Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 92
KYNNING − AUGLÝSINGHátíðarmatur LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 20128 Púrtvín passar einstaklega vel í sósu með hvers kyns villibráð. Sumir vilja bæta hana með rjóma, sem er í lagi, en í þessari upp- skrift er ekki rjómi. Púrtvínssósa og rauðlaukssulta Það sem þarf 100 g skalotlaukur, fínt saxaður 2 tsk. smjör 50 ml rauðvínsedik 185 ml púrtvín 300 ml kjötsoð Ferskt rósmarín Mjúkt, safaríkt og bragðmilt Jólin eru tími elskulegrar íhaldssemi þegar við viljum vera viss um að allt sé eins og það á að vera. Þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS birkireykta hangikjötið á jólaborðið, því það er mjúkt, safaríkt og bragðmilt. Gleðileg jól! www.ss.is Fí to n / SÍ A Laukurinn er steiktur í smjöri þar til hann verður næstum glær. Setjið þá edik, púrtvín og rósmarín í pottinn. Soðið upp og látið malla smástund áður en kjötsoðinu er bætt við. Þá þarf allt að malla í 30 mínútur. Þegar því er lokið er soðið sigtað og sett aftur í pott- inn. Rétt áður en sósan er borin fram er hún hituð aftur, smávegis köldu smjöri er bætt við og bragðbætt með salti, pipar og smávegis sítrónusafa. Mikil- vægt er að smakka sósuna til. Rauðlaukssulta Rauðlaukssulta er góð sem meðlæti með villibráð eða svínakjöti. Einfalt er að gera hana. 4 stórir rauðlaukar, gróft saxaðir 100 g sykur 3 msk. fljótandi hunang 2 msk. rauðvínsedik 2 msk. vatn Vatn, sykur, edik og hunang soðið saman. Þá er lauknum blandað saman við og hann soðin í blönd- unni við vægan hita í um það bil 10 mínútur. Þá er potturinn tekinn af hitanum og sultan kæld. Rauðlaukssultuna má bera fram kalda eða heita en þá er laukurinn hitaður aftur og borinn fram. Úlfar Finnbjörnsson er flest-um kunnur fyrir villibráð-areldamennsku sína. Hann hefur hlotið viðurnefnið villti kokk- urinn. „Ég fer oft á veiðar og nýt þess að elda villibráð. Út frá því fóru ein- hverjir að kalla mig villta kokkinn. Þannig festist nafnið við mig. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki eldað eitthvað annað,“ segir Úlfar og hlær. Um þessar mundir vinnur Úlfar að gerð sjónvarpsþátta fyrir Ríkis- sjónvarpið sem sýndir verða næsta haust. „Þættirnir byggast upp á því að ég fer með fólki á veiðar og svo er bráðin elduð. Annaðhvort úti í náttúrunni eða í eldhúsi. Þannig er tvinnuð saman þessi hringrás; náttúran, veiðin og eldamennsk- an. Þátturinn er alveg í anda bókar- innar Villibráð, sem ég gaf út í fyrra, og kom aftur út í örlítið breyttri út- gáfu í ár.“ Hér deilir Úlfar með okkur uppskriftum að hreindýraréttum úr bókinni. „Þetta er svona smá tillaga að jólamat sem vonandi kemur ein- hverjum til góða,“ segir Úlfar. Heilsteiktur hreindýravöðvi með púrtvínssósu fyrir 4-5 1 kg hreindýravöðvi, t.d. innralæri eða klumpur salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Púrtvínssósa 3 msk. olía 1 laukur, smátt saxaður 5 sveppir, smátt saxaðir 1 tsk. tómatmauk 1 timíangrein 1 lárviðarlauf 2 dl púrtvín eða ma- deira 2 msk. balsamedik 4 dl hreindýrasoð sósujafnari 30 g kalt smjör í teningum salt og nýmalaður pipar Aðferð Kryddið hreindýravöðva með salti og pipar og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þangað til kjötið er orðið fallega brúnt á öllum hliðum. Setj- ið kjötið í ofnskúffu og inn í 180°C heitan ofn í 10 mínútur. Takið þá kjötið úr ofninum og látið standa í 5 mínútur. Setjið kjötið aftur inn í ofninn í 10 mínútur, takið það svo út og látið standa í 5-10 mínútur áður en það er borið fram með púrtvínssósunni og t.d. steiktum kart- öflum og grænmeti. Púrtvínssósa Hitið olíu í potti og látið lauk og sveppi krauma í 2 mínútur án þess að brúnast. Bætið tóm- atmauki, timíangrein, lárviðarlaufi, balsamediki og púrtvíni í pottinn og sjóðið niður um þriðjung. Hellið hreindýrasoði í pottinn og þykkið með sósujafn- ara. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjör saman við þar til það er bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Villti kokkurinn eldar hreindýr Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson stendur í ströngu þessa dagana. Hann vinnur að gerð sjónvarpsþátta um veiðar og matreiðslu á villibráð, sér um matreiðsluþátt á ÍNN og þeysist um landið og heldur villibráðarveislur. Úlfar hefur hlotið viðurnefnið Villti kokkurinn og stendur vel undir því. Bókin Villibráð kom út í fyrra og var endurútgefin í aðeins breyttri mynd í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.