Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 25.01.1996, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Annað starfsár Listaskólans við Hamarinn: Tveir af nemendum skólans. Fjölmörg námskeið fyrir alla aldurshópa Annað starfsár Listaskólans við Hamarinn er að hefjast. í skólan- um er boðið upp á fjölmörg nám- skeið fyrir alla aldurshópa, jafnt byrjendur sem lengra komna. Starfandi er deild fyrir böm og unglinga sem er ætlað að efla sköp- unargleði og hugrekki nemenda til myndsköpunar. Þess er þó jafnan gætt að verkefnin hæfi aldri og þroska nemenda. Þrjú námskeið eru nú / boði fyrir böm og unglinga. I framhaldsdeild sem ætluð er nemendum 16 ára og eldri eru fjöl- mörg námskeið í boði sem skipta má á þrjú sérsvið: Myndlist, hönnun og handíðir. A sviði myndlistar má m.a. nefna grunnáfanga í teikningu, námskeið í meðferð olíu- og vatnslita, grafuc þar sem áhersla er lögð á dúk og tréristu og námskeið í myndasögugerð. Þá má nefna nýtt námskeið þar sem nemendum er gefin ný sýn á ljós- myndun og hvemig nota má ljós- myndir í myndlistarvinnslu. A sviði hönnunar er annarsvegar boðið upp á skartgripahönnun úr óheðbundnum efnum og hinsvegar tískuteiknun. Og á sviði handíða eru einnig tvo námskeið í boði, annars- vegar körfugerð og hinsvegar papp- írsgerð/endurunninn pappír. Innritun vegna námskeiða á vor- önn og upplýsingar verða veittar fimmtudaginn og föstudaginn 25. og 26. janúar kl. 16.00 - 19.00 og helg- ina 27.-28. janúar kl. 14.00 - 18.00 á skrifstofu skólans Strandgötu 50 eða í síma 555-2440. Kennsla hefst 30. janúar. (fréttatilkynning) Aðalskoðun hf. með tæpa 30% hlutdeild Markaðshlutdeild Aðalskoð- unnar hf. varð um 28% á höfuð- borgarsvæðinu árið 1995. Þetta kemur fram í nýlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Athugun hf. var með 15% en Ilifreiðaskoðun íslands var með tæp 60% af heildarmark- aðinum á höfuðborgarsvæðinu. I fréttabréfinu segir m.a.: „Starfs- fólk Aðalskoðunnar hf er mjög ánægt með aðsóknina en Aðalskoðun hf reið á vaðið í samkeppni í skoðun. Síðan þá hafa íbúar höfuðborgar- svæðisins tekið eftir gífurlegum þjónustubreytingum sem átt hafa sér stað gagnvart skoðun ökutækja á þessu ári....Starfsfólk Aðalskoðunnar ætlar sér að halda áfram á sömu braut og áður. Eitt höfuðmarkmiðið verður hér eftir sem áður að veita viðskipta- vinum sínum góða þjónustu." Töluvert tekið af fíkniefnum Lögreglan í Hafnarfirði hefur tekið töluvert af fíkniefnum í þess- um mánuði eins og kunnugt er af fréttum. Gissur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður segir að það sé verulegt áhyggjuefni hve aldur fíkniefnaneytenda hefur lækkað á undanförnum árum. „Foreldrar verða virkilega að halda vöku sinni nú og spá í hlut- ina,“ segir Gissur. Hann nefnir sem dæmi að yngsta tilfellið hjá þeim hafi verið 13 ára unglingur og það sé kannski verst að engin meðferðarúr- ræði séu til staðar nú fyrir unglinga. Það hafi því verið mistök að loka Tindum á sínum tíma. Gissur segir að hann hafi unnið sem lögreglumaður frá 1979 og haft ekki áður orðið var við svo mikla umræðu um fíkniefni og nú er. UTSALA 10 - 40% afsl. á Ijósum og lömpum TILB0ÐSVERÐ Ryksugur, þurrkarar, sjónvörp, brauðristar og fl. ÚTSALA - TILB0Ð til 31. janúar 'RAFBÚÐIN Álfaskeið 31 sími 555-3020 Fer bíllinn í gang á morgnana? RAFGEy jyiASATA JK Dalshrauni I sími 565-4060 SPARNAÐARSTEIK KR. 588/KG. Svínasíður kr. 298/kg. Beikonbúðingur kr. 599/kg. Olpylsu- áleggsbréf kr. 99/stk. Brauðskinkuálegg kr. 799/kg Egilspilsner 0,5 I. kr. 59 Kjarnarabbarbara- grautur 1.1 kr. 189 Klementínur kr. 109/kg EPLI RAUÐ KR. 109/KG SÉRVÖRUDEILD: Kvennúlpur kr. 3.990 Barnaúlpur kr. 2.366 Barnaútigallar kr. 2.786 ÞORRAMATUR í ÚRVALI! ÞORRABAKKARNIR VINSÆLU Miðvangi 41 s. 555-0292 Stórmarkaður í Hafnartirði Opíð virka daga frá kl. 9.00 til 22.00 Opið um helgar frá kl. 10.00 til 20.00

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.