Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.04.2012, Qupperneq 2
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR2 UMHVERFISMÁL Sjö högl fundust í hræi fálka sem nýverið fannst á Mýrum í Hornafirði. Í ályktunum aðalfundar Náttúrverndarsamtaka Austurlands (NAUST) frá því fyrr í mánuðinum er vakin á því athygli að í vöxt færist að alfriðaðir fuglar finnist skotnir. Rannsóknir Náttúrufræði- stofnunar Íslands á undanförn- um árum sýna að fjórðungur um það bil hundrað fálka, sem fund- ist hafa dauð- ir, hafði verið skotinn. Varp- stofn fálkans er talinn vera um 300 til 400 pör. Hann hefur verið á válista og stranglega friðaður frá því árið 1940. „Að skjóta friðaða fugla er ekki veiði heldur dráp sem kemur óorði á alla veiðimenn,“ segir í ályktun- inni og bent er á að á sama tíma og áhugi á skotveiðum hafi aukist hafi dregið svo úr eftirliti að nær ekkert eftirlit sé með fuglaveiðum. „NAUST leggur til að koma upp kerfi eftirlitsmanna með fuglaveiði sem hafi heimild til að skoða afla og gera upptæk skotvopn finnist friðaðar tegundir í afla. Þá legg- ur NAUST áherslu á að þeir sem stoppa upp fugla stoppi ekki upp friðaða fugla heldur tilkynni til lögreglu þau hræ sem þeim berast.“ Eins er vakin athygli á því að eitt- hvað sé um ólögleg vopn við fugla- veiðar, hlaðin miklu fleiri skotum en leyfilegt sé. „NAUST skorar á stjórnvöld að takmarka strax inn- flutning á vopnum sem ekki upp- fylla löggjöf um veiðar enda ekki ástæða til að heimila innflutning á vopnum sem ekki má nota. Herða þarf eftirlit, viðurlög og sektir“, segir þar. Elvar Árni Lund, formaður Skot- veiðifélags Íslands (Skotvís), segir félagsmenn Skotvís vel meðvitaða um þessa umræðu, þótt ályktan- ir NAUST hafi ekki borist honum til eyrna. „Allt hefur þetta verið í umræðunni,“ segir hann og kveður skoðun Skotvís að stóraukið eftir- lit leysi engan vanda. „Það þarf að upplýsa veiðimenn betur og leggja meiri áherslu á fræðslu. Fyrir því hefur Skotvís staðið í mörg ár,“ segir hann og telur að í raun hafi Grettistaki verið lyft í siðbót á meðal skotveiðimanna. Hins vegar þurfi ekki marga til að koma óorði á allan fjöldann. „Við erum á réttri leið. Þetta snýst um að vinna með veiðimönn- um, upplýsa og fræða,“ segir Elvar Árni og kveður félagið í raun hafa sinnt í þeim efnum hlutverki sem stjórnvöld ættu að sjá um. Elvar Árni hvetur alla nýja veiðimenn til að ganga í Skotvís og undirgang- ast þar með siðareglur félagsins. „Með því má gera góða veiðimenn enn betri.“ olikr@frettabladid.is Fjórðungur dauðra fálka finnst skotinn Náttúruverndarsamtök Austurlands kalla eftir auknu eftirliti með skotveiðum. Brögð séu að því að alfriðaðir fluglar séu skotnir. Fjórðungur fálka sem finnst dauður er með högl í sér. Drápin eru sögð koma óorði á alla veiðimenn. MEÐ BRÁÐ Fálkar eru ekki algeng sjón í byggð. Þessi hér að ofan gæddi sér á dúfu undir vegg Héraðsdóms Reykjavíkur í Austurstræti í desemberbyrjun 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ELVAR ÁRNI LUND Fyrsta grein siðareglna Skotvís (sem finna má á vef félagsins www.skotvis.is) er svohljóðandi: „[Skotveiðimaður] eykur stöðugt þekkingu sína á skotveiðum. Hér er meðal annars átt við: Lög og reglur um veiðar, bráðina og lifnaðarhætti hennar. Útlit og útbreiðslu friðaðra fugla. Verndun veiðidýrastofna og skyn- samlega nýtingu þeirra. Eiginleika veiðivopna og skotfæra og annmarka þeirra.“ Úr siðareglum ÞJÓÐGARÐAR „Ég held að fáir hafi áttað sig á hvað þeir áttu fyrr en þeir voru búnir að missa Valhöll,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvalla- nefndar, sem nú undirbýr samkeppni um staðarval fyrir „nýja Valhöll“. Hótel Valhöll gereyðilagðist í eldsvoða í júlí 2008. Álfheiður segir að í hugmyndaleit sem Þingvalla- nefnd efndi til hafi komið fram margar og miklar óskir um eitthvað sem komi í stað Valhallar. Fólk nefni mat- og kaffisölu, gistiaðstöðu og ýmiss konar fundar- og samkomusali. „Svo komu líka fram ýmsar ábendingar um hvar svona mannvirki ætti að vera. Ein af fimm tillögum sem var verðlaunuð var einmitt um svona hús uppi á Gjábakka. Svo vildu margir að Valhöll yrði endur- reist eins og hún var á sama stað og allt þarna á milli,“ segir Álfheiður. Gamli Valhallarreiturinn sé reyndar fremur erfiður byggingarstaður því landið þar sígi og framkvæmdir þar séu dýrar. Væntan- legar tryggingarbætur vegna gamla Hótels Valhall- ar séu eyrnamerktar uppbyggingu til að bæta upp fyrir aðstöðuna sem tapaðist. Álfheiður segir Þingvallanefnd munu hittast á „hugarflugsfundi“ 10. maí og kalla þar ýmsa aðila til þátttöku. Stefnt sé að því að efna til hönnunar- samkeppni í haust og hefja framkvæmdir á næsta ári. - gar Formaður Þingvallanefndar segir kallað eftir bættri aðstöðu í þjóðgarðinum: Keppni um stað undir „nýja Valhöll“ HÓTEL VALHÖLL Bruninn á Þingvöllum í júlí 2009 batt óvæntan enda á langa sögu Hótels Valhallar í þjóðgarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Jón, verður þú ekki bara að hjóla í hina frambjóðend- urna? „Jú, maður notar náttúrulega það sem maður hefur.“ Jón Lárusson, lögreglumaður og fram- bjóðandi til embættis forseta Íslands líkir aðstöðu sinni gagnvart keppinautunum við mann á þríhjóli sem eltist við kapp- akstursbíl. AP, SÁDÍ ARABÍA Stjórnvöld í Sádi- Arabíu segja engar sannanir vera fyrir því að eiginkonur Osama Bin-Laden tengist hryðjuverka- starfssemi og telja má líklegt að þær fái því dvalarleyfi í landinu. Þrjár eftirlifandi eiginkonur al- Kaída foringjans og börn komust yfir landamærin frá Pakistan til Sádi-Arabíu á föstudagskvöldið. Tvær af konunum eru sádí-arab- ískir ríkisborgarar en Bin Laden var sviptur ríkisborgararétti í landinu árið 1994. Bin Laden fjöl- skyldan er umsvifamikil í landinu en hún sneri baki við Bin Laden fyrir mörgum árum. - áp Fá dvalarleyfi í Sádi-Arabíu: Eiginkonurnar eru saklausar Gestir flúðu piparúða Maður sprautaði piparúða inni á skemmtistaðnum Hressó í fyrrinótt. Úðinn dreifðist víða og fundu gestir fyrir óþægindum. Sumir hlupu á dyr. Að sögn lögreglu var staðurinn loftræstur og gátu gestir snúið aftur inn skömmu síðar. LÖGREGLUMÁL AUSTURRÍKI Fyrrum olíumála- ráðherra Líbíu, Shukri Ghanem, fannst látinn í Vín í Austur- ríki í gær. Ghanem flúði Líbíu nokkrum mánuðum áður en upp- reisnarmönnum tókst að fella Múammar Gaddafí í fyrra. Ghanem, sem var einnig for- sætisráðherra Líbíu árin 2003 til 2006, starfaði í Vín og var búsett- ur þar ásamt fjölskyldu sinni. Lík hans fannst í á nærri vinsælu úti- vistarsvæði. Ekki er ljóst hvort andlát hans bar að með saknæm- um hætti. - áp Shukri Ghanem fannst látinn: Líkið fannst á útivistarsvæði SVÍÞJÓÐ Lögin sem sett voru í fyrrasumar í Svíþjóð um sekt vegna sóðaskapar ná ekki til þeirra sem fleygja frá sér sígar- ettustubbum, karamellubréfum og munntóbaki. Nú vill stjórn- málamaður í Lundi, Mats Helm- frid, einnig sekta þá sem fleygja frá sér sígarettustubbum og segir undarlegt að löggjafinn hafi boðað að löglegt sé að fleygja úr heilum öskubakka á jörðina. Stjórnmálamaðurinn Anders Rubin er ósammála og segir að þótt bannað sé að fleygja rusli eigi ekki að íþyngja lögreglu og réttarkerfinu með sektum vegna sígarettustubba. - ibs Sænskur stjórnmálamaður: Sektað fyrir að henda stubbum STJÓRNSÝSLA Aflétt hefur verið reglu sem sett var við samruna þriggja fyrirtækja í Orkuveitu Reykjavíkur um síðustu aldamót og fól í sér að fundargerðir og öll fundargögn stjórnar fyrirtækis- ins væru bund- in trúnaði nema sérstök ákvörð- un væri tekin um annað. „Þessi regla var mjög óvin- sæl meðal fjöl- miðlamanna, sem kvörtuðu ítrekað yfir því að fá ekki afhentar fundargerðir og önnur fundargögn um ákveðin mál, sem til umfjöllunar voru á vettvangi Orkuveitunnar, þrátt fyrir að um opinberan rekstur og almanna- hagsmuni væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Magn- ússyni, fulltrúa Sjálfstæðsflokks í stjórn OR sem fékk tillögu um afnám reglunnar samþykkta með þeirri breytingu að tillagan tekur ekki til samkeppnisstarfsemi fyr- irtækisins. - gar Orkuveitan eykur gagnsæi: Leynd aflétt af stjórnarskjölum KJARTAN MAGNÚSSON PEKING, AP Mál kínverska and- ófsmannsins Chen Guangcheng flækir samskipti Bandaríkjanna og Kína, en fullyrt er að hann haf- ist við í sendiráði Bandaríkjanna í Peking. Chen slapp úr stofufang- elsi á heimili sínu í þorpinu Dong- shigu. Ljóst þykir að hann hafi fengið hjálp þorpsbúa við flóttann, en hann er blindur. Flótti baráttumannsins hefur gefið kínverskum andófsmönnum byr undir báða vængi, jafnvel þó að kínversk yfirvöld hafi handtek- ið nokkra stuðningsmenn hans og bælt niður öll skrif um hann á Int- ernetinu. Meðal þeirra sem hneppt hafa verið í varðhald er He Pei- rong, sem ók Chen á öruggan stað eftir flóttann. Hún fullyrðir að hann sé ekki í sendiráðinu. Chen er lögfræðingur og hefur barist fyrir réttindum fatlaðra og gegn þeirri stefnu kínverskra stjórnvalda að enginn megi eiga fleiri en eitt barn. Hann hafði verið í stofufangelsi allt frá því hann var látinn laus úr fangelsi árið 2010. Þar afplánaði hann fjög- urra ára dóm fyrir meint eigna- spjöll og að valda truflunum á umferð. - hhs Samskipti Kína og Bandaríkjanna í uppnámi vegna horfins andófsmanns: Chen fer enn huldu höfði CHEN GUANGCHENG Flótti kínverska andófsmannsins úr stofufangelsi þykir flækja samskipti Bandaríkjanna og Kína. NORDICPHOTOS/AFP REYKJAVÍKURBORG Borgarstjórn- arflokkur sjálfstæðismanna gagnrýnir harðlega vinnubrögð meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar við fyrirhugaðar breytingar á sviðum og stjórn- kerfi borgarinnar. „Tillögur þessar hafa ekki fengið neina efnislega með- ferð hjá borgarstjórn og eru því enn eitt dæmið um þann algjöra skort á samráði og lýðræðisleg- um vinnubrögðum sem einkenn- ir störf núverandi meirihluta,“ segir í tilkynningu frá sjálfstæð- ismönnum. - gar Sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Segja algjöran skort á samráði SPURNING DAGSINS Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.