Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 47

Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 47
MÁNUDAGUR 30. apríl 2012 23 Leikarinn John Cusack var gestur í spjallþætti grínist- ans Jimmy Kimmel í vikunni og ræddi þar á meðal stjörn- una sem hann hafði hlotið í The Hollywood Walk of Fame fyrr um daginn. Til að fagna þessum áfanga drukku þeir félagar sopa af handspritti, en slíkt hefur verið vinsælt meðal banda- rískra ungmenna undanfarið. Áður en Cusack gekk á svið hafði Kimmel fjallað um þenn- an stórhættulega drykk sem unglingar gerðu úr handspritti. Cusack stakk upp á því að þeir félagar fengju sér skot af spritti til að fagna stjörnunni, sem þeir gerðu þrátt fyrir viðvaran- ir áhorfenda. Af svip þeirra að dæma var drykkurinn þó allt annað en bragðgóður. Fagnaði með handspritti FAGNAÐI MEÐ KIMMEL Leikarinn John Cusack fagnaði stjörnunni með stórundarlegum hætti. Hann drakk spritt með Jimmy Kimmel. NORDICPHOTOS/GETTY Tara Reid er orðin þekktari fyrir skemmtanalíf sitt en leik- hæfileika og segir hún það hafa slæmar afleiðingar fyrir vinnu sína. „Auðvitað er mér ekki sama þegar fjallað er um skemmtana- líf mitt af því það hefur áhrif á það hvort ég fæ vinnutilboð. En ég ætla ekki að hætta því að fara út að skemmta mér bara af því að öðrum finnst eitthvað um það. Maður er mennskur og maður verður að fara út og borða,“ sagði leikkonan er hún var spurð út í umfjöllunina sem hún hefur fengið undanfarið. Hættir ekki djamminu HÆTTIR EKKI Tara Reid ætlar ekki að hætta að fara út á meðal fólks. Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess verður haldin í annað sinn helgina 25. til 27. maí á Faktorý Bar og Kex Hosteli. Meðal þeirra sem koma fram eru Benni Hemm Hemm, Snorri Helgason, Jarse frá Finnlandi, My Bubba & Mi frá Danmörku, Cheek Mountain Thief, Legend, Úlfur og fleiri. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn síðasta vor og komu þá fram Deerhunter, Mugison, Lower Dens, Sin Fang og Nive Nielsen. Miðasala hefst 4. maí á Midi.is. Frítt verður inn á þá viðburði sem haldnir verða á Kex Hosteli. Music Mess í annað sinn JARSE Finnska hljómsveitin Jarse spilar á Reykjavík Music Mess. Fatahönnuðurinn frægi Sonia Rykiel þjáðist af sjúkdómnum Parkinson. Þetta kemur fram í bók hönnuðarins, Oubliez Pas Que Je Joue eða Ekki gleyma að þetta er leikur, þar sem Rykiel talar í fyrsta sinn um sjúkdóm- inn sem hefur plagað hana í meira en tíu ár. Rykiel er orðin 81 árs gömul og hefur dóttir hennar Nathal- ie tekið við keflinu hjá Rykiel tískuhúsinu. „Ég vil ekki sýna að ég þjáist, ég reyndi að berj- ast og reyndi að verða ósýnileg. Ég lét eins og ekkert væri en það var ómögulegt og alls ekki líkt mér.“ Sonia Rykiel er best þekkt fyrir eldrautt krullað hár sitt og litaglaðar prjónaflíkur. Hún gerði meðal annars vinsæla línu fyrir sænsku verslanakeðjuna Hennes&Mauritz. Rykiel með Parkinson VEIK Í 10 ÁR Sonia Rykiel segist hafa þjáðst af Parkinson-sjúkdómnum í 10 ár í nýrri bók sinni en hér er hún með dóttur sinni Nathalie Rykiel. NORDICPHOTOS/GETTY KRÓNUTILBOÐ FLUGFELAG.IS 1 króna fyrir barnið aðra leiðina + 1.400 kr. (flugvallarskattar) 1.–15. maí 2012 Þetta einstaka tilboðsfarg jald PANTAÐU Í DAG, EKKI Á MORGUN, JÁ Í DAG! ÓDÝRT! Aldeilis ÍS LE N SK A S ÍA .IS F LU 5 95 52 0 4/ 12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.