Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Fyrirlestrar f Víöistaöakirkju Undanfama laugardaga hafa verið haldnir fyrirlestrar í Víðistaðakirkju. Laugardaginn 27. janúar n.k. ki. 10:30 mun Gunnar Einarsson, íþróttafulltrúi, flytja fyrirlestur um kirkjuna og unga fólkið. Það er von sóknamefndar og sóknarprests að fyrirlesturinn verði fjölsóttur. Tæki- færi gefst til að koma með fyrir- spurnir í lok fyrirlesturs. Sóknarnefndin Bogi Magnússon, útibússtjóri, á skrifstofu sinni. Nýr útibússtjóri hjá Landsbankanum Nýlega tók Bogi Magnússon við ótisbússt jórastarll í Landsbankan- um hér í Hafnarfirði. Bogi er fæddur og uppalinn í Reykjavík, en rekur báðar ættir sínar vestur á Isafjörð og í Djúpið. Hann byrjaði snemma að vinna sem sumar- afleysingamaður hjá Landsbank- anum og fór síðar í fullt starf. Lengst af var hann í Múlaútibúi bankans og segist hafa unnið þar í flestum deildum og síðast sem af- greiðslustjóri útibúsins. Þaðan lá leiðin í að vera afgreiðslustjóri í af- greiðslu bankans að Suðurlands- braut 24, þar sem Húsnæðisstofn- un ríkisins er til húsa. Þegar Landsbankinn opnaði útibú í Kópavogi varð Bogi útibússtjóri þar og kemur svo hingað í Hafnar- fjörð. Aðspurður segist Bogi vera ánægður með að takast á við þetta nýja verkefni. Sér litist vel á þetta. Sér hefði verið vel tekið bæði af starfsfólki og viðskiptavinum bank- ans og þó að þetta sé nokkuð annað umhverfi en hann hefur átt að venj- ast, sjávarútvegurinn spili hér meira inn í atvinnlífið, en bæði Hafnar- fjörður og Kópavogur séu mjög vax- andi bæir. Það sé mikill uppgangur á báðum stöðum, mikið byggt og íbúa- fjöldi að aukast og því sé þetta spennandi og krefjandi verkefni. „Eg er nú úr útibúageiranum, ef þannig má að orði komast," segir Bogi, brosandi og bætir svo við, „ég kann best við mig í nánum tengslum við viðskiptavininn. Hef mest gaman af þjónustu við þá. I útibúunum, sér- staklega ef þau eru ekki of stór, þá er þjónusta við viðskiptavinina oftast persónulegri." Bogi segir að með breyttum tím- um sé þjónustan sem bankinn veitir alltaf að aukast. Bankinn er að veita mjög góða þjónustu í fjármálum heimilanna og með tölvutengingu færist þjónustan enn nær fólkinu. í dag getur fólk fengið einkabókhalds- forrit hjá bankanum og með því er hægt að setja sín fjármál upp á skyn- saman og góðan hátt, gert greiðsluá- ætlanir, reiknað út greiðslubyrgði og skoðað þær leiðir sem í boði eru. Það er gott fyrir margan að staldra við og endurmeta hlutina. Allt þetta getur fólk gert heim hjá sér með þessu nýja forriti og síðan kemur það í bankann og lætur þjónustufulltrúana hjálpa sér að yfirfara þessa útreikninga sína. „Við erum með mjög hæft starfsfólk til þessara hluta. Fólk er í dag miklu jákvæðara fyrir að leita lausnar á fjármálum sínum. Vill taka á hlutun- um áður en allt er komið í óefni.“ Bogi segir að í útibúinu við Strandgötu vinni 11 manns og í hinni nýju afgreiðslu bankans í Bæjar- hrauni 16 vinni 3. Hann segir að af- greiðslan í Bæjarhrauninu lofi góðu. Með opnun hennar sé Landsbankinn að auka þjónustuna við viðskiptavin- ina og koma nær miklu athafna- svæði. Þegar ég spyr Boga að lokum hvort ekki sé stundum erfitt að taka á móti því fólki sem getur ekki staðið í skilum og er komið með fjármál sín í óefni, þannig að ekkert sé hægt að gera, þá svarar hann alvarlegur, „í dag kemur fók yfirleitt fyrr en það gerði áður, en í slíkum tilfellum reynir fyrst á mann, auðvitað reynir maður að finna lausn á vandamáli þessa fólks og oftast finnst einhver lausn, kannski ekki sú lausn sem fólk hafði í huga í upphafi, en lausn samt.“ Þegar ég geng út frá Boga Magnússyni, útibússtjóra, sé ég að kona sem virðist kvíðin á svip bíður eftir samtali við hann. Eg er viss um að það verður léttara yfir henni þeg- ar hún kemur út. 6AFLARI VIKUNNAR Alæta á tónlist Stórsundmót Búnaðarbank- ans og VISA ísland Helgina 26. til 28. janúar verður haldið Stórsundmót Búnaðar- bankans og VISA Island á vegum Sundfélags Hafnarfjarðar í Sund- höll Hafnarfjarðar. Mótið hefst á föstudagskvöld kl. 19.00 en alls keppa 345 sundmenn frá 16 félög- um eða flestum félögum og sund- deildum á landinu. Allir helstu sundmenn landsins verða á mótinu, þó ekki þeir sem búa erlendis. Má búast við harðri keppni og spennandi tímum hjá öllum ald- ursflokkum. Meðal keppenda frá SH má nefna Örn Arnarsson unglingalandsliðs- mann, Hjalti Guðmundsson, Elín Sigurðardóttir, Bima Bjömsdóttir og Davíð Freyr Þórunnarson. (fréttatilkynning) Fullt nafn: Svanur ívarsson Fæðingardagur: 16.09.1971 Fjölskylduhagir: Steinunn Þor- steinsdóttir, Smári Hólm Bifreið: Isuzu ‘95 Starf: Sendibílsstjóri Fyrri störf: Verkamannavinna Helsti veikleiki: Segi aldrei nei Helsti kostur: Jákvæður Eftirlætis matur: Læri að hætti konunnar Versti matur: Súrsætt kjöt Eftirlætis tónlist: Alæta á tónlist Eftirlætis íþróttamaður: Björn Traustason Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur: Engum Eftirlætis sjónvarpsefni: íþróttir Leiðinlegasta sjónvarpsefni: Fréttir á stöð 1 Besta bók sem þú hefur lesið: Tinni í Tíbet Hvaða bók ertu að lesa núna? Enga Uppáhalds leikari: Harrison Ford Besta kvikmynd sem þú hefur séð: 9 1/2 vika Hvað gerir þú í frístundum? Stunda þolfimi Fallegasti staður sem þú hefur komið til: Raufarhöfn ta honum vegna þess að hann var Hvað metur þú mest í fari ann- of þröngur. arra? Heiðarleika Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Óheiðarleika Hvern vildir þú lielst hitta? Stalone Hvað vildir þú helst í afmæl- isgjöf? Að allar mínar kröfur yrðu uppfylltar Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 2 niillj. í happdrætti? Fara í heimsferð með konuna Hvað myndir þú gera ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Láta hreinsa allt dóp úr bænum Ef þú værir ekki manneskja, hvað værir þú þá? Fugl Uppáhalds Hafnarfjar- þarbrandarinn þinn: Þessi um Hafnfirðinginn sem fékk trefil í jólagjöf, en varð að skip- Nemendasýning Listaskólans við Hamarinn Laugardaginn 27. janúar kl. 14.00 verður opnuð sýning á verk- um nemenda Listaskólans við Hamarinn í sýningarsalnum að Strandgötu 50. Á sýningunni verða verk nemenda haustannar við skólann en fjölmörg námskeið voru í boði á önninni. Meðal þess sem á sýningunni verður eru teikningar, málverk, vatnslitamyndir, myndasögur, skart- gripir og handgerður pappír. Sýningin er einungis opin helgina 27.-28. janúar og er opin báða daga frákl. 14.00- 18.00. (fréttatilkynning) Einn af nemendum skólans. Fram- sókn á ferð um bæinn Þingmenn Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, þau Sif Friðleifsdóttir og Hjálmar Árna- son, heimsóttu nokkur fyrirtæki í Hafnarfirði á dögunum en það var liður í ferð þeirra um kjördæmið. Með í för með þeim voru Jóhanna Engilbertsdóttir formaður Hörpu félags framsóknarkvenna í bæn- um, Gísli Einarsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans og Þórarinn Þórhallsson formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnar- firði. Meðal þeirra fyrirtækja sem hóp- urinn heimsótti má nefna Delta, Þau Hjálmar, Jóhanna, Sif og Gísli í einni heimsókninni. Trefjar og íslensk matvæli. Að sögn Sif er ætlunin að heimsækja öll sveit- arfélög á Reykjanesi í janúar, kynn- ast starfsemi fyrirtækja þar og hitta fólk. Auk fyrrgreindra fyrirtækja og annarra heimsótti hópurinn einnig hafnarsvæðið og skoðaði það með tilliti til frekari uppbyggingar þess í framtíðinni. Vill hópurinn koma á framfæri þökkum fyrir ánægjulegar viðtökur hvar sem hann kom.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.