Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 1
) FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA 3. tbl. 14. árg. 1996 Fimmtudagur 25. janúar Upplag 6.300 eintök Dreift frítt í Hafnarfirði Ólögleg tóbakssala í Hafnarfirði 90% sölustaða seldu 14 ára ungling tóbak Tveir af starfsmönnum Vitans fóru fvrr í mánuðinum ásamt 14 ára ungling á alla almenna sölu- staði tóbaks í Hafnarfirði í þeim tilgangi að athuga að hvaða markj lög um tóbaksvarnir eru virt. I skemmstu máli fékk unglingurinn afgreitt tóbak í 90% af sölustöðum eða 26 af þeim 29 stöðum sem heimsóttir voru. Einungis þrír staðir neituðu alfarið afgreiðslu. Samkvæmt lögum er bannað að selja unglingi undir 16 ára aldri tó- bak. í frétt um þetta mál frá Æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar kemur fram að ÆTH hefur vaxandi áhyggjur af þeirri greinilegu aukn- ingu sem orðið hefur á reykingum unglinga á síðustu misserum. Fyrr- greindar niðurstöður eru staðfesting á því að víða sé pottur brotinn í þess- um efnum svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Sem fyrr segir voru 29 sölustaðir heimsóttir og einungis þrír neituðu að selja unglingnum tóbak. 4-5 stað- ir neituðu afgreiðslu í fyrstu og báðu jafnvel um nafnskírteini en gáfu sig síðan fyrir afar einföldum rökum kaupandans unga að því er segir í frétt ÆTH. Þeir sölustaðir sem ekki seldu voru greinilega með afar skýr vinnu- brögð og allar úrtölur til einskis. Þessi staðir voru Söluturninn Reykjavíkurvegi 3, Nesti Reykjavík- urvegi 54 og verslunin 10-11 í Mið- bæ. Komum fiski- skipa fækk- aði verulega Samkvæmt yfirliti um skipakomur í Hafnarfjarðar- höfn á síðasta ári fækkaði fiskiskipum verulega. Alls komu 476 fiskiskip til hafnar 1995 á móti 670 árið áður. Á móti varð töluverð fjölgun á komum farskipa til Hafnar- fjarðar eða 303 á móti 275 komum árið 1994. Skipakomur til Hafnarfjarðar á síðasta ári, Straumsvík með- talin, hafa ekki verið færri frá árinu 1982. er þær voru 825 talsins. Alls komu 843 skip til hafnar 1995 en árið áður komu 998 skip. Á árabilinu 1986 til 1992 voru skipakomur til Hafn- arfjarðar á bilinu 1100-1400 ár- lega. Á móti kemur að heildar- stærð þeirra skipa sem komu í fyrra hefur aldrei verið meiri en samtals var stærð þeirra rúm- lega 1,2 milljónir tonna brúttó á móti rúmlega 1,1 milljón tonna árið 1994 og tæplega 940 þús- und tonn árið 1993. Frumsýning leikfélagsins Laugardaginn 20. janúar s.l. frumsýndi Leikfélag Hafnarfjarðar hinn æsispennandi gamanleik „Hinn eini sanni Seppi“ eftir Tom Stoppard. „Seppi“ er gamanleikur byggður á hinu sígilda saka- málastefi breskra bókmennta a la Agataha Christie og Sherlock Holmes og gerist á dularfullum herragarði á óþekktum stað. Afbrýði, ástir og morð hrinda af stað æsispennandi og fyndinni atburðarás og gagnrýnendur hrífast óafvitandi með straumnum. Leikritið fjallar einnig um samskipti leikhússins og gagnrýnandans og ætti að vera gott innlegg í gagnrýnis- fælni atvinnuleikhúsanna og gagnrýnisleysi áhugafélag- anna. Það er allavega skondið að horfa upp á Þjóðleik- húsið frábiðja sér gagnrýni meðan áhugaleikhúsin þurfa að vaða eld og reyk til að fá einhverja fjölmiðla umfjöll- un, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæðí Líkams- ræktar stöð -sjá bls. 7 M FASTEIGNASALA Sími 565 2790 Fax 565 0790 Virðulegt talsvert endumýjað 149 fm. einbýli, ásamt 33 fm. bílskúr. 5-6 svefnherbergi. Parket. Vönduð og falleg eign. SKIPTI MÖGULEG. Verð 11,9 millj. I KAÐAKBEKG 25 Nýlegt 214 fm. parhús á tveimur hæðum, með innbyggðum bílskúr. VANDAÐAR INNRETT. SKIPTI MÖGULEG. Áhvfl. BYGGSJ.RÍK. 5,2 millj. Verð 14,9 millj. MOBEKG 8 Nýlegt fallegt 241 fm. parhús á tveimur hæðum. Glæsilegar innrétt- ingar, flísar. Góð staðsetning. Hús fullbúið að utan sem innan. Áhv. hús- bréf 5,0 millj. Verð 15,5 millj. LAUS STRAX. Vönduð nýleg 4ra til 5 herbergja neðri sérhæð, ásamt bíl- skúr í fallegu þríbýli. Vandaðar inn- réttingar, parket og flísar. Verð 10,9 millj. INGVAR GUÐMUNDSSON, LÖGGILTUR FASTEIGNARSALI - JÓNAS HÓLMGEIRSSON -KÁRI HALLDÓRSSON

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.