Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 18

Fréttablaðið - 30.04.2012, Síða 18
FÓLK|KAFFI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ég er mikil kaffikona en lítið fyrir te. Ég kaupi mér yfirleitt gott kaffi og læt sérmala fyrir mig í espressó- könnuna og pressukönnuna. Ég hef þó ekki enn fjárfest í stórri kaffivél, þá færi ég að drekka svo rosalega mikið kaffi,“ segir Sveinbjörg Hallgrímsdóttir mynd- listarmaður hlæjandi þegar hún er spurð út í kaffivenjur sínar. Von er á glænýjum thermokaffikrús- um á markaðinn, myndskreyttum af Sveinbjörgu en áður hafði hún sent frá sér litla thermokaffibolla fyrir heim- ilið. Krúsirnar eru úr postulíni og þeim fylgir sílikongrip til að smeygja upp á og lok. Krúsirnar eru tvöfaldar og leiða því ekki í gegnum sig hita en halda inni- haldinu vel heitu, „Bara eins og gömlu kaffibrúsarnir,“ segir Sveinbjörg. „Mig langaði ekki til að gera krúsir úr plasti eða pappa en krúsirnar eru viðbót við lífsstílslínuna mína sem ég hugsa bæði fyrir heimilið og bústaðinn.“ Lína Sveinbjargar inniheldur meðal annars dúka, kertastjaka, teppi, plexí- gluggaskraut og viðarbakka, auk límmiða bæði í glugga og á veggi og er hún stöugt að bæta við. „Vegglímmiðarnir eru viðbót við gluggafilmurnar og svo er ég að bæta við dúkum og diskamottum. Einnig eru plexíhjörtun að koma á markað í mörgum litum, enda sumarið að koma. Svo er von á enn einni nýjung í byrjun næsta árs sem er algjört leyndarmál ennþá,“ segir hún sposk. „Ég vinn allt út frá þremur línum í verk- um mínum og það má segja að það sé sveitarómantik í þessu öllu saman. Ætli ég sé ekki svolítið rómantísk sjálf,“ segir hún og fær sér sopa af rjúkandi kaffi. Nýju krúsirnar eru væntanlegar í verslanir um miðjan júní. Þá verður hægt að nálgast þær meðal annars í Epal, Dúka, Kraumi, Garðheimum og í versluninni Hrími bæði á Akureyri og á Laugavegi. Einnig selja verslanirnar Pottar og prik og Sirka á Akureyri vörurnar frá Svein- björgu auk þess sem hún dreifir vörum til Vest- mannaeyja og Hafnar í Hornafirði. Nánar má for- vitnast um hönnun Sveinbjargar á www. sveinbjorg.is. ■ rat ILMANDI Á FERÐINNI THERMOKRÚSIR Myndlistarkonunni Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur þykir kaffi afskaplega gott. Von er á nýjum thermokaffikrúsum eftir hana á markað. NÝTT FRÁ SVEIN- BJÖRGU Sveinbjörg verður á Ráðhúsmarkaði Handverks og hönnunar, dagana 3. til 7. maí. Kaffikorgur er til margra hluta nytsamlegur. Til dæm- is má setja hann í rósabeð til varnar lúsum og hentar hann á allar plöntur sem þurfa súran jarðveg. Þá má nudda honum á skó til að ná burtu hvítum rákum og til þess að ná vondri lykt úr ísskáp má láta standa inni í honum skál með kaffikorgi í nokkurn tíma. NOT FYRIR KAFFIKORG ■ KAFFIÐ SEM SITUR EFTIR ÞEGAR VATNINU ER HELT FRÁ MÁ NÝTA Í ÓTRÚLEGUSTU HLUTI. FALLEGIR BOLLAR Áður hafði Sveinbjörg sent frá sér thermobolla fyrir heimilið. KAFFIKONA Sveinbjörgu Hall- grímsdóttur mynd- listarkonu þykir kaffisopinn góður og lætur sérmala fyrir sig kaffi í espressókönnuna. MYND/HEIDA.IS Allt fyrir fyrirtækið Kaffivélar - Vatnsvélar - Kæliskápar Safa og djúsvélar - Sjálfsalar Sími söludeildar 412 8100 – www.hressing.is Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 Sími: 554 6626 kopavogur@redcross.is raudikrossinn.is/kopavogur ÓSKUM EFTIR SJÁLFBOÐALIÐUM Í Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins í síma 554 6626 eða með tölvupósti á sandra@redcross.is. FATABÚÐIR RAUÐA KROSSINS Rauða kross búðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru fimm: Laugavegi 12 Laugavegi 116 Mjódd Hafnarfirði Garðabæ Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.