Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 22

Fréttablaðið - 26.05.2012, Side 22
26. maí 2012 LAUGARDAGUR22 fulltrúi þess, leyni þjóð sína skoð- unum sínum á stærsta máli lýð- veldisins frá stofnun þess. Annað dæmi er að í Icesave- málinu hikaði ég ekki við að gagn- rýna ríkisstjórnir Evrópusam- bandsins fyrir framgöngu þeirra. Var það rangt? Var rangt að for- setinn gagnrýndi stuðning Evr- ópusambandsins við kröfur Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi? Átti forsetinn þá bara að skila auðu? Ef forsetinn á að verja hags- muni Íslands gagnvart þeim ríkjum sem sækja að þjóðinni verður hann að vera tilbúinn að tala tæpi- tungulaust. Ef forsetinn segir: Ég ætla bara að þegja um það mál – þá munu hinir erlendu fjölmiðlar túlka þögnina sem samþykki. Þögn forsetans getur líka verið himin- hrópandi yfirlýsing um ákveðna afstöðu. Þú hefur sagt að þú mundir vilja beita þér fyrir því að þjóðar- atkvæðagreiðsla um Evrópusam- bandið yrði, eins og þú orðaðir það, afdráttarlaus og endanleg og vísaðir til þess að þingmenn væru bara bundnir af sannfæringu sinni og það væri með öðrum orðum ekki víst að þingið mundi fylgja vilja þjóðarinnar. Eru þetta ekki dálítið langsóttar áhyggjur? Hefur nokkur stjórnmálamaður lýst öðru yfir en að hann mundi fylgja vilja þjóðarinnar í þessu máli? „Ég hef hlustað, eins og aðrir, á hvað sagt hefur verið. Dæmin sýna að afstaða manna til þjóðar- atkvæðagreiðslu getur breyst. Forsætisráðherra sagði hvað eftir annað í allan vetur að það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá samhliða forseta- kosningunum. Allir vita að það verður ekki. Síðan hefur verið mjög á reiki hvort sú þjóðarat- kvæðagreiðsla sem Alþingi myndi samþykkja varðandi Evrópusam- bandið væri ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla eða hinn endan- legi dómur. Sumir hafa haldið því fram að eðli málsins samkvæmt yrði það að vera ráðgefandi þjóðar- atkvæðagreiðsla og svo yrði að koma í ljós hvort Alþingi mundi fylgja henni. Ég hef hins vegar sagt að í þessu stórmáli á þjóðin afdráttarlaust og skilyrðislaust að hafa síðasta orðið, en ekki vera bara í ráðgefandi hlutverki. Við sjáum til dæmis að nú er Alþingi að fjalla um að ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðsla verði í haust um stjórnarskrána og svo eigi þingið að ákveða hvernig stjórnarskráin á að vera. Þótt stjórnarskráin sé grundvöllur lýðveldisins ætlar þingið samt sem áður bara að hafa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Aðrir forsetar skiptu sér meira af stjórnmálum Nú er nokkuð óumdeilt að þú hefur breytt eðli forsetaembættisins og ímynd þess. Ef þú nærð kjöri í eitt kjörtímabil enn, sérðu fyrir þér að það muni halda áfram – að þú munir gera enn frekari breytingar á því hvernig embættið starfar og þróa það í nýjar áttir? „Nei, það er mikilvægt að árétta að ég hef alla mína forsetatíð starfað í samræmi við íslenska stjórnskipun.“ En þú ferð ólíkt að en þeir sem á undan þér komu. „Kjarni málsins er að ég hef starfað algjörlega í samræmi við íslenska stjórnskipun. Það er ekki hægt að benda á eitt einasta til- vik þar sem ég hef farið út fyrir ramma íslenskrar stjórnskipunar. Ef menn þekkja verk og athafnir fyrri forseta geta menn fundið fjölmörg dæmi um að þeir, til dæmis Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn, höfðu mun meiri afskipti af gang- virki stjórnmálanna en ég hef haft. Það sem ég hef hins vegar gert er fyrst og fremst tvennt. Ég hef annars vegar veitt þjóðinni þann rétt sem ákveðið var með lýðveldis stofnun að hún hefði sam- kvæmt 26. greininni og hins vegar svarað kalli tímans, breyttrar fjöl- miðlunar og nýrrar stöðu Íslands á alþjóðlegum vettvangi, með því að verða málflytjandi og málsvari Íslands, bæði í sókn og vörn. Auðvitað væri hægt að hafa for- seta sem sæti hérna í bók hlöðunni á Bessastöðum, læsi þessar bækur sem hér eru í hillunum, færi í göngutúra um túnin og væri svo bara að hugsa allan tímann – og kæmi svo tvisvar, þrisvar fram á ári og segði þjóðinni hvað hann hefði verið að hugsa. Ég hef hins vegar talið að það þjónaði ekki hagsmunum Íslands á 21. öldinni að reka þannig forsetaembætti.“ Sendir skilaboð í skuldamálum Einn af þínum mótfram bjóðendum hefur sett skuldavanda heimil- anna á oddinn í sinni baráttu og telur að forsetinn geti hugsanlega nýst í þeirri baráttu. Sérð þú fyrir þér að svo geti verið? „Það er mjög athyglisvert í mál- flutningi frambjóðenda í þessum kosningum að allavega tveir þeirra, það er að segja Andrea og Ástþór – og ég held að þú sért að tala um Andreu – eru enn rót- tækari í því hvernig eigi að beita forsetaembættinu en ég hef talið eðlilegt í samræmi við stjórn- skipun landsins. Síðan má segja að Herdís og Ari Trausti séu nálægt mér en þó aðeins með aðrar útgáfur. Þóra hefur hins vegar með sínum ummælum stillt sér upp á hinum kantinum; með yfir- lýsingum um að forsetanum beri skylda til að fylgja utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og að hann eigi ekki að tjá sig um stórmál eins og Evrópusambandið eða stjórnar- skrána. Ég hef átt á Bessastöðum við þetta borð fjölmarga fundi á undan förnum mánuðum og misserum með einstaklingum, baráttusamtökum og fulltrúum hópa sem hafa verið að glíma við vanda heimilanna og ýmsar afleið- ingar af bankahruninu. Ég hef talið eðlilegt að á þessum tímum væru dyr forsetans opnar fyrir andófsfólki, fyrir gagnrýnendum, fyrir baráttusamtökum. Hins vegar eru forsetaembætt- inu samkvæmt stjórnskipuninni takmörk sett hvað það getur form- lega beitt sér í þessum málum. Ég hef ekki talið að forsetinn hefði stöðu til þess að fara að leggja fram frumvörp á Alþingi eins og sumir hafa óskað eftir. En með því að hafa dyrnar hér á Bessastöðum opnar, halda fundi, greina frá því á heimasíðu forsetaembættisins og hlusta á röksemdir, má segja að embættið sé að senda ákveðin skilaboð.“ Þarf ekki að þenja út ríkisbáknið Starfsmannafjöldi forsetaembætt- isins hefur staðið í stað í þrjátíu ár, á sama tíma og hlutverk for- setans hefur breyst. Hefur þetta haldist nægilega vel í hendur? „Það er hægt að hafa á því ýmsar skoðanir. Ég er mjög stoltur af því að okkur hefur tekist að sinna þessum gríðarlegu verkefnum hjá forseta embættinu án þess að fjölga um einn einasta starfsmann í minni forsetatíð. Á sama tíma hafa kröfurnar á embættið stóraukist. Það væri ekki hægt að halda embættinu til jafns við þjóðhöfðingjaemb- ætti annarra landa með svona fámennu starfsliði nema vegna þess að starfsfólkið, forsetinn og maki hans leggja á sig ótrúlega vinnu alla daga ársins. Við Dorrit höfum varla tekið frí í nokkur ár – fáeina daga á hverju ári. Þetta starf er nánast eins og samfellt maraþonhlaup, frá því snemma á morgnana þangað til langt fram á kvöld. Helgar og hátíðisdagar þar með talin. Ég held að það sé umhugsunar- efni, þegar verið er að þenja út ríkisstofnanir og gerðar eru sífelldar kröfur um fleira starfs- fólk á hinum og þessum sviðum ríkisvaldsins, að horfa megi til þess að forsetaembættinu hefur tekist að sinna öllum verkefnum – og sumum finnst nú nóg um umsvif forsetans – án þess að fjölga um einn einasta starfs- mann. Það ætti kannski að vekja upp spurningar um hvort ekki sé hægt að sinna þörfum ríkis og sveitarfélaga á annan hátt en með því að fjölga sífellt fólki og leggja þar með meiri skattbyrðar á almenning.“ Ertu ekki einmitt að segja að þetta hafi verið nánast ómann- eskjulegt álag á þig og starfsfólk þitt? Viljum við hafa það þannig alls staðar í stjórnkerfinu? „Vandi forsetans er sá að það er samfelldur straumur af óskum um þátttöku hans í alls konar verkefnum og viðburðum. Auð- vitað væri hægt að segja bara nei; nú ætla ég bara að vera í fríi, taka því rólega með fjölskyldunni og hafa það gott um helgina, en þar með væri forsetinn um leið að skerða hagsmuni Íslands. Við verðum því miður að hafna ýmsum erindum sem okkur berast af því að tíminn er takmarkaður en ég hef stundum sagt að það er þó ánægjulegt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þátttöku forseta Íslands. Það væri verri staða ef það væri lítil eftirspurn! Þetta var öðruvísi í tíð fyrri forseta. Þá var veröldin önnur, heimsmyndin önnur, verkefnin önnur og fjölmiðlunin önnur. Hvað veittu Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson mörgum fjöl- miðlum viðtal í sinni forsetatíð? Fróðleg spurning og enn fróðlegra að leita einhvern tímann svara við henni.“ Ef forsetinn á að verja hagsmuni Íslands gagnvart þeim ríkjum sem sækja að þjóðinni verður hann að vera tilbú- inn að tala tæpitungulaust. EKKI NÓG AÐ HUGSA „Auðvitað væri hægt að hafa forseta sem sæti hérna í bók- hlöðunni á Bessastöðum, læsi þessar bækur sem hér eru í hillunum, færi í göngu- túra um túnin og væri svo bara að hugsa allan tímann – og kæmi svo tvisvar, þrisvar fram á ári og segði þjóðinni hvað hann hefði verið að hugsa,“ segir Ólafur Ragnar. FRAMHALD AF SÍÐU 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.