lögu Jóhönnu Sigurðardóttur um skiptingu ráðuneyta verða verk- efni færð til og ráðuneyti stofnuð þannig að þrjú ný ráðuneyti verði til: Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneyti, umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti og fjármála- og efna- hagsráðuneyti. Ríkisstjórnin hefur síðan unnið að tilfærslu verkefna innan ráðuneytanna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður niðurstaðan sú að efnahagsþátturinn verði byggður upp í fjármálaráðuneytinu. Þang- að færist Seðlabankinn og allt sem tengist peningamálastefnu. Sam- fylkingin hefur lagt mikla áherslu á þessa skipan mála. Þá verði komið á fót nýrri stofn- un, í ætt við Þjóðhagsstofnun sem lögð var niður árið 2002, sem vinni þjóðhagsspár. Málefni atvinnulífsins alls, þar með talinn fjármálamarkaðurinn, færast undir atvinnuvegaráðu- neytið. Þar verður einnig eftirlits- iðnaðurinn, Fjármálaeftirlitið og samkeppniseftirlitið, svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að áframhald- andi eflingu FME. Nýtt umhverfis- og auðlinda- ráðuneyti mun fá það hlutverk að tryggja sjálfbæra nýtingu auð- linda. Það verður því í mikilli sam- vinnu við atvinnuvegaráðuneytið. Nokkuð hefur verið rætt um hvernig stofnanir núverandi ráðuneyta munu skiptast á milli þeirra nýju. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins mun Haf- rannsóknastofnun verða á for- ræði atvinnuvegaráðuneytis, en umhverfisráðuneytið fá aðkomu að stefnumótun. Kvótaúthlutunin verður þó á ábyrgð atvinnuvega- ráðherra. Hins vegar hefur verið rætt um að Veiðimálastofnun fær- ist yfir til umhverfisráðuneytis. Þingsályktunartillagan er nú til umfjöllunar í stjórnkerfis- og eft- irlitsnefnd, en gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. septem- ber. - kóp MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is Hurðir & hurðasmíði 30. apríl 2012 100. tölublað 12. árgangur ár eru síðan ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lagði Þjóðhagsstofnun niður. Frum- varp þess efnis var samþykkt 29. apríl 2002. 10 GOTT KAFFIEspressó kaffi er upphaflega frá Ítalíu þar sem það er drukkið eftir mat. Espressó er uppistaðan í mörgum kaffidrykkjum eins og cappuccino og latte sem helst eru drukknir á morgnana. Á Ítalíu þykir dónaskapur að biðja um cappuccino eftir matinn. H eimildarmynd um Sigurð Hjartar-son, stofnanda Hins íslenska reðasafns, verður frumsýnd á Hot Docs Canadian International Docu-mentary Festival í Torontó í Kanada á morgun. Hátíðin er stærsta og ein virtasta heimildarmyndahátíð í Norður-Ameríku. Var myndin um Sigurð valin ásamt 189 öðrum úr 2.000 innsendum myndum sem þykja fín meðmæli. Auk þess hlaut hún góðar viðtökur á forsýn-ingu og hefur verið lofuð í fjölmiðlum vestra. „Umfjöllunarefnið þykir greinilega áhugavert og myndin vel gerð. Það er frábært að komast þarna inn og ekki skemma fínir dómar fyrir,“ segir Hjörtur Sigurðsson, sem tók við rekstri Reða-safnsins þegar faðir hans lét af störfum í fyrra og safnið flutti til Reykjavíkur þar sem það hóf fyrst göngu sína. SÍÐASTI MEÐLIMURI Member eða Síðasti meðlimurinn og reynir að varpa ljósi á Reðasafnið og persónu Sigurðar. Kanadísku kvik-myndagerðarmennirnir Zach Math og Jonah Bekhor standa á bak við myndina en þeir hafa unnið til fjölda verðlauna fyrir auglýsingar og stutt- og heimildar- myndir. „Math heyrði viðtal við pabba á CBC Radio One árið 2007 þar sem hann sagði frá leit að mannslim til að fullkomna Reðasafnið,“ segir Hjörtur. „Honum fannst viðtalið svo áhuga-vert að stuttu síðar birtust hann og félagar hans hér til að taka upp efni. Leit pabba að limnum varð rauði þráður myndarinnar.“Feðgarnir hafa ekki séð hana alla en Hjörtur segir sýnishorn lofa góðu. „Myndin ber þess skýr merki að gríðarlega vinna var lögð í hana,“ lýsir hann og segir stef t ðð TYPPI LOFUÐ Í HÁSTERT GÓÐUR ÁRANGUR Leit stofnanda Hins íslenska reðasafns að mannslim til að fullkomna safnið er umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar sem verður frum- sýnd á Hot Docs Canadian International Documentary Festival á morgun. ATHYGLISVERT Hjörtur Sigurðsson segir heimildarmyndinni The Final Member, sem fjallar um föður hans Sigurð Hjartarson (hér að neðan), hafa verið vel tekið þegar hún var for-sýnd í Toronto. MYND/PJETUR SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja Fasteignamarkaðurinn kynnir vel skipulagt einbýlishús á þremur hæðum auk bílskúrs á frábærum stað í Vesturbænum. Sólvallagata 53 er 227.1 fermetrar að stærð, hæð kjallari og ris auk 34.8 fermetra bílskúrs. Lóðin er afgirt með verönd og heitum potti og er garðurinn hannaður af Stan- islas Bohic. Á aðalhæð er gengið inn í parketlagða forstofu, þá inn í hol þar sem er góð vinnuaðstaða og sérsmíðaðir innfelldir skápar. Tvær samliggjandi stofur, parket- lagðar með rennihurðum á milli og er útgangur úr stofu niður á ver- önd. Eldhúsið er parketlagt með hvítum innréttingum og eikar- borðplötum. Flísar eru milli skápa og er tengi fyrir uppþvottavél.Gengið er upp viðarstiga upp á efri hæð hússins. Þar er barna- herbergi með linoleumdúk á gólfi, stórt herbergi með innbyggð- um fataskápum og linoleumdúk á gólfi. Þá er stórt hjónaherbe i með tveimur innbyggðum skáp- um og stórt baðherbergi með horn- baðkari. Sé inngangur er inn í kjallar- ann en einnig innangengt úr holi á aðalhæð. Kjallarinn er nú nýtt ur sem íbúð þ fataskápum. Eldhús og stofa bæði teppalögð, flísalagt hol og salerni. Þá er í kjallara þvottaherbergi með sturtuklefa og gufubaði.Bílskúrinn e ú FASTEIGNIR.IS30. APRÍL 2012 17. TBL. Einbýli í Vesturbænum Vel skipulagt einbýlishús með aukaíbúð í kjallara. Rúnar GíslasonLögg. fasteignasali audur@fasteignasalan.is Viltu selja?Mig vantar sárlega 3-4 herbergja íbúð í 101 Reykjavík. Verður að hafa sérinngang.Vörður Talaðu endilega við Auði í síma 824-7772 eða audur@fasteignasalan.is Landmark leiðir þig heim!* Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Fjórir löggiltir fasteignasalar. Áralöng reynsla. Við erum Landmark* Sími 512 4900 landmark.is Magnús EinarssonLöggiltur fasteignasaliSími 897 8266 Sigurður SamúelssonLöggiltur fasteignasaliSími 896 2312 Bergur SteingrímssonLöggiltur fasteignasaliSími 896 6751 Sveinn EylandLöggiltur fasteignasaliSími 690 0820 Þórarinn ThorarensenSölustjóriSími 770 0309 Kristberg Snjólfsson SölufulltrúiSími 892 1931 Eggert Maríuson SölufulltrúiSími 690 1472 Júlíus Jóhannsson sölufulltrúi sími 823 2600 Haraldur Ómarsson sölufulltrúisími 845 8286 Save the Children á Íslandi Kynningarblað Útihurðir, innihurðir, álhurðir, glerhurðir, sérsmíði, fornar dyr og frægar hurðir. HURÐIR MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2012 & HURÐASMÍÐI Mynd: Stefán SÉRVERKEFNI www.iss.is • Teppahreinsun • Steinteppaþrif • Parkethreinsun • Bónvinna NÝ ÍSLEN SK KILJA Græddu á gulli á Grand Hótel Í dag frá kl 11:00 til 19:00Staðgreiðum allt gull, silfur, demanta og vönduð úr. Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661-7000 • sverrir@kaupumgull.is Þjóðhagsstofnun endurreist en SÍ og FME ekki sameinuð Hugmyndir um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits lagðar á hilluna. Til stendur að koma á fót nýrri þjóðhagsstofnun sem verði undir fjármálaráðuneyti. Hafró verður á forræði nýs atvinnuvegaráðuneytis. HLÝNAR NA TIL 8-15 m/s og rigning V-til í dag en hægara og nokkuð bjart A-til. Dregur fyrir N-til eftir hádegið. Hlýnar í veðri NA-til, hiti að 16 stigum. VEÐUR 4 7 9 12 12 8 Frumsýningarfjör Fjölmennt á frumsýningu á Svari við bréfi Helgu í Borgarleikhúsinu. fólk 22 HEILBRIGÐISMÁL Kristín Guð- mundsdóttir handboltakona hefur hrint af stað söfnun fyrir styrktarfélag Landspítalans en markmið hennar er að bæta aðbúnað þeirra kvenna sem missa barn á meðgöngu eða í fæðingu. Kristín missti tvíbura í fyrra þegar hún var gengin 19 vikur. Henni fa n n st er f- itt að liggja á kvennadeildinni innan um konur með nýfædd börn. „Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana á herberginu mínu lokaða til að heyra ekki barnagrátinn.“ - áp / sjá síðu 6 Aðstaða kvennadeildar bætt: Erfið upplifun að missa barn KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR SJÖTUGIR Í RÁÐHÚSINU Á frísklegum gestum í Ráðhúsinu í gær var helst að sjá að Reykja- víkurborg hefði boðið þangað þeim borgarbúum sem verða sextugir á þessu ári en ekki sjötugir eins og raunin mun vera. Jón Gnarr borgarstjóri lá heima með lungnabólgu og missti af gleðskapnum en Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fyllti skarð hans og ávarpaði samkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BANDARÍKIN Fólk tekur skynsamlegri ákvarðanir í fjármálum ef það hugsar á öðru tungumáli en móð- urmálinu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem var gerð við háskólann í Chicago og greint er frá í Science Daily. Meðal annars voru gerðar tilraunir á enskumælandi nemum sem einnig höfðu færni í spænsku. Þeir tóku skynsamlegri áhættu á spænsku en ensku. Erlent tungumál veitir ákveðna fjarlægð, sem verður til þess að fólk fylgir síður innsæinu og tekur frekar meðvitaðar ákvarðanir, að því er fram kemur í rannsókninni. Þá er ekki eins mikið um til- finningaleg rök þegar fólk hugsar á öðru tungumáli, en tilfinningar geta leitt til þess að fólk taki frekar ákvarðanir byggðar á ótta en á von, jafnvel þótt lík- urnar á hagnaði séu miklar. - þeb Ný rannsókn sýnir að fjármálaákvarðanir eru betri ef ekki er hugsað á móðurmáli: Taka jákvæða áhættu á spænsku Náttúruverndarinn 2012 Guðmundur Páll Ólafsson heiðraður fyrir ötula baráttu í þágu náttúrunnar. tímamót 16 Allt galopið í körfunni Þórsarar unnu óvæntan sigur á Grindavík í gær. sport 24

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.