Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 22
15. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 8.488 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER Burt með Jesús og jólasveina Friðrika Benónýsdóttir pistlahöfundur 1.654 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað? Auður Finnbogadóttir mamma 973 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER Látið börnin koma til mín Brynhildur Björnsdóttir pistlahöfundur 578 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER Hvers vegna er maður að þessu? Birgir Örn Guðjónsson, formaður Samstöðu 461 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER Íslensk menning á aðventu Helga Rut Guðmundsdóttir lektor 428 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER Hver vill verða öryrki? Grétar P. Geirsson í kjarahópi ÖBÍ Nú liggur fyrir að árið 2012 verður algert metár í íslenskri ferðaþjónustu. F lest bendir ti l að fjöldi erlendra ferða- manna verði nálægt 670 þús- und á yfirstand- andi ári. Það er heildarfjöldi til flugvalla og með farþegum frá Norrænu til Seyðis- fjarðar. Þetta jafngildir 18,5% aukn- ingu frá fyrra metárinu 2011 en þá nam fjöldinn 565 þúsund. Skýring- ar á þessari jákvæðu þróun eru fjöl- margar en markaðsstarfið vegur þó þyngst. Kynning á Íslandi sem ferðamannalandi á erlendum mörk- uðum hefur gengið vel. Þar hefur farið saman gott samstarf fyrir- tækja í greininni og stjórnvalda, sem tók flugið með markaðsátak- inu „Inspired by Iceland“. Flest- ir eru einnig sammála um mik- inn árangur af sameiginlegu átaki stjórnvalda og greinarinnar í vetr- arferðamennskuátakinu „Ísland allt árið“ sem stendur yfir um þessar mundir. Þetta staðfesta nýjar tölur frá nóvember sem sýna ótrúlega aukningu, eða 61% frá fyrra ári. Á árinu 2012 hefur ferðamönnum frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu fjölgað mest en minnst er aukning- in frá Norðurlöndunum. Þetta er ánægjuleg þróun, hröð framvinda og breiðari grunnur er lagður með vaxandi fjölda ferðamanna hvaðan- æva að. Skemmtiferðaskipin viðbót Til viðbótar hinni miklu fjölgun erlendra ferðamanna í gegnum flugvelli og með Norrænu kom metfjöldi erlendra skemmtiferða- skipa til landsins í ár. Um 100 þús- und erlendir gestir komu t.a.m. til Faxaflóahafna í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning! Helsta skýring er aukning í komu stærri skemmtiferðaskipa. Þessi aukning mælist ekki í opin- berum tölum um fjölda erlendra ferðamanna, þar sem farþegarnir gista um borð í skipunum en ekki á hótelum og gistiheimilum. Jákvætt er einnig að skipin stoppa nú mörg lengur en áður, sum í 1-2 sólar- hringa. Bókanir skemmtiferða- Metár í ferðaþjónustu Í frétt á RÚV þann 8. desember komu fram athyglis verðar tölur sem sýndu að iðjuþjálfar hafa hækkað minnst í laun- um af stéttum opinberra starfsmanna eða aðeins um 4,4% frá október 2008. Það sem er sérstaklega sláandi við þessar tölur er að þessar hækkanir eru lægri en kjarasamningar kveða á um. Þær stéttir sem hafa komið verst út eru sjúkraþjálfarar sem hafa hækkað um 7,7% og hjúkrunarfræðingar sem hafa hækkað um 9,7%. Til samanburðar má nefna að BHM-félagar sem flest þessara félaga tilheyra hafa hækkað um 15%. Laun á almennum mark- aði hafa hækkað langt umfram laun opinberra starfsmanna. Það sem er sameiginlegt með þessum stéttum er að þetta eru svokallaðar „kvennastétt- ir“ sem starfa á heilbrigð- issviði. Er þetta það sam- félag sem við viljum byggja upp? Er þetta það samfélag sem ríkis- stjórnin sem kennir sig við velferð boðaði? Hvernig má það vera að launa- hækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? Stór- ar opinberar heilbrigðisstofnanir um land allt hafa brugðið á það ráð í niðurskurðinum að fletja út skipulag stofnana. Það hefur markvisst verið unnið að því að færa iðju- þjálfa, sem og stéttir eins og sjúkraþjálfara, sál- fræðinga og fleiri, niður í skipuriti og skerða laun þeirra í leiðinni. Það er þyngra en tárum taki að tækifæri þessara fag- stétta til að vinna sig upp í starfi og hafa með virkum hætti áhrif á stefnumótun og stjórnun stofnana hafi verið skert. Skortur á iðjuþjálfum Byrjunarlaun iðjuþjálfa á Landspítala eru nú 266.413 kr. á mánuði. Það er upp- skeran eftir fjögurra ára strembið háskólanám. Það er mikill skortur á iðjuþjálfum í flestum landshlutum hér á landi. Stofnanir staðsettar á höf- uðborgarsvæðinu hafa ítrekað auglýst eftir iðju- þjálfum en engin umsókn hefur borist. Er hugsanlegt að iðjuþjálfar séu farnir að sækja á önnur mið? Getur verið að þeir sjái ekki fram á að geta fram- fleytt fjölskyldum sínum á þeim launum sem boðið er upp á? Iðjuþjálfun er afar fjölbreytt fag og er vaxandi stétt um allan heim. Flestir iðjuþjálfar hafa starfað inni á sjúkrahúsum og endurhæfingar- stofnunum en með fleiri starf- andi iðjuþjálfum hér á landi hefur starfsvettvangur þeirra breyst og breikkað í samræmi við þá fjölg- un sem verður. Iðjuþjálfar láta til sín taka á ýmsum sviðum og hafa með hugviti sínu og hugmynda- auðgi sett á laggirnar úrræði eins og Ljósið – miðstöð fyrir krabba- meinsgreinda, Hugarafl og Hlut- verkasetur. Þessi úrræði hafa sannað sig og eru nú þegar mikil- væg fyrir samfélagið. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargargetu fólks. Til að auka virkni, færni og sjálfs- bjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Tenging við úrræði í samfé- laginu er einnig mikilvægur hluti af starfi iðjuþjálfa. Markmiðið er að einstaklingar geti betur tekist á við daglegt líf sem er þeim og sam- félaginu mikilvægt. Nú hafa um 20% hjúkrunar- fræðinga á Landspítalanum sagt upp störfum, þeir hafa fengið nóg. Búast má við að fleiri stéttir fari að grípa til þessara örþrifaráða. Tökum höndum saman um að halda í gott starfsfólk innan spítalanna, við viljum ekki byggja upp lág- launasjúkrahús. Kjör heilbrigðisstétta Skoðun visir.is ➜ Fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands HEIMILD: FERÐAMÁLASTOFA 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 1999 2001 2003 2005 2007 2009 20112000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 26 2. 60 5 56 5. 61 1 67 0. 00 0 skipa til Íslands fyrir árið 2013 eru nú þegar miklar og enn eitt metið gæti verið í vændum þar. Innviðafjárfesting á teikniborðinu Að framansögðu er því ljóst að heildarferðamannafjöldi til lands- ins nálgast óðfluga 1 milljón tals- ins. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013, eins og það stendur nú eftir 2. umræðu, er að finna margvís- legar aðgerðir til að styrkja inn- viði ferðaþjónustunnar svo hún geti staðið undir vaxandi umsvif- um. Þar ber hæst 500 m.kr. fram- lag í framkvæmdasjóð ferðamála og 250 m.kr. framlag í þjóðgarða og friðlýst svæði. Með þessu verð- ur kleift að gera stórátak til úrbóta á vinsælum stöðum þar sem álag- ið er gríðarlegt á háannatímanum auk þess að þróa nýja áfangastaði og dreifa þannig álaginu. Tilkoma Hörpunnar og væntanlegs hótels við hlið hennar mun skapa ný tæki- færi innan greinarinnar, sérstak- lega til að halda stórar ráðstefnur. Margvísleg verkefni í sóknaráætl- unum ríkisstjórnarinnar fyrir ein- staka landshluta styðja í reynd við og falla vel að áframhaldandi sókn í ferðamálum um allt land. Fjárfest- ingar í innviðum svo sem samgöng- um á landsbyggðinni, stuðningur við skapandi greinar, aukin kynning og efling markaðsstarfs á sviði menn- ingar, lista, handverks og hönnunar, allt styður það við þessa þróun. Frá fyrir tækjum í greininni berast nú einnig jákvæðar fréttir. Ákvörðun Icelandair um endurnýjun á flug- flota sínum sýnir þetta svart á hvítu og hefur sú efling leiðarkerfisins sem félagið hefur þegar ráðist í skipt sköpum fyrir sókn íslenskrar ferða- þjónustu. Nýleg ákvörðun félagsins um myndarlegan sjóð til stuðnings nýjum ferðamannastöðum á Íslandi mun einnig styrkja innviði ferða- þjónustunnar til muna. Áframhaldandi vöxtur Flest bendir til áframhaldandi vaxtar á árinu 2013 þrátt fyrir að aðstæður á erlendum mörkuðum séu víða erfiðar. Framboð íslensku flugfélaganna á áfangastaði erlendis mun aukast og erlend flugfélög sem flogið hafa til Íslands ætla, það best er vitað, flest að halda áfram. Ísland er enn einna efst á listum margra helstu ferðamálatímarita. Ísland hefur aldrei í sögu sinni notið sam- bærilegarar athygli erlendis og nú. Margt og misgott kemur til. Hrun- ið 2008, náttúruhamfarir, erlendar stórmyndir teknar á Íslandi og nú í vaxandi mæli jákvæð umfjöllun um hvernig Ísland er að vinna sig út úr hruninu. Við höfum fengið gríðar- lega kynningu og ókeypis auglýs- ingu út á allt þetta og fleira til og fylgjum því vel eftir sjálf með fram- sækinni kynningarstarfsemi. Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna og ástæða til að gleðjast yfir því hversu vel geng- ur. Vaxandi umsvif skapa auknar gjaldeyristekjur og bæta lífskjör í landinu. Ferðaþjónustan er orðin fullorðin og þarf að átta sig á því sjálf rétt eins og við hin. FERÐAÞJÓNUSTA Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra ➜ Á heildina litið er útlitið bjart fyrir ferðaþjónustuna og ástæða til að gleðjast yfi r því hversu vel gengur. ➜Hvernig má það vera að launahækkanir iðjuþjálfa eru lægri en kjarasamningar kveða á um? KJARAMÁL Júlíana Hansdóttir Aspelund formaður Iðjuþjálfafélags Íslands Guðjón Benediktsson formaður kjaranefndar Iðjuþjálfafélags Íslands Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.