Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.04.2012, Blaðsíða 14
14 30. apríl 2012 MÁNUDAGUR Dómur Landsdóms frá 23. apríl 2012 í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrv. forsæt- isráðherra, er einn sá merkasti sem upp hefur verið kveðinn hér. Sem vænta mátti var höfuðstarf Landsdómsins að afla upplýsinga í málinu. Það virðist hafa tekist. Tvennt má þó nefna sem kann að hafa skort. Annað lýtur að fjöl- miðlafrétt eftir dómtöku lands- dómsmálsins um að símtöl starfs- manna Seðlabankans hafi, um og fyrir hrun, verið hljóðrituð. Sé svo, hefði verið mikilsvert að afla hljóðrita af símtölum seðlabanka- manna, t.d. Davíðs Oddssonar, for- manns stjórnar Seðlabankans, við forsætisráðherra og aðra helstu ráðamenn peninga- og fjármála lýðveldisins fyrir og á hruntím- anum. Hitt atriðið varðar staðhæfingu Geirs H. Haarde, 23. apríl 2012, eftir uppkvaðningu dóms i Lands- dómi um að venjubundnir stjórn- arhættir forsætisráðherra frá því Ísland fékk fullveldi á árinu 1918 hafi vikið frá ákvæðum 17. grein- ar stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, einmitt því ákvæði sem Geir var sakfelldur fyrir hafa brotið gegn. Ákvæðið kveður á um að halda skuli ríkisstjórnarfundi um veiga- mestu þjóðmál. Staðhæfing Geirs er risavaxin og hlýtur að ögra fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í lög- fræði sem öðrum félagsvísindum, til rannsókna. Vegna umfangs og leyndar um yfirvofandi hrun á sínum tíma var vel ráðið hjá Lands- dómi að ákveða Geir ekki refsingu, rétt eins og Landsdómur starfaði eins og sannleiks- og sáttanefnd. Boðskapur Landsdóms er bæði augljós og óvæntur, sem sagt sá, að embættismenn, þar með tald- ir forsætisráðherrar, skuli í opin- berum störfum sínum fylgja bók- staf 17. gr. stjórnarskrárinnar en vera annars sakfelldir. Sem sagt, að í opinberum störfum hér beri að lesa lagatexta, bæði stjórnarskrár sem annarra laga og reglna og fylgja þeim. Margir munu spyrja: Er nokkuð augljósara en að opin- berir embættismenn sem og aðrir fari að lögum? Nei, auðvitað ekki. En sporin hræða. Ekki er mjög langt síðan að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti 26. gr. stjórnar- skrárinnar, um málskotsrétt for- seta Íslands, úr gildi fallna vegna notkunarleysis. Meðferð laga um fjölmiðla og Icesave afsönnuðu það. Mál tengd Kárahnjúkavirkjun hafa verið talin vörðuð lögbrotum opinberra embættismanna, nefna má aðild Íslands að stríði gegn Írak, án aðkomu þings og þjóð- ar, og nú síðast áðurnefnda stað- hæfingu Geirs H. Haarde um 17. gr. stjórnarskrárinnar. Miðað við opinbera lagaframkvæmd hér má því segja að Landsdómurinn hafi verið óvæntur. Þótt fyrr hefði verið! Niðurstaða Landsdóms fyrir hönd réttarkerfisins var löngu tímabær. Hrunið 2008 og ólgusjór þjóðlífsins síðan sem er að setja allt í strand virðist hafa hreyft við dómendum. Gæti verið að þeir væru farnir að óttast um eftirlaunin sín? Það ættu alþingismenn líka að gera nú þegar búið er að stórskaða lífeyristrygg- ingakerfi þorra fólks. Sú lagafram- kvæmd sem Fréttastofa RUV virð- ist talsmaður fyrir, sem sagt að miða sífellt opinbera umræðu og lagaframkvæmd við framreiknaða ársreikninga útgerða, endurskoð- enda, banka og lögmanna, á ekk- ert skylt við réttarríki eða velferð. Þótt þakka megi núverandi ríkis- stjórn margt þarf hún augljóslega að standa betur í lappirnar. Er ekki kominn tími til að hún hugi að bókstaf jafnréttisákvæða stjórnarskrár og alþjóðasamninga sem Ísland hefur staðfest og dragi til baka frumvarp sitt um stjórn fiskiveiða? Stórmerkur dómur! Eftir rúmlega þriggja áratuga bið er nú hafinn undirbúningur að byggingu íþróttahúss og sund- laugar við Klettaskóla (áður Öskju- hlíðarskóla). Þetta er mikið gleðiefni fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans, svo og alla þá sem láta sig skólagöngu barna með þroska- hömlun varða. Góð aðstaða til þjálfunar og íþrótta gerir góðan skóla enn betri. Því miður hafa ekki öll börn með þroskaröskun aðgang að skólanum en samkvæmt inntökureglum sem tóku gildi árið 2008 fá börn með greindarvísitölu á bilinu 50 til 70 (meðalgreindarvísitala er 100) ekki inngöngu í skólann nema þau hafi alvarlegar viðbótarfatlanir. Þrátt fyrir ötula baráttu aðstandenda þroskaskertra barna og velunnara skólans hefur ekki tekist að fá þessari mismunun aflétt. Menntamálaráðuneytið vill ekki taka opinbera afstöðu til lögmætis (eða lögleysu) þessara inntökuskil- yrða fyrr en kæra berst frá for- ráðamanni barns sem hefur verið neitað um skólavist í skólanum. Engin sérúrræði eru nú til fyrir þessi börn þótt grunnskólalög kveði á um annað. Barn sem er „bara“ með þroskahömlun eins og að ofan greinir, verður að ganga í almennan skóla. Ef gera á vel við barn með þroskahömlun þarf að bjóða upp á þjónustu sérhæfðs fagfólks eins og þroskaþjálfa, sérkennara, tal- þjálfa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Öll börn með þroskahömlun (ekki bara sum) ættu að hafa aðgang að þjónustu þessa fagfólks hvort sem það er í sérskóla eða almennum skóla. En vinna fagfólks kostar peninga. Sú fjárupphæð sem Reykjavík- urborg greiðir fyrir þjónustu við þroskahamlað barn í almennum skóla nægir (í besta falli) tæplega til að greiða ófaglærðum stuðn- ingsfulltrúa laun fyrir að sinna barninu. Ef skólastjórnendur velja að veita barninu meiri þjónustu er það á kostnað þjónustu við aðra nemendur sem þurfa á aðstoð að halda. Í Klettaskóla starfar fjöldi fag- fólks auk annarra afbragðs starfs- manna og nemendur njóta þar þjálfunar og kennslu hjá fólki sem hefur sérhæft sig í umönnun og kennslu barna með þroskarask- anir. Þá eru ótaldir kostir skólans sem lúta að félagslegum þörfum og mótun sjálfsmyndar. Klettaskóli er eini sérskóli landsins fyrir börn með þroska- hömlun og hann ætti að standa öllum þroskaskertum börnum opinn, ekki bara sumum. Fyrir hönd starfshóps um sér- skóla hvet ég foreldra sem kjósa sérskóla fyrir barn sitt en umsókn þeirra um skólavist er synjað, að kæra synjunina til menntamála- ráðuneytis. Þá verður þessari mis- munun vonandi aflétt og öll börn með þroskahömlun aftur boðin velkomin í skólann. Beðið eftir kæru frá foreldrum Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbygg- ingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspít- ala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risa- vaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta“ og sá ásýndar- skaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið. Undirritaður hefur í mörg- um greinum sýnt fram á með rökum sem ekki hafa verið hrak- in að staðsetning hins nýja spít- ala við Hringbraut er sú versta sem völ er á. Þar skilur á milli skoðana minna og Páls Torfa. Hugmyndir hans einkum hvað umfang snertir eru áhugaverð- ar og þess virði að þær séu skoð- aðar gaumgæfilega. Þær eru allavega mun skárri en tillaga Spital-hópsins sem nú liggur á borðinu. Forsvarsmaður Spital- hópsins, Helgi Már Halldórs- son, hefur kallað hugmynd Páls Torfa „galna“, orðalag sem er hönnunarstjóra spítalans ekki sæmandi. Hætt er við að samþjöppun- arminimalismi eða þyrpingar- stefna eins og tillaga Páls Torfa felur í sér leiði til þrengsla áður en langt er um liðið. Einna helst líkast því þegar ég sem ungur drengur sá konur með digra fætur reyna að komast í þrönga skó. Barnið vex en brókin ekki. Þar á ofan eru tillögurnar svo- lítið eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Hug- myndin gengur einnig út á það að lappa upp á gömlu bygging- arnar með nokkurs konar bís- lagi eins og kallað var í gamla daga, þannig að þorpið verður dálítið svona sitt úr hvorri átt- inni, ægir öllu saman. Stækkunin ætti að mati lækn- isins að duga næstu 20-30 árin. Ég geng út frá því, enda þótt það komi ekki fram í tillögunni, að um sé að ræða „skammtíma- lausn“, á fjárhagslega þröng- um tímum, og að um síðir verði byggður veglegur spítali ofan Ártúnsbrekku eins og svo oft hefur verið nefnt. Páll Torfi bendir réttilega á þá fjárhagslegu hagsmuni sem Spital-hópurinn hefur af verk- inu. Það er augljóst öllum enda þótt hönnunarstjórinn fyrr- nefndi reyni að slá ryki í augu fólks með því að svo sé ekki. Hversu margir eru á launa- skrá við þetta verkefni, hversu margir verktakar fá reikninga sína greidda vegna þess? Í hvað hafa næstum þrír milljarðar farið? Ekki fjárhagslegir hags- munir? Sjálfur nýtur Páll Torfi engra persónulegra né fjárhags- legra hagsmuna af sinni hug- mynd. Hann kynnir bara sína hugmynd, fylgir henni eftir og rökstyður hana: Punktur! Vatnsmýrarþyrpingin eins og ég kýs að kalla hugmynd Spital-hópsins er að mínu viti illa ígrunduð og illa útfærð og verð ég seint þreyttur á að end- urtaka þá skoðun mína. Ég hef sérstaklega nefnt umferðarmál og aðgengi að spítalanum. Fyrr- nefndur hönnunarstjóri telur sig hins vegar búinn að leysa það mál með því að starfsmenn fari hjólandi í vinnu og ferðamáti landsmanna muni stórbreyt- ast og allir verði farnir að hjóla eftir 5-6 ár! Það var aumkun- arvert að hlýða á óraunhæfar hugmyndir í þá veru og skort á framtíðarsýn á umferð á kynn- ingarfundi í Ráðhúsi Reykjavík- ur nýverið þar sem deiliskipu- lag Vatnsmýrarþyrpingarinnar var kynnt m.a. af hönnunar- stjóranum. Björn Zoega, forstjóri Land- spítalans, nefndi í einhverj- um fjölmiðli fyrir ekki margt löngu að eitt aðalatriða varðandi nýjan Landspítala, hvar svo sem hann yrði byggður, væri tryggt og auðvelt aðgengi að spítalan- um. Hverju orði sannara og allir sammála. Aðgengið að Vatnsmýrarþyrp- ingunni er með öllu óásætt- anlegt og þar á ofan illgerlegt ef ekki ómögulegt að lagfæra. Byggingar sem fyrir eru tor- velda breikkun gatna. Bílaum- ferð hefur og farið sívaxandi undanfarin ár og mun aukast að öllu óbreyttu næstu ár og áratugi. Hjólreiðar sem ferðamáti hafa alltaf átt undir högg að sækja á Íslandi, og gera enn af augljósum ástæðum, svo sem veðurfarslegum. Flestir eru sammála um að ákjósan- legt væri að fleiri notuðu reið- hjól til þess að komast í vinnu en einhvern veginn verður ekki séð að fólk fari með börnin sín í skóla eða leikskóla eða komi við í búð á leiðinni heim á reiðhjóli í skafrenningi eins og síðastlið- inn vetur. Menn verða að vera raunsæir og ljúka upp sínum augum fyrir því að sumu er unnt að breyta, öðru ekki. Hjólreiðahugmyndin, bætt- ar almannasamgöngur og að margir starfsmenn búi nálægt Vatnsmýrarþorpinu eru mátt- leysislegar varnartilraunir í þeim mótvindi sem forsvars- menn hins nýja spítala standa í. Málefnalegu rökin eru jafn slök og að spítalinn þurfi að vera nálægt Háskólanum vegna vísindasamfélags stofnananna beggja! Landspítalinn er og á að verða spítali allra landsmanna. Aðgengi að nýjum spítala er best tryggt með staðsetningu annars staðar en í Vatnsmýr- inni. Þyrpingin eins og hún birtist okkur er ekkert annað en samansafn af gömlum og nýjum húsum þar sem jafnvel sam- göngur á milli húsa geta verið erfiðar, hvað þá heldur aðgengi að þyrpingunni sjálfri. Landspítalinn er ætlaður fyrir veikt fólk en ekki fyrir skrifstofulækna með slipsi eða pils- og slæðuhjúkkur. Ekki heldur fyrir þá sem titlaðir eru prófessorar eða aðra þá sem líta á sig sem vísindamenn. Við megum ekki láta þráhyggju og skammsýni ráða ferðinni, hags- munir sjúklinga og framtíðar- sýn verða að ráða ferðinni þegar nýr spítali verður byggður. Vatnsmýrarþyrpingin í mótvindi Nýr Landspítali Guðjón Baldursson læknir Menntamál Ásta Kristrún Ólafsdóttir kennari, sálfræðingur og foreldri barns með þroskahömlun Landsdómur Tómas Gunnarsson lögfræðingur Mætum öll í 1. maí gönguna Hittumst á bílaplani ofan við Hlemm kl. 13.00. Ekkert um okkur án okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.